Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Hvernig verðlagning virkar á Airbnb

Prófaðu verðábendingar okkar og önnur tól til að auka samkeppnisfærni.
Airbnb skrifaði þann 14. júl. 2022
Síðast uppfært 14. júl. 2025
Hvernig verðlagning virkar á Airbnb
Samkeppnishæf verðstefna
Hvernig verðlagning virkar á Airbnb

Airbnb er með þrjár tegundir af verði: grunnverð, helgarverð og sérsniðin verð. Saman sjá þau til þess að skráningin þín skari fram úr allt árið um kring og hjálpa þér að ná tekjumarkmiðum þínum.

Airbnb býður upp á sérsniðnar verðábendingar fyrir allar þrjár verðtegundirnar. Þær miðast við staðsetningu, þægindi, fyrri bókanir og nýjustu verð á svæðinu.

Grunnverð

Grunnverðið hjá þér er sjálfgefið verð fyrir allar nætur í dagatalinu. Þetta er fyrsta verðið sem þú velur í startpakka Airbnb og þú getur alltaf breytt því í verðstillingunum hjá þér.

Ábending um grunnverð með tillögu að verði birtist fyrir neðan töluna sem þú slærð inn. Miðaðu við að hafa jafnvægi milli kostnaðarins hjá þér og þess sem gestir eru til í að borga ef þú vilt setja annað verð. Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga.

  • Kostnaður við gistireksturinn: Kostnaðarliðir eins og afborganir húsnæðislána, rafmagnskostnaður, viðhaldskostnaður og skattar.
  • Virðið sem þú býður: Hugsaðu um leiðir til að skráningin þín beri af. Þú getur til dæmis lagt áherslu á vinsæl þægindi, aðgengiseiginleika og nálægð við þekkt kennileiti.
  • Svipaðar skráningar: Notaðu þetta verðtól til að bera saman meðalverð bókaðra og óbókaðra heimila á korti af svæðinu þar sem þú ert. Svipaðar skráningar eru ekki sýndar ef þú notar snjallverð.
  • Heildarverð sem gestir greiða: Öll gjöld sem þú leggur á, svo sem ræstingagjald, hafa áhrif á heildarverðið.

Þú getur vakið áhuga fyrstu gestanna og fengið umsagnir ef þú hefur grunnverðið lægra til að byrja með og svo getur þú unnið þig upp í tekjum.

Helgarverð

Þú getur hækkað verð um helgar, það er að segja á föstudags- og laugardagsnóttum. Þú getur fengið flestar bókanir með því breyta verðinu eftir gistinótt.

Ábending um helgarverð birtist fyrir neðan töluna sem þú slærð inn. Þetta er prósentuhækkun miðað við grunnverðið hjá þér. Ef þú tilgreinir ekki helgarverð gildir grunnverðið hjá þér alla daga vikunnar.

Sérsniðið verð

Þú getur verið með sérsniðið verð hvaða nótt sem er. Þetta kemur í stað grunn- eða helgarverðs þær nætur sem þú velur.

Ábendingar um gistináttaverð birtast fyrir neðan sérsniðið verð á hverjum degi í dagatalinu til að hjálpa þér að verðleggja eftir degi eða árstíð sem og fyrir sérviðburði.

Ástæða þess að verðábendingar birtast ekki

Ef þú sérð ekki verðábendingar gæti það verið vegna þess að:

  • Snjallverð er notað
  • Verðið hjá þér er innan ráðlagðra marka
  • Þessar nætur er þegar boðinn afsláttur eða kynningartilboð
  • Það eru ekki næg gögn til að fá verðábendingar

Ef þú vilt að verðið hjá þér uppfærist sjálfkrafa getur þú kveikt á snjallverði.

Þú stjórnar ávallt verðinu hjá þér og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Hvernig verðlagning virkar á Airbnb
Samkeppnishæf verðstefna
Hvernig verðlagning virkar á Airbnb
Airbnb
14. júl. 2022
Kom þetta að gagni?