Virkjaðu aukna eftirspurn þannig að tekjurnar haldist í hendur við hana

Nýttu þér verkfæri gestgjafa á Airbnb til að gera sem mest úr háannatímum.
Airbnb skrifaði þann 6. jan. 2025
Síðast uppfært 19. mar. 2025

Hátíðartímabil, stórviðburðir og rétt veðurskilyrði geta aukið eftirspurn á eign þinni. Verkfæri gestgjafa á Airbnb hjálpa þér að gera sem mest úr aukinni eftirspurn. Eftirfarandi skref gætu komið sér vel til að hámarka tekjurnar.

Haltu dagatalinu uppfærðu hjá þér

Ein leið til að búa sig undir háannatímann er að opna fyrir fleiri nætur í dagatalinu. Þannig er skráningin líklegri til að birtast ofar í leitarniðurstöðum sem eykur tekjumöguleika þína.

Opnaðu dagatal skráningar þinnar og leitaðu eftir fráteknum nóttum sem birtast gráar. Opnaðu fyrir fráteknar gistinætur þar sem þú getur tekið á móti gestum.

Með því að opna dagatalið lengra fram í tímann gerir þú gestum kleift að bóka með meiri fyrirvara. Það kemur sér sérstaklega vel á svæðum þar sem háannatímar eru fyrirsjáanlegir, til dæmis vegna árslegs stórviðburðar eða strandar- og skíðatímans.

Dagatalið þitt opnast fyrir einn dag í einu, óháð framboðstímabilinu. Ef tímabilið hjá þér er til dæmis 12 mánuðir geta gestir bókað eignina einu ári á undan deginum í dag og framboðið hjá þér uppfærist á hverjum degi.

Vertu með samkeppnishæft verð

Kynntu þér verð sambærilegra eigna á svæðinu til að tryggja samkeppnisfærni þína yfir háannatímann. Opnaðu dagatal skráningar þinnar og veldu allt að 31 daga tímabil til að bera saman álíka eignir.

Þú munt sjá meðalverð sambærilegra eigna á kortinu af svæðinu þar sem þú ert. Þættir sem tekið er tillit til við val sambærilegra eigna eru meðal annars staðsetning, stærð, eiginleikar, þægindi, einkunnir, umsagnir og skráningar sem gestir eiga til með að skoða sem annan valkost samhliða þinni.

Eignir með lægra verð miðað við aðrar í nágrenninu birtast yfirleitt hærra í leitarniðurstöðum.

Ef þú býður sama verð fyrir allar nætur gæti komið sér vel að bjóða mismunandi verð fyrir virka daga annars vegar og helgar hins vegar, í samræmi við breytingar á eftirspurn. Með sveigjanlegu verði getur þú fengið sem mest út úr bókunum.

Bjóddu afslátt

Afsláttur er önnur leið til að vekja áhuga gesta. Þú getur náð til fjölmargra ferðalanga með því að bjóða:

  • Viku- og mánaðarafslátt. Bjóddu vikulegan afslátt fyrir gistingu sem varir í sjö nætur eða lengur, eða mánaðarlegan afslátt fyrir gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur. Þannig getur þú aukið meðallengd dvala í eignum þínum og minnkað umstang á milli gesta.
  • Forkaupsafslátt. Leggðu traustan grunn að góðu nýtingarhlutfalli yfir háannatímann með því að bjóða afslátt af bókunum sem gerðar eru 1–24 mánuðum fyrir innritun.
  • Afslátt á síðustu stundu. Náðu til þeirra sem skella sér í ferðalagið fyrirvaralaust með því að lækka gistináttaverðið hjá þér eftir því sem styttist í innritun. Afsláttur af bókunum sem gerðar eru 1–28 dögum fyrir innritun getur komið sér vel til að fylla dagatalið og auka tekjurnar.

Vikuafsláttur, mánaðarafsláttur og afsláttur á síðustu stundu sem nemur 10% eða meira eða forkaupsafsláttur sem nemur 3% eða meira birtist gestum sérstaklega á skráningarsíðunni og í leitarniðurstöðum. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.

Athugaðu að forkaupsafslátturinn er ekki í boði þegar kveikt er á snjallverði og afsláttir háðir dvalarlengd verða að samræmast staðbundnum lögum og reglugerðum.

