Að bjóða fyrstu gestina velkomna á Airbnb

Skapaðu eftirminnilega dvöl fyrir gestina þína — í hvert skipti.
Airbnb skrifaði þann 20. nóv. 2019
Síðast uppfært 10. jún. 2024

Þú gætir haft spurningar um hvernig þú býrð þig undir fyrstu gestina. Hér eru fáeinar ábendingar til að allt gangi snurðulaust fyrir sig.

Útbúðu einfalt innritunarferli

Settu upp einfalt og áreiðanlegt ferli. Bættu við leiðarlýsingu að eigninni, innritunarmáta og ítarlegum innritunarleiðbeiningum við komuleiðbeiningarnar á skráningarsíðunni. Margir gestir kjósa frekar sjálfsinnritun sem gerir þeim kleift að komast inn án þess að þú sért á staðnum.

Gestir geta nálgast innritunarleiðbeiningar þínar í ferðaupplýsingunum, tveimur sólarhringum fyrir áætlaða innritun eða sólarhring ef þú ert með sveigjanlega afbókunarreglu.

Sjáðu fyrir þarfir gesta

Allir gestir eru mismunandi en flestir búast við að hafa aðgang að tilteknum hlutum og upplýsingum. Fylgdu þessum skrefum til að tryggja að það fari vel um gestina meðan á dvölinni stendur.

  • Vertu með nóg af nauðsynjum. Þetta geta verið handklæði, rúmföt, koddar, sápa og salernispappír.

  • Vertu til taks. Komdu þér upp áætlun um hvernig þú leysir úr vandamálum á skjótan hátt og minntu gesti á að hafa samband ef eitthvað kemur upp á.

  • Bættu við húsleiðbeiningum. Veittu mikilvægar upplýsingar eins og hvernig má tengjast Netinu og nota tæki og búnað í eigninni. Komdu prentaðri útgáfu af leiðbeiningunum fyrir þar sem gestir geta auðveldlega nálgast hana.

  • Bættu við ferðahandbók. Deildu staðbundnum ábendingum, þar á meðal stöðum til að borða á, versla, fara í skoðunarferðir og upplifa náttúruna.

Eigðu tímanlega og reglulega í samskiptum

Öll samskipti sem þú átt við gesti eru tækifæri til að gefa réttar væntingar og sýna að þér sé annt um þarfir þeirra.

  • Útbúðu hlýlegt umhverfi. Sýndu samkennd í verki svo að allir gestir finni að þeir séu velkomnir í eignina.  Byrjaðu á því að spyrja einfaldrar spurningar eins og hverju gesturinn þarf á að halda til að sér líði vel í eigninni.

  • Sýndu skilning. Leitastu við að skoða allar aðstæður út frá sjónarhóli gestsins.

  • Svaraðu skilaboðum sem fyrst. Gott svarhlutfall stuðlar að því að skráningin þín birtist ofar í leitarniðurstöðum gesta á Airbnb. Notaðu appið til að eiga í hröðum samskiptum og settu upp tímasett skilaboð til að veita gagnlegar upplýsingar á mikilvægum stundum, eins og við innritun.

Hér eru nokkur dæmi um skilaboð sem gæti verið gott að tímasetja miðað við ákveðna tíma. Þessi dæmi nota flýtikóða eða breytur sem fylla sjálfkrafa út upplýsingar tengdar bókun, skráningu og gesti. Settu þá inn í gegnum fellivalmyndina þar sem þeir virka ekki ef þú slærð þá inn handvirkt.

Haltu eign þinni hreinni og snyrtilegri

Gestir gera ráð fyrir að finna hreina eign þegar þeir mæta á staðinn. Komdu þér upp venjum sem fela í sér að þrífa alla fleti, gólf og tauefni.

  • Gakktu úr skugga um að engir blettir, óhreinindi eða hár séu til staðar. Algengir staðir sem gleymast eru t.d. undir rúminu, inni í skúffum og gluggatjöld.

  • Veldu hlutlausan ilm. Sterk lykt af einhverju tagi getur verið fráhrindandi fyrir gesti. Opnaðu glugga við þrif og notaðu mild, fjölnota sótthreinsiefni. 

  • Fjarlægðu persónulega muni eða geymdu þá annars staðar. Þetta getur gert það að verkum að eignin þín verður notalegri og snyrtilegri.

Óskaðu eftir og gefðu umsagnir

Þú og gestir þínir hafið 14 daga frá útritun til að skrifa umsögn. Umsagnir eru faldar þar til bæði þú og gesturinn sendið inn umsögn eða þar til 14 daga umsagnartímabilinu lýkur. Gestir geta einnig gefið stjörnugjöf fyrir heildarupplifun sína og í sex undirflokkum: Hreinlæti, nákvæmni, innritun, samskipti, staðsetning og virði.

Fyrstu umsagnirnar eru sérstaklega mikilvægar. Heildareinkunn þín birtist við skráninguna á eigninni þegar þú hefur fengið þrjár umsagnir og hún getur haft áhrif á stöðu þína í leitarniðurstöðum. Reyndu að gefa þér tíma til að senda gestum skilaboð á útritunardegi til að minna þá að gefa dvöl sinni umsögn.

Sýndu heiðarleika og virðingu þegar þú skrifar umsagnir og notaðu sömu viðmið til að meta alla gesti. Umsagnarferlið hjálpar til við að skapa traust hjá gestum og gestgjöfum.

Fræðsluefni: Tekið á móti gestum í fyrsta skipti

Fá fleiri ráðleggingar

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
20. nóv. 2019
Kom þetta að gagni?