Háannatíminn nýttur til fulls
Nú styttist í háannatímann. Hér eru nokkrar leiðir til að nýta verkfæri gestgjafa á Airbnb til að fá sem mest úr eftirspurn gesta þegar hún er sem mest.
Haltu dagatalinu uppfærðu
Búðu þig undir háannatímann með því að bjóða fleiri nætur í dagatalinu. Þannig er skráningin líklegri til að birtast ofar í leitarniðurstöðum sem eykur tekjumöguleika þína.
Hafðu stillingar þínar um lágmarksdvöl í huga þegar þú opnar nætur í dagatalinu. Þú verður að halda þig innan lágmarkanna eða stytta almenna lágmarksdvöl hjá þér. Þú getur einnig sérsniðið dvalarlengd fyrir tilteknar nætur sem þú opnar.
„Það er gríðarlega mikilvægt að dagatalið sé örugglega opið yfir háannatímann,“ segir Myranda, ofurgestgjafi í Little Rock, Arkansas. „Í stað þess að taka mér tveggja daga frí á milli gesta er ég sveigjanlegri yfir háannatímann þannig að ég geti tekið á móti enn fleiri gestum.“
Opnaðu dagatal skráningar þinnar og leitaðu eftir fráteknum nóttum sem birtast gráar. Opnaðu fyrir fráteknar gistinætur þegar þú getur tekið á móti gestum.
Með því að opna dagatal þitt lengra fram í tímann heldur en þriggja mánaða lágmarkið gerir þú gestum kleift að bóka með lengri fyrirvara. Þú getur opnað dagatalið allt að tvö ár fram í tímann. Skráningin þín kemur þannig til með að birtast í fleiri leitarniðurstöðum og einnig í styttri niðurstöðulista þegar færri eignir eru lausar.
Dagatalið þitt opnast fyrir einn dag í einu, óháð framboðstímabilinu. Ef tímabilið hjá þér er til dæmis 12 mánuðir geta gestir bókað eignina eitt ár fram í tímann frá deginum í dag.
„Nýttu þér mikla eftirspurn,“ segir Jimmy, ofurgestgjafi í Palm Springs, Kaliforníu. „Mögulega eru aðrir gestgjafar ekki tilbúnir og dagatöl þeirra ekki opin. Með því að sýna frumkvæði munt þú njóta góðs af þessum háannatímum.“
Vertu með samkeppnishæft verð
Kynntu þér verð sambærilegra eigna á svæðinu og skoðaðu hvort vert sé að gera einhverjar breytingar á gistináttaverðinu hjá þér til að tryggja að það sé samkeppnishæft yfir háannatímann. Ef þú býður sama verð fyrir allar nætur gæti komið sér vel að bjóða mismunandi verð fyrir virka daga annars vegar og helgar hins vegar í samræmi við breytingar á eftirspurn. Með sveigjanlegu verði getur þú fengið sem mest út úr bókunum og tekjum.
Opnaðu dagatal skráningar þinnar og veldu allt að 31 daga tímabil til að bera saman álíka eignir.
Þú munt sjá meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu á kortinu af svæðinu þar sem þú ert. Hnappar á kortinu gera þér kleift að velja hvort þú vilt skoða bókaðar eða óbókaðar eignir. Meðal þátta sem tekið er tillit til við val sambærilegra eigna eru staðsetning, stærð, eiginleikar, þægindi, einkunnir, umsagnir og aðrar skráningar sem gestir skoða sem valkost samhliða þinni.
Eignir á lægra verði miðað við aðrar í nágrenninu birtast yfirleitt hærra í leitarniðurstöðum.
„Ef ég hef ekki enn fengið bókanir á háannatímanum tek ég mig til og ber eignina mína saman við aðrar í nágrenninu,“ segir Felicity, ofurgestgjafi í Sidney, Ástralíu. „Verðið hjá mér þarf að vera samkeppnishæft.“
Bjóddu afslátt
Afsláttur er önnur leið til að vekja áhuga gesta yfir háannatímann. Þú getur náð til fjölmargra ferðalanga með því að bjóða:
- Viku- og mánaðarafslátt. Það gæti komið sér vel að bjóða vikulegan afslátt fyrir gistingu sem varir í sjö nætur eða lengur, eða mánaðarlegan afslátt fyrir gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur. Þannig getur þú bætt stöðu í leit, fyllt upp í eyður í dagatalinu og dregið úr umstangi á milli gesta.
- Forkaupsafslátt. Náðu til gesta sem skipuleggja sig með góðum fyrirvara með því að bjóða afslátt af bókunum sem gerðar eru 1–24 mánuðum fyrir innritun.
Viku- eða mánaðarafsláttur sem nemur 10% eða meira eða forkaupsafsláttur sem nemur 3% eða meira birtist gestum sérstaklega á skráningarsíðunni og í leitarniðurstöðum. Afsláttarverðið birtist við hliðina á upphaflega verðinu hjá þér sem er yfirstrikað.
Athugaðu að forkaupsafslátturinn er ekki í boði þegar kveikt er á snjallverði og afslættir háðir dvalarlengd verða að standast ákvæði laga og reglugerða á staðnum.
„Ég nýti mér forkaupsafsláttinn þegar ég set upp dagatalið hjá mér fyrir árið sem er framundan,“ segir Anne, ofurgestgjafi í Tarragona, Spáni. „Yfirleitt verður það til þess að dagatalið hjá mér fyllist hratt og fólk sem fær afsláttinn afbókar mjög sjaldan.“
Einfaldaðu inn- og útritunarferlið
Leitaðu leiða til að einfalda komu og brottför gesta þinna. Veittu innritunarleiðbeiningar svo að fólk átti sig á því hvernig best er að komast að eigninni og taka úr lás við komu.
- Tilgreindu mikilvægar upplýsingar. Þú getur tilgreint og breytt innritunarmáta og -tíma sem og leiðarlýsingu í komuleiðbeiningunum. Sjálfsinnritun með snjalllási, talnaborði eða lyklaboxi gerir gestum kleift að opna með kóða jafnvel þótt þeir mæti seint að kvöldi til.
- Veittu sjónræna lýsingu á hvernig farið er inn. Settu inn myndir eða myndband til að gestir eigi auðveldara með að sjá aðstæður fyrir sér. Fáðu vin til að prófa leiðbeiningarnar til að tryggja að þær séu örugglega skýrar.
Líttu á útritunarferlið sem lokaupplifun gesta af eigninni. Einfalt útritunarferli getur minnt gestina á hversu frábær dvölin var.
- Veittu skýrar útritunarleiðbeiningar. Veldu úr lista yfir verkefni í komuleiðbeiningunum. Tilgreindu hvað er mikilvægt að gestir geri fyrir brottför. Til dæmis að slökkva á raftækjum og læsa eigninni. Hver sem er getur lesið leiðbeiningarnar áður en bókað er.
- Hafðu allt eins einfalt og hægt er. Hugsaðu um hvort gestir verði nauðsynlega að sinna tilteknum verkum eins og að safna saman notuðum handklæðum og fara út með sorpið.
„Mikilvægt er að gestir hafi ekki nema eitt til tvö verk til að sinna áður en þeir yfirgefa eignina,“ segir Karen, ofurgestgjafi í Nelson, Kanada. „Það gerir upplifun þeirra mikið betri.“
Þú stjórnar ávallt verði þínu og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.
Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.
Ábendingar fyrir gestaumsjón eru með fyrirvara um gildandi lög á hverjum stað fyrir sig.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.