Svona verður þú ofurgestgjafi
Þjónusta ofurgestgjafa er viðurkenning fyrir vinsælustu og reynslumestu gestgjafa okkar.
Við fögnum og hömpum framúrskarandi gestrisni með sérstakri merkingu við skráningarsíður viðkomandi gestgjafa sem getur leitt til fleiri bókana. Um 59% gesta segjast vera öruggari um góð gæði gistingar þegar ofurgestgjafar eru annars vegar og ofurgestgjafar eru með 60% hærri tekjur miðað við aðra gestgjafa.* Ofurgestgjafar njóta einnig aðgengis að sérstöku þjónustuveri, fá boð á sérstaka viðburði, ferðainneignir og birtast ofar í leitarniðurstöðum.
Ofurgestgjafar eru fleiri en 1,3 milljónir talsins og þú getur slegist í hópinn með því að gera sem mest úr bókunum þínum og bjóða framúrskarandi gestrisni.** Það gæti skipt sköpum að gera örfáar breytingar á dagatalinu, hressa upp á skráningarsíðuna og vanda þig sérstaklega við samskipti.
Uppfylltu viðmiðin
Ofurgestgjafar verða að vera skráningarhafar með aðgang í góðu standi og hafa uppfyllt eftirfarandi fjögur skilyrði á undanförnum 365 dögum:
- Hafa lokið lágmarksfjölda bókana. Gestgjafar þurfa að ljúka minnst 10 bókunum eða þremur bókunum sem telja minnst 100 nætur samanlagt.
- Komist hjá afbókunum. Afbókunarhlutfall má ekki vera hærra en 1%, en undantekningar eru gerðar ef um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða eða aðrar gildar ástæður.
- Svarað skilaboðum gesta. Svarhlutfall má ekki vera lægra en 90%. Svarhlutfallið er prósentuhlutfall nýrra skilaboða frá gestum sem svarað var innan 24 klukkustunda.
- Sett gestrisnina í forgang. Heildareinkunn þarf að vera minnst 4,8.
Með því að svara skilaboðum með skýrum og skjótum hætti, komast hjá afbókunum og setja gestrisnina í forgang getur eignin þín skarað fram úr í leitarniðurstöðum og tekjur þínar aukist.
Hér eru ábendingar til að hjálpa þér að uppfylla þessi skilyrði og byrja að njóta góðs af því að vera ofurgestgjafi.
Haltu dagatalinu uppfærðu
Með því að opna fyrir fleiri gistinætur í dagatalinu getur skráningin birst ofar í leitarniðurstöðum sem eykur möguleika þína á að ljúka nægum bókunum til að uppfylla viðmið ofurgestgjafa.
Opnaðu dagatal skráningar þinnar og leitaðu eftir fráteknum nóttum sem birtast gráar. Opnaðu fyrir fráteknar gistinætur þar sem þú getur tekið á móti gestum.
Önnur leið til að birtast í fleiri leitarniðurstöðum er að heimila styttri dvalir. Þú getur sérstillt lágmarksdvöl eftir tilteknum dögum vikunnar. Sé eftirspurnin til dæmis meiri yfir helgar gætir þú heimilað einnar nætur dvöl í miðri viku en ekki fyrir föstudags- og laugardagsnætur.
Með því að bjóða gestum aukinn sveigjanleika og möguleika á að bóka með styttri fyrirvara stuðlar þú einnig að fleiri bókunum. Tilgreindu lágmarksfyrirvara allt fram til sama dags og innritun fer fram, eftir því hve mikinn tíma þú þarft til að undirbúa eignina fyrir komu gesta.
Þú getur einnig heimilað beiðnir með skemmri fyrirvara en lágmarksfyrirvarinn hjá þér segir til um. Þú þarft að fara yfir og samþykkja þessar beiðnir handvirkt.
Vertu með samkeppnishæft verð
Eignir með lægra verð miðað við aðrar í nágrenninu birtast yfirleitt hærra í leitarniðurstöðum. Það gæti verið góð hugmynd að haga gistináttaverðinu í samræmi við samkeppnisaðila til að ná 10 gistinátta lágmarkinu.
Opnaðu dagatal skráningar þinnar og veldu allt að 31 daga tímabil til að skoða verð sambærilegra eigna í nágrenninu.
Þú munt sjá meðalverð sambærilegra eigna á kortinu af svæðinu þar sem þú ert. Þættir sem tekið er tillit til við val sambærilegra eigna eru meðal annars staðsetning, stærð, eiginleikar, þægindi, einkunnir, umsagnir og skráningar sem gestir eiga til með að skoða sem annan valkost samhliða þinni.
Ef þú býður sama verð fyrir allar nætur gæti komið sér vel að gera tilhliðranir á verðinu fyrir virka daga og helgar til að ná til fleiri gesta. Með því að haga verði eftir tíma vikunnar getur þú fengið sem mest út úr bókunum og þar af leiðandi hærri tekjur.
Bjóddu afslátt
Afsláttur er önnur leið til að vekja áhuga gesta. Þú getur náð til fjölmargra ferðalanga með því að bjóða:
- Viku- og mánaðarafslátt. Bjóddu vikulegan afslátt fyrir gistingu sem varir í sjö nætur eða lengur, eða mánaðarlegan afslátt fyrir gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur. Þannig getur þú aukið meðallengd dvala í eignum þínum og minnkað umstang á milli gesta.
- Forkaupsafslátt. Leggðu traustan grunn að góðu nýtingarhlutfalli yfir háannatímann með því að bjóða afslátt af bókunum sem gerðar eru 1–24 mánuðum fyrir innritun.
Viku- eða mánaðarafsláttur sem nemur 10% eða meira eða forkaupsafsláttur sem nemur 3% eða meira birtist gestum sérstaklega á skráningarsíðunni og í leitarniðurstöðum. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.
Athugaðu að forkaupsafslátturinn er ekki í boði þegar kveikt er á snjallverði og afsláttir háðir dvalarlengd verða að samræmast staðbundnum lögum og reglugerðum.
Leggðu áherslu á fimm stjörnu gestrisni
Gestir kunna að meta skjót og skýr samskipti og svarhlutfall gestgjafa þarf að vera 90% eða hærra til að uppfylla viðmið ofurgestgjafa. Settu upp hraðsvör til að svara skilaboðum gesta með einföldum og skilvirkum hætti.
Hraðsvör eru stutt sniðmát fyrir skilaboð sem taka á tilteknum viðfangsefnum sem gestgjafar eru oft spurðir um. Þú getur útbúið eða breytt sniðmátum fyrir fram til að hafa við höndina þegar þú spjallar við gesti.
Þegar þú einsetur þér að vinna þér inn fimm stjörnu umsagnir þýðir það einnig að þú sérð fyrir þarfir gesta og gerir þitt besta til að koma til móts við þá ef mögulegt er.
- Hafðu persónulegt ívaf á hlutunum. Litlu atriðin, eins og að bjóða upp á kaffi frá uppáhalds kaffigerðinni þinni eða skilja eftir handskrifuð skilaboð, geta skipt miklu máli og aukið vellíðan gesta þinna.
- Láttu gestum líða eins og heima hjá sér. Reyndu að sjá eignina þína og allt sem þú býður upp á frá þeirra sjónarhorni. Það sem skilur góða heildareinkunn að frábærri geta verið atriði eins og að heimila snemmbúna innritun eða snyrtilega samanbrotin handklæði.
- Vertu í sambandi. Láttu gesti vita að þeir geti náð í þig eða samgestgjafa þinn hvenær sem er. Kveiktu á tilkynningum til að þú vitir af því þegar gestur sendir þér skilaboð.
Leggðu áherslu á það sem eignin þín hefur að bjóða
Hresstu reglulega upp á skráningarsíðuna til að ná til réttu gestanna.
Frábærar skráningarmyndir vekja athygli, gefa raunhæfar væntingar og veita gestum hvatningu til að bóka. Það gæti komið sér vel að uppfæra skráningarmyndirnar til að auka möguleika þína á að ná stöðu ofurgestgjafa.
- Hugsaðu út í myndirnar. Leggðu áherslu á að taka myndir sem fanga skemmtileg smáatriði heimilisins, vinsæl þægindi og aðgengiseiginleika. Taktu myndir frá mismunandi sjónarhornum af hverju herbergi og svæði sem gestir hafa afnot af.
- Settu inn myndir á langsniði í hárri upplausn. Myndirnar ættu að vera í minnst 800 x 1200 punkta upplausn. Stærri skrár eru betri, upp í allt að 10 mb.
- Fáðu fagaðila í verkið. Það gæti komið sér vel að ráða atvinnuljósmyndara. Airbnb getur komið þér í samband við fagaðila í tilteknum borgum um allan heim.
- Útbúðu myndleiðangur. Verkfæri Airbnb raða skráningarmyndum þínum sjálfkrafa eftir herbergjum til að hjálpa gestum að átta sig á skipulagi heimilisins. Þú getur fært, fjarlægt og bætt við myndum, bætt upplýsingum við hvert herbergi og skrifað myndatexta fyrir hverja mynd.
Það sem stendur á skráningarsíðunni skiptir jafn miklu máli og útlit eignarinnar. Skráningartitillinn, -lýsingin og þægindin sem þú býður geta vakið áhuga gesta og veitt réttar væntingar fyrir gistinguna.
- Hafðu skráningartitilinn stuttan og lýsandi. Gakktu úr skugga um að titillinn sé einstakur og lýsandi fyrir heimili þitt og nágrenni þess. Til dæmis lýsir „kyrrlátt stúdíó í grennd við Uffizi“ því með nokkrum orðum að eignin veiti næði, miðsvæðis í Flórens á Ítalíu.
- Skýrar og heiðarlegar skráningarlýsingar virka yfirleitt best. Greindu ítarlega frá því sem gestir geta búist við að sjá, heyra og upplifa í eigninni þinni. Þú gætir til dæmis látið vita af því að bakgarðurinn sé afgirtur og bjóði upp á nægt pláss fyrir börn og dýr til að hlaupa um.
- Tilgreindu öll þægindi sem þú býður upp á. Leiddu hugann að hvaða vinsælu þægindum þú gætir boðið eða gert betri, eins og að skipta út lyklaboxi fyrir snjalllás eða bjóða betri nettengingu. Vinsæl þægindi sem gestir leita að eru meðal annars sjálfsinnritun, þráðlaust net, þvottavél, þurrkari, sjónvarpstæki eða kapalrásir og grillaðstaða.***
*Byggt á miðgildi tekna ofurgestgjafa og annarra gestgjafa frá október 2023 til október 2024.
**Byggt á innanhússgögnum Airbnb frá 7. október 2024.
***Samkvæmt gögnum Airbnb um þægindin sem oftast var leitað að um allan heim frá 1. janúar til 30. júní 2024.
Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.
Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.
Ábendingar fyrir gestaumsjón eru með fyrirvara um gildandi lög á hverjum stað fyrir sig.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.