Útbúðu myndleiðangur

Frábærar skráningarmyndir vekja athygli, gefa raunhæfar væntingar og veita gestum hvatningu til að bóka. Það gæti komið sér vel að uppfæra skráningarmyndirnar eftir því sem háannatíminn nálgast.

  • Hugsaðu út í myndirnar. Leggðu áherslu á að taka myndir sem fanga skemmtileg smáatriði heimilisins, vinsæl þægindi og aðgengiseiginleika. Taktu myndir frá mismunandi sjónarhornum af hverju herbergi og svæði sem gestir hafa afnot af.
  • Settu inn myndir á langsniði í hárri upplausn. Myndirnar ættu að vera í minnst 800 x 1200 punkta upplausn. Stærri skrár eru betri, upp í allt að 10 mb.
  • Fáðu fagaðila í verkið. Það gæti komið sér vel að ráða atvinnuljósmyndara. Airbnb getur komið þér í samband við fagaðila í tilteknum borgum um allan heim.
  • Útbúðu myndleiðangur. Verkfæri Airbnb raða skráningarmyndum þínum sjálfkrafa eftir herbergjum til að hjálpa gestum að átta sig á skipulagi heimilisins. Þú getur fært, fjarlægt og bætt við myndum, bætt upplýsingum við hvert herbergi og skrifað myndatexta fyrir hverja mynd.

Einfaldaðu inn- og útritunarferlið

Önnur leið til að vekja athygli á skráningunni er að einfalda inn- og útritunarferlið.

  • Bjóddu upp á sjálfsinnritun. Með því að setja upp snjalllás, talnaborð eða lyklabox geta gestir opnað og komist inn í eignina með því að slá inn kóða. Margir gestir kjósa frekar þægindin og sveigjanleikann sem sjálfsinnritun býður upp á og hún getur einnig sparað þér tíma. Það er mikilvægt að veita hverjum gesti einkvæman aðgangskóða í hvert skipti, óháð því hvaða innritunarmáta þú velur.
  • Veittu útritunarleiðbeiningar. Tilgreindu einfaldar og skýrar leiðbeiningar í skrefum, eins og hvar eigi að skilja eftir lyklana og hverju þurfi að slökkva á.

„Það er mikilvægt að hafa verkin ekki of mörg vegna þess að það síðasta sem ég vil að gestir muni eftir er langur verkefnalisti fyrir útritun,“ segir Katie, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Palm Springs, Kaliforníu. „Þú gætir fengið fimm stjörnu einkunn bara út af því að þú varst ekki með langan lista yfir útritunarverk.“

Gakktu í gestgjafaklúbb á staðnum

Hundruðir gestgjafaklúbba um allan heim veita gestgjöfum á Airbnb vettvang til að tengjast og læra hver af öðrum. Við höfum tekið eftir því að meðlimir þessara klúbba fá tvöfalt hærri tekjur en gestgjafar sem ekki eru í klúbbi* og eru næstum því þrefalt líklegri til að verða ofurgestgjafar.**

Eftirfarandi er meðal þess sem efst er á baugi í gestgjafaklúbbunum:

  • Ýmsar ábendingar um gestaumsjón sem gætu aukið tekjurnar
  • Umræður um reglur varðandi skammtímaútleigu
  • Gestgjafar skiptast á ábendingum um trausta þjónustuaðila á svæðinu (s.s. pípara, ræstitækna o.s.frv.)
  • Þátttaka á sérstökum viðburðum til að efla tengslamyndun

*Samkvæmt innanhússgögnum Airbnb þar sem meðaltekjur og meðaleinkunnir meðlima gestgjafaklúbbs Airbnb á heimsvísu voru bornar saman við aðra gestgjafa á heimsvísu frá september 2022 til september 2023. Tekjuupplýsingar eru mismunandi eftir staðsetningu, árstíð og tegund eignar.

**Samkvæmt innanhúsgögnum Airbnb um stöðu ofurgestgjafa hjá gestgjöfum sem skráðu sig frá júlí 2023 til júlí 2024.

Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.

Ábendingar fyrir gestaumsjón eru með fyrirvara um gildandi lög á hverjum stað fyrir sig.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
6. jan. 2025
Kom þetta að gagni?