Einfaldaðu inn- og útritun
Inn- og útritun eru mikilvægar stundir sem geta skipt sköpum hvort gisting verði fimm stjörnu eður ei. Gestir gera ráð fyrir að komast auðveldlega inn í eignina, þeir séu boðnir velkomnir og að útritun þeirra gangi snurðulaust fyrir sig.
Einfaldaðu innritun
Gestir vilja vita hvernig þeir finna eignina þína og opna útidyrnar þegar þeir koma á staðinn. Leitaðu leiða til að einfalda innritunina:
Gerðu endurbætur á eigninni. Hugaðu að endurbótum eins og uppsetningu snjallláss, lýsingu utandyra eða komdu fyrir merkingum til að einfalda þér og gestum þínum innritunina.
- Veittu nákvæma lýsingu. Opnaðu komuleiðbeiningar skráningarinnar til að tilgreina innritunarmáta og -tíma, veita leiðarlýsingu, deila húsleiðbeiningum, lykilorði til að tengjast netinu og fleiru. Gestir fá þessar upplýsingar eftir að bókunin er frágengin.
- Veittu leiðbeiningar um hvernig farið er inn í eignina. Bættu við myndum eða myndbandi til að auðvelda gestum innritunina. Þú gætir til dæmis tekið mynd sem sýnir hvar lásinn er staðsettur á hliðinu við innganginn.
- Forskoðaðu leiðbeiningarnar þínar. Pikkaðu á hnappinn skoða til að sjá nákvæmlega hvernig komuupplýsingarnar þínar birtast gestum. Fáðu vin til að fara í gegnum leiðbeiningarnar og gerðu breytingar eftir þörfum til innritunarferlið sé sem einfaldast.
Gestir gætu sent þér skilaboð með spurningum varðandi innritun. Svaraðu eins fljótt og auðið er, einkum á sólarhringnum fram að komu gesta.
Bjóddu gesti velkomna
Hvernig þú tekur á móti gestum og sérð fyrir þarfir þeirra er einkennandi fyrir framúrskarandi gestrisni. Það getur skipt sköpum fyrir gesti ef þú gefur smáatriðunum gaum.
Tímasettu kynningarskilaboð. Láttu gestina vita að þú sért til taks á innritunardegi ef þá vantar eitthvað.
Sýndu gestrisni án aðgreiningar. Mundu að mögulegt er að gestir deili ekki trúarskoðunum þínum eða venjum.
Sýndu liðlegheit. Sýndu áhuga á gestum þínum og forgangsraðaðu þörfum þeirra og virtu einnig friðhelgi þeirra.
Rie, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Yomitan í Japan, vill skilja eftir kynningarskilaboð með gagnlegum upplýsingum um staðinn. „Ef um er að ræða foreldri sem hefur sagt mér að ung fjölskylda muni koma þá mæli ég með góðri verslun til að kaupa bleyjur,“ segir hún. „Ef viðkomandi á hund sting ég upp á stað þar hægt er að kaupa hágæða gæludýrafóður.“
Skapaðu eitthvað eftirminnilegt
Líttu á útritun sem lokaupplifun gesta á eigninni þinni. Þú vilt að fólk muni eftir sinni frábæru dvöl.
Notaðu komuleiðbeiningarnar til að veitar skýrar og einfaldar útritunarleiðbeiningar. Íhugaðu hvort verk til að sinna fyrir útritun eins og að fara út með ruslið eða safna saman notuðum handklæðum sé fimm stjörnu upplifun fyrir gesti. Þú gætir fengið betri umsagnir með því að hafa þessi verk sem hluta af ræstingarferlinu þínu.
Sendu gestum þakkarskilaboð eftir hverja dvöl. Bjóddu þeim að koma aftur og láttu þá vita að þú kunnir að meta athugasemdir þeirra. Spurðu hvað viðkomandi myndi kunna að meta næst þegar hann kemur í heimsókn.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.