Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Verkfæri gestgjafa

Airbnb appið hjálpar þér við gestaumsjónina.
Airbnb skrifaði þann 10. des. 2025

Airbnb appið auðveldar umsjón með heimilinu og styður við reksturinn. Þú getur nálgast verkfæri gestgjafa á þessum fimm flipum á gestgjafasíðunni þinni.

Í dag

Dagsflipinn er það sem þú sérð þegar þú opnar appið. Þú getur skoðað bókunarupplýsingar á augabragði til að skipuleggja daginn og veita framúrskarandi gestrisni.

  • Skiptu á milli yfirlita yfirstandandi og væntanlegra bókana til að vera með það á hreinu hverjum þú tekur á móti og hvenær.
  • Skrifaðu minnispunkta fyrir þig við bókanir, eins og áminningar um sérstaka viðburði eða beiðnir.
  • Fáðu ábendingar um verk tengd hverri bókun, eins og að spyrja gesti hvernig gengur eða að lesa umsögn.

Dagatal

Þú notar dagatalið til að fara yfir og breyta framboði og verði.

  • Breyttu framboðs- og verðstillingum eins og lágmarksfjölda gistinátta og afslætti.
  • Opnaðu þær dagsetningar sem gestir geta bókað og taktu frá nætur sem þú getur ekki tekið á móti gestum.
  • Skoðaðu ábendingar fyrir gistináttaverð sem byggjast á staðsetningu eignarinnar, þægindum, fyrri bókunum, verðbreytingum á svæðinu og fleiru.

Skráningar

Skráningarflipinn hjálpar þér að hafa umsjón með skráningarupplýsingum. Nýttu þér þessi verkfæri til að stuðla að bókunum og gefa gestum sem nákvæmasta og heildstæðasta mynd af eigninni þinni.

  • Uppfærðu skráninguna, meðal annars með ítarlegum komuleiðbeiningum og hágæðamyndum.
  • Tilgreindu öll þægindi sem þú býður upp og og nefndu þar á meðal aðgengiseiginleika.
  • Skoðaðu skráningarsíðu þína til að sjá hvernig hún birtist gestum.

Skilaboð

Skilaboðaflipinn hjálpar þér að eiga í samskiptum við gesti fyrir dvöl, meðan á henni stendur og að henni lokinni.

  • Svaraðu gestum á einfaldan hátt með hraðsvörum. Það eru sérsníðanleg sniðmát sem þú getur sent strax eða tímasett þannig að þau sendist á tilteknum tímapunkti.
  • Settu inn myndir til að kynna þig fyrir öðrum og sýna það sem skiptir máli ásamt myndskeiðum til að hjálpa gestum að átta sig betur á eigninni.
  • Yfirfarðu bókunarbeiðnir, þar á meðal upplýsingar um ferðadaga og gestafjölda.
  • Gefðu ráð um það besta sem hægt er að sjá, gera og borða á staðnum.

Frá valmyndinni getur þú skoðað tekjur þínar, innsýn og aðrar stillingar. Þú færð sérsniðnar ábendingar og úrræði til að bæta reksturinn.

  • Skoðaðu tekjur þínar og útbúðu sérsniðnar skýrslur í tekjustjórnborðinu.
  • Kannaðu einkunnir gesta og umsagnir í hlutanum fyrir innsýn.
  • Hafðu umsjón með aðgangsstillingum og kynntu þér úrræði fyrir gestgjafa.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
10. des. 2025
Kom þetta að gagni?