Lífgaðu upp á skráninguna þína

Uppfærðu myndirnar og upplýsingarnar til að greina skýrar frá væntingum.
Airbnb skrifaði þann 26. feb. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 26. feb. 2024

Fimm stjörnu gestaumsjón byrjar á því að veita skýrar væntingar á skráningarsíðunni þinni. Gestir vilja að eignin þín sé í frábæru ástandi og líti út eins og myndirnar þínar. Þeir vilja einnig að auðvelt sé að finna og nota öll þægindin sem þú hefur skráð.

Minni líkur eru á því að gestir velti eigninni fyrir sér eða meti hana rangt þegar þú veitir frekari upplýsingar. Þú finnur tólin sem þú þarft til að uppfæra skráningarupplýsingarnar í skráningarflipanum.

Útbúðu myndleiðangur

Hjálpaðu gestum að átta sig á skipulagi heimilisins með því að nota myndleiðangurinn til að raða skráningarmyndum þínum sjálfkrafa eftir herbergi.

Byrjaðu á því að setja inn núverandi myndir af öllum herbergjum og sameiginlegu rými.

  • Notaðu hágæðamyndir. Taktu myndir í langsniði með nægri birtu. Settu inn stærstu skráarstærðina, að minnsta kosti 1024 x 683 punkta upplausn. Íhugaðu að ráða atvinnuljósmyndara.
  • Settu inn margar myndir af hverju herbergi. Vertu með fjölbreytta samsetningu af yfirlitsmyndum, venjulegum myndum og nærmyndum. Þysjaðu inn á gagnleg atriði eins og hleðslutæki fyrir síma á náttborðinu eða uppsetningu fyrir te og kaffi í eldhúsinu.
  • Leggðu áherslu á eiginleika og þægindi. Settu inn myndir af svefnfyrirkomulagi, útisvæðum og sérkennum fyrir gæludýr, fjölskyldur með börn eða fjarvinnufólk.
  • Tilgreindu aðgengiseiginleika. Sýndu hvernig eignin þín rúmar fólk sem á erfitt með að hreyfa sig. Kynntu þér leiðbeiningar Airbnb um ljósmyndun aðgengiseiginleika.

Fylgdu svo þessum skrefum til að bæta svo leiðangrinum þínum við.

  1. Veldu útbúa myndleiðangur. Sérsniðin gervigreindarvél Airbnb raðar ljósmyndum af eigninni samstundis eftir 19 tegundum herbergja og rýma. Ljósmyndir sem hún kannast ekki við eru settar í viðbótarmyndir.

  2. Yfirfarðu myndleiðangur þinn. Passaðu að hafa að minnsta kosti eina ljósmynd af hverju herbergi á heimilinu. Þú getur fært, bætt við og eytt myndum.

  3. Bættu við greinargóðum lýsingum á hverri mynd sem útskýra hvað hvert herbergi eða rými býður upp á.

  4. Til að forskoða hvernig myndirnar þínar birtast við skráninguna þína opnar þú eignin þín og pikkar á hnappinn skoða.

„Margir eru sjónrænir og gætu mögulega eytt meiri tíma í myndirnar en skráningarlýsinguna,“ segir Sadie, ofurgestgjafi í Santa Fe, Nýju-Mexíkó.

Fínpússaðu skráningarlýsinguna

Gestir vilja að heimili á Airbnb stemmi við skráningarlýsinguna. Vandaðar skráningarsíður lýsa nákvæmlega því sem gestir geta búist við að sjá, heyra og upplifa í eigninni þinni meðan á dvölinni stendur.

  1. Gakktu úr skugga um að skráningartitillinn bæti við einstökum upplýsingum um heimilið þitt og nágrenni. Til dæmis lýsir „kyrrlátt stúdíó í grennd við Uffizi“ því með nokkrum orðum að eignin sé miðsvæðis í Flórens á Ítalíu.

  2. Láttu gesti vita hvernig það er að gista í eigninni þinni í skráningarlýsingunni. Veittu gagnlegar upplýsingar um staðsetningu þína, skreytingar eða gestrisni. Þú gætir til dæmis útskýrt að á pallinum sé útsýni yfir gljúfrið við sólsetur eða að heimili þitt sé staðsett fyrir ofan kaffihús sem er annasamt frá kl. 06:00 til 22:00.

  3. Settu inn almenna lýsingu á herbergjum og rýmum undir eignin þín. Notaðu þetta pláss til að leggja áherslu á hagnýt atriði gætu svarað spurningum gesta. Þú gætir til dæmis deilt því með öðrum að bakgarðurinn er afgirtur og býður upp á nóg pláss þar sem börn og gæludýr geta hlaupið um.

  4. Undir staðsetningardeilingu geturðu einnig tilgreint nákvæma staðsetningu eignarinnar til að gestir geti áttað sig betur á svæðinu. Að öðrum kosti sér gesturinn aðeins almenna staðsetningu þar til gengið hefur verið frá bókun.

Skýrar lýsingar virka yfirleitt best. Ef þú gerir of mikið úr því sem þú býður eða ýkir getur það valdið vonbrigðum og slæmum umsögnum.

Bæta við þægindum

Auðveldara er en nokkru sinni fyrr að bæta við þægindum með því að nota umsjónartól skráningarsíðu.

  1. Pikkaðu á plúsmerkið (+) fyrir neðan þægindi. Þú getur skoðað næstum 150 þægindi eftir flokkum eða stafrófsröð eða leitað að einu eftir nafni.

  2. Veldu plúsmerkið við hliðina á hvaða eiginleika sem heimilið býður upp á.

  3. Pikkaðu á hnappinn skoða til að sjá nákvæmlega hvernig breytingarnar á skráningarsíðunni þinni líta út fyrir gesti.

Mikilvægt er að bæta öllum þægindum við og tryggja að allt virki vel. Gestir geta síað leit sína eftir vinsælum eiginleikum og þægindum eins og loftræstingu, endurgjaldslausu bílastæði og þvottavél eða þurrkara.

Uppfæra skráninguna

Útbúðu myndleiðangur, fínstilltu skráningarlýsinguna eða bættu við þægindum.
Opnaðu skráningarflipann

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
26. feb. 2024
Kom þetta að gagni?