Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Breytingar á mati ofurgestgjafa í október og janúar

  Breytingar á mati ofurgestgjafa í október og janúar

  Ofurgestgjafar munu halda stöðu sinni til 31. mars 2021 ef þeir viðhalda tveimur viðmiðum.
  Höf: Airbnb, 20. ágú. 2020
  1 mín. lestur
  Síðast uppfært 20. ágú. 2020

  Aðalatriði

  • Núverandi ofurgestgjafar munu halda stöðu sinni í næstu tveimur matstímabilum, í október 2020 og janúar 2021, ef þeir viðhalda viðmiðum fyrir svarhlutfall og heildareinkunn

  • Gestgjafar sem fullnægja öllum fjórum viðmiðum ofurgestgjafa eiga einir rétt á 100 Bandaríkjadala umbun ofurgestgjafa upp í ferðalög eða upplifanir Airbnb

   Okkur er ljóst að heimsfaraldur COVID-19 hefur haft slæm áhrif á ferðaþjónustu og daglegt líf margra gestgjafa okkar. Til að bregðast við þessu flókna og erfiða ástandi viljum við nefna nokkrar breytingar á næstu tveimur ársfjórðungsmötum ofurgestgjafa: Október 2020 og janúar 2021.

   Við kunnum innilega að meta ofurgestgjafa okkar og við vitum að ykkur finnst einnig mikilvægt að hafa stöðu ofurgestgjafa. Fyrir núverandi ofurgestgjafa höfum við því ákveðið að framlengja stöðu ykkar til 31. mars 2021 (næstu tvö matstímabil) að því tilskyldu að 90% svarhlutfallinu sé viðhaldið og heildareinkunn sé haldið yfir 4,8.

   Með þessari framlengingu föllum við frá almennum viðmiðum okkar um:

   • 10 gistingar undanfarið ár (eða 100 gistinætur í minnst þremur aðgreindum gistingum fyrir gestgjafa með langtímabókanir)
   • Að halda afbókunarhlutfalli undir 1%

   Afbókanir vegna COVID-19 hafa því ekki áhrif á stöðu ofurgestgjafa.

   Við bendum á að fullnægi ofurgestgjafi ekki öllum almennu viðmiðunum við mat í október 2020 og janúar 2021 þá teljast þessir ársfjórðungar ekki með þeim fjórum ársfjórðungum í röð sem þarf til að fá 100 Bandaríkjadala umbun ofurgestgjafa upp í ferðalög eða upplifanir Airbnb. Þessir ársfjórðungar telja eftir sem áður hjá þeim ofurgestgjöfum okkar sem fullnægja almennum viðmiðum til að eiga rétt á 100 Bandaríkjadala umbun ofurgestgjafa upp í ferðalög eða upplifanir Airbnb.

   Við fylgjumst áfram með áhrifum COVID-19 og bregðumst við með viðeigandi hætti fyrir okkar mikilvæga samfélag ofurgestgjafa. Við þökkum þér eins og fyrr fyrir að sýna stöðugt hvað felst í framúrskarandi gestrisni.

   Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

   Aðalatriði

   • Núverandi ofurgestgjafar munu halda stöðu sinni í næstu tveimur matstímabilum, í október 2020 og janúar 2021, ef þeir viðhalda viðmiðum fyrir svarhlutfall og heildareinkunn

   • Gestgjafar sem fullnægja öllum fjórum viðmiðum ofurgestgjafa eiga einir rétt á 100 Bandaríkjadala umbun ofurgestgjafa upp í ferðalög eða upplifanir Airbnb

    Airbnb
    20. ágú. 2020
    Kom þetta að gagni?