Hvað er snjallverð?

Þetta tól breytir gistináttaverðinu hjá þér sjálfkrafa í takt við eftirspurn.
Airbnb skrifaði þann 12. okt. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 12. okt. 2023

Með því að breyta verðinu hjá þér með tímanum getur þú brugðist betur við ferðaþróun á svæðinu. Ein leið til að gera það er að kveikja á snjallverði. Með þessu tóli breytist gistináttaverðið hjá þér sjálfkrafa í takt við eftirspurn.

Þetta tól gagnast sérstaklega vel ef þú vilt halda áfram að fá sem mest út úr verðinu, án þess að þurfa stöðugt að fylgjast með því.

Svona virkar snjallverð

Snjallverð tekur tillit til mörg hundruð þátta tengda skráningu þinni, staðsetningu og gestaþróun til að reikna út og stilla gistináttaverð. Tekið er mið af eftirfarandi:

  • Tilteknum upplýsingum varðandi skráninguna, svo sem tegund eignar, staðsetningu, þægindum og umsögnum

  • Leitarhegðun á svæðinu, þar á meðal hversu margir leita að gistingu fyrir tilteknar dagsetningar

  • Bókunum á svæðinu, þar á meðal bókunum sem fela í sér sambærilegar eignir og þægindi

Snjallverð framkvæmir þessa útreikninga með reglulegum hætti og uppfærir gistináttaverðið hjá þér sjálfkrafa í takt við niðurstöður og verðstillingar þínar.

Svona notar þú snjallverð

Þú ræður alltaf verðinu hjá þér — líka þegar þú notar snjallverð. Þú ákveður hvort, hvenær og hvernig þú notar þetta tól. Þú getur:

  • Slökkt á snjallverðinu hvenær sem er. Það mun taka gildi þegar í stað en ekki breyta greiðsluupphæð gesta sem hafa nú þegar gengið frá bókun.

  • Farið fram hjá því hvenær sem er. Til að gera það velur þú tilteknar, óbókaðar dagsetningar í dagatalinu og slekkur á snjallverði fyrir þá daga.

  • Tilgreint verðbil. Veldu lágmarks og hámarksverð fyrir hverja nótt til að skráningarverð sé hvorki lægra né hærra en tilgreint verðbil (nema að þú bjóðir einnig afslætti eða kynningartilboð).

Þú getur prófað þig áfram og þróað snjallverðið hjá þér með tímanum. Þetta getur þú til dæmis gert með því að prófa þig áfram með lág- og hámarksverð ásamt því að stilla sérsniðin verð, kynningartilboð og afslætti fyrir þá daga sem slökkt er á snjallverðinu.

Hvenær á að nota snjallverð?

Ef þú ert ekki viss um hvort snjallverð henti eign þinni og aðstæðum, ættir þú að íhuga eftirfarandi spurningar:

  • Skoðar þú sambærilegar eignir reglulega? Ef ekki, gæti snjallverð verið góð lausn og þú getur enn sem áður borið verðið hjá þér saman við sambærilegar eignir ef þú vilt.

  • Uppfærir þú verðið hjá þér reglulega? Ef ekki, jafnvel ef þú kýst einfaldlega að gera það ekki, gæti verið sniðugt fyrir þig að prófa snjallverð.

Þú getur kynnt þér hvernig aðrir gestgjafar nýta sér snjallverð með því að ganga í gestgjafaklúbbinn á þínu svæði.

Eins og með allt sem viðkemur verðstefnu þinni, er það algjörlega undir þér komið hvort þú notir snjallverð eða ekki. Mundu bara að þú getur leikið þér aðeins með stillingarnar þannig að þær henti þér.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
12. okt. 2023
Kom þetta að gagni?