Leiðir til árangurs þegar lítið er um að vera

Berðu saman álíka eignir, heimilaðu styttri gistingu og útbúðu myndleiðangur.
Airbnb skrifaði þann 6. jan. 2025
Síðast uppfært 19. mar. 2025

Jafnvel vinsælustu eignirnar fara í gegnum lágannatíma með færri bókunum. Hér eru nokkrar leiðir til að nýta sér verkfæri Airbnb fyrir gestgjafa til að fanga athygli gesta þegar hægist um.

Vertu með samkeppnishæft verð

Þú getur aukið samkeppnisfærni þína með því að breyta verðinu reglulega. Eftirfarandi gæti komið sér vel eftir aðstæðum hverju sinni:

  • Settu inn sérsniðið helgarverð. Ef þú býður sama verð fyrir allar nætur gætir komið sér vel að bjóða annað verð fyrir virka daga en föstudags- og laugardagsnætur. Með því að haga verðinu eftir tíma vikunnar getur þú fengið sem mest út úr bókunum.
  • Berðu saman álíka eignir. Eignir með lægra verð en sambærilegar eignir í nágrenninu birtast yfirleitt ofar í leitarniðurstöðum. Það gæti komið sér vel að breyta gistináttaverðinu með mið af bókuðum og óbókuðum eignum í nágrenninu.

Opnaðu dagatal skráningar þinnar og veldu allt að 31 daga tímabil til að skoða meðalverð sambærilegra eigna á kortinu af svæðinu þar sem þú ert. Þættir sem tekið er tillit til við val sambærilegra eigna eru meðal annars staðsetning, stærð, eiginleikar, þægindi, einkunnir, umsagnir og skráningar sem gestir eiga til með að skoða sem annan valkost samhliða þinni.

„Ég fylgist með eignum sem eru svipaðar minni svo að ég geti tryggt samkeppnishæft verð,“ segir Katie Kay, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Palm Springs, Kaliforníu. „Það er mikilvægt að sýna sveigjanleika yfir lágannatíma til að fá fólk til að bóka eignina.“

Nældu þér í langtíma- og skammtímadvalir

Afsláttur af gistingu sem varir í sjö nætur eða lengur getur bætt stöðu í leit og dregið úr umstangi á milli bókana á meðan styttri gisting getur komið sér vel til að fylla upp í eyður í dagatalinu.

  • Bjóddu vikuafslátt. Afsláttur sem nemur 10% eða meira birtist gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðu þinni. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.
  • Lækkaðu lágmarksdvölina hjá þér. Þú getur sérstillt lágmarksdvöl eftir tilteknum dögum vikunnar. Sé eftirspurnin meiri yfir helgar gætir þú heimilað einnar nætur dvöl í miðri viku en ekki fyrir föstudags- og laugardagsnætur.

„Ég stytti alltaf kröfur um lágmarksdvöl hjá mér þegar minna er að gera til að ná til gesta sem ætla sér kannski bara að stoppa í nokkrar nætur,“ segir Felicity, ofurgestgjafi í Sidney, Ástralíu.

Hresstu upp á skráningarmyndirnar og útritunarferlið

Með því að hressa upp á skráningarupplýsingar, sérstaklega þegar minna er að gera, fá gestir skýrari mynd af hverju má við búast og geta þannig bókað af meira öryggi.

  • Útbúðu myndleiðangur. Verkfæri Airbnb raða skráningarmyndum þínum sjálfkrafa eftir herbergjum til að hjálpa gestum að átta sig á skipulagi heimilisins. Þú getur fært, fjarlægt og bætt við myndum, bætt upplýsingum við hvert herbergi og skrifað myndatexta fyrir hverja mynd.
  • Bættu við skýrum útritunarleiðbeiningum. Tilgreindu verk sem mikilvægt er að gestir sinni áður en þeir fara, eins og til dæmis að læsa eigninni. Hver sem er getur lesið leiðbeiningarnar áður en bókað er og gestir bóka frekar eignir með útritunarleiðbeiningar. Gestir hafa sagt okkur að þeir vilji frekar stuttan verkefnalista fyrir útritun. Reyndu því að halda útritunarverkunum í lágmarki.

Skráðu þig í gestgjafaklúbb á staðnum

Hundruðir gestgjafaklúbba um allan heim veita gestgjöfum á Airbnb vettvang til að tengjast og læra hver af öðrum. Við höfum tekið eftir því að meðlimir þessara klúbba fá tvöfalt hærri tekjur en gestgjafar sem ekki eru í klúbbi* og eru næstum því þrefalt líklegri til að verða ofurgestgjafar.**

Eftirfarandi er meðal þess sem efst er á baugi í gestgjafaklúbbunum:

  • Ýmsar ábendingar um gestaumsjón sem gætu aukið tekjurnar
  • Umræður um reglur varðandi skammtímaútleigu
  • Gestgjafar skiptast á ábendingum um trausta þjónustuaðila á svæðinu, svo sem pípara og ræstitækna
  • Þátttaka á sérstökum viðburðum til að efla tengslamyndun

*Samkvæmt innanhússgögnum Airbnb þar sem meðaltekjur og meðaleinkunnir meðlima gestgjafaklúbbs Airbnb á heimsvísu voru bornar saman við aðra gestgjafa á heimsvísu frá september 2022 til september 2023. Tekjuupplýsingar eru mismunandi eftir staðsetningu, árstíð og tegund eignar.

**Samkvæmt innanhúsgögnum Airbnb um stöðu ofurgestgjafa fyrir gestgjafa sem skráðu sig frá júlí 2023 til júlí 2024.

Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.

Ábendingar fyrir gestaumsjón eru með fyrirvara um gildandi lög á hverjum stað fyrir sig.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
6. jan. 2025
Kom þetta að gagni?