Stofnaðu til samstarfs
Þegar þér berst beiðni í gegnum þjónustu samgestgjafa skaltu hafa í huga hvað þú vilt fara yfir í fyrsta samtali þínu við viðkomandi gestgjafa. Skýrar væntingar strax í byrjun hjálpa báðum aðilum að meta hvort grundvöllur sé fyrir samvinnu og leggja grunninn að farsælu samstarfi.
Undirstöðurnar
Byrjaðu á því að kynnast gestgjafanum og eign viðkomandi. Þið gætuð farið yfir:
- Það sem gestgjafinn þarfnast og hvernig þú getur orðið að liði
- Hve mikið þú tekur fyrir og hvernig þú vilt haga greiðslum
- Tekjur sem gestgjafinn gerir ráð fyrir
- Hvernig þið viljið haga samskiptum
Gættu þess að þú og gestgjafinn séuð á sömu blaðsíðu. John, samgestgjafi í Scottsdale, Arizona, sendir til dæmis mögulegum samstarfsaðilum gátlista yfir húsgögn, rúmföt og handklæði ásamt öðrum hlutum fyrir hvert herbergi.
Samskipti við gesti
Tímanleg og skýr samskipti við gesti og aðra eru lykilþáttur samstarfs ykkar. Farið yfir hver ber ábyrgð á að sinna þáttum eins og:
- Að svara bókunarbeiðnum ef skráningin býður ekki upp á hraðbókun
- Daglegum skilaboðasamskiptum, þ. á m. að svara spurningum og aðstoða gesti
- Umsjón með ræstitæknum, fólki sem sinnir viðhaldi og öðrum samgestgjöfum
- Að senda endurgreiðslubeiðnir
- Samskiptum við þjónustuver Airbnb til að óska eftir aðstoð
Næstu skref
Þegar þið hafið ákveðið að vinna saman gæti það komið sér vel að gera með ykkur formlegan samstarfssamning.
Gestgjafi getur boðið þér að gerast samgestgjafi fyrir skráningu og sett upp aðgangsheimildir þínar til að þið getið átt í samstarfi á Airbnb. Þú færð boðið með tölvupósti eða textaskilaboðum. Þú hefur 14 daga til að samþykkja eða hafna því.
Þegar þú hefur þegið boðið getur gestgjafinn valið að deila hluta af útborgun hverrar bókunar sinnar með þér í gegnum Airbnb.* Þessar greinar í hjálparmiðstöðinni útskýra verkfæri og aðgangsheimildir samgestgjafa:
*Ákveðnar takmarkanir eiga við, en þær fara eftir staðsetningu gestgjafans, samgestgjafans og eignarinnar.
Þjónusta samgestgjafa stendur eins og er til boða í Ástralíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Mexíkó, Suður-Kóreu, Spáni, Bretlandi (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services), Kanada, Bandaríkjunum (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC) og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda).
Samgestgjafar með fulla aðgangsheimild geta stofnað, haft umsjón með og leyst úr beiðnum vegna tjóns eða taps á hlutum í gegnum úrlausnarmiðstöðina eða séð um endurgreiðslubeiðnir samkvæmt eignavernd gestgjafa fyrir hönd gestgjafa.
Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging. Hún nær ekki yfir gestgjafa sem bjóða gistingu í Japan, en þar gildir japanska gestgjafatryggingin. Hafðu í huga að öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.
Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki.
Eignavernd gestgjafa er háð skilmálum, skilyrðum og takmörkunum en það á ekki við um gestgjafa með búsetu