Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Réttar væntingar með nákvæmri staðsetningu

Gestir verða að geta fundið eignina á auðveldan hátt.
Airbnb skrifaði þann 16. des. 2025

Staðsetning heimilis getur verið mikilvægur þáttur í ákvörðun gesta um það hvort þeir bóki hjá þér. Að bókun lokinni þurfa þeir nákvæmt heimilisfang og skýrar leiðarlýsingar til að innritunin gangi hnökralaust fyrir sig.

Nákvæm staðsetning sett inn

Það er mikilvægt að birta nákvæma staðsetningu á skráningarsíðunni þinni. Þannig getur þú svarað spurningum og gefið réttar væntingar svo að gestum finnist öruggt að bóka hjá þér.

Byrjaðu á því að staðfesta að heimilisfangið komi allt fram og sé rétt. Þú getur aðeins breytt heimilisfanginu þangað til þú samþykkir fyrstu bókunina. Eftir það þarftu að hafa samband við þjónustuver Airbnb til að gera breytingar. Gestir fá ekki heimilisfangið fyrr en bókunin hefur verið staðfest.

Þú getur valið hvernig staðsetningin birtist á kortinu í leitarniðurstöðum á Airbnb.

  • Almenn staðsetning: Kortið með skráningunni sýnir svæðið í kringum eignina í innan við 1 km radíus (hálfa mílu) frá heimilisfanginu. Þetta er sjálfgefin stilling.
  • Nákvæm staðsetning: Kortið sýnir pinna við næstu þvergötu en ekki húsið sjálft. Þú getur dregið kortið þar til pinninn bendir á réttan stað.
Svona birtist almenn staðsetning (vinstra megin) og nákvæm staðsetning (hægra megin) á kortum Airbnb.

Veldu valkostinn sem hentar best aðstæðum þínum. Nákvæm staðsetning gæti vakið áhuga gesta sem vilja til dæmis staðfesta fjarlægðina að næstu strætóstoppistöð eða ströndinni. Almenn staðsetning gæti dregið úr áhyggjum varðandi friðhelgi eða öryggi.

Að hjálpa gestum að finna eignina þína

Þú getur bætt við leiðarlýsingu og öðrum upplýsingum í skráningarflipanum. Þessar upplýsingar sem og kortið auðvelda innritun gesta.

  • Komuleiðbeiningar: Útvegaðu leiðarlýsingu með ábendingum um hvernig á að komast á staðinn með bíl eða almenningssamgöngum. Láttu vita af bílastæðum. Gestir fá komuleiðbeiningarnar sjálfkrafa þegar bókun þeirra hefur verið staðfest.
  • Hverfislýsing: Segðu frá því helsta um hverfið eins og hvort það sé mikið á seiði eða kyrrlátt eða hvort það hafi gangstéttir með eða án lækkunar á gangstéttarbrún.
  • Samgöngur: Útskýrðu samgöngur á staðnum fyrir gestum sem hafa ekki bókað og segðu frá því hvernig fólk leggi vanalega bílnum sínum.

Leiðarlýsingar geta aldrei orðið of nákvæmar. Juliette, ofurgestgjafi í Naíróbí, Keníu, gefur gestum GPS-hnit eignarinnar og lætur vita hvernig hliðið er á litinn og hvað stendur á því.

Einnig er hægt að setja stór húsnúmer á útihurðina, betri lýsingu við innkeyrsluna og svo framvegis til að auðvelda fólki að rata.

Keshav, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa í Nýju-Delí á Indlandi, er enn frumlegri við að leiðbeina gestum. „Það er erfitt að finna moldarhúsin okkar,“ segir hann. „Við höfum verið að hugsa um hvernig við gætum komið upp skilti við aðalgötuna.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
16. des. 2025
Kom þetta að gagni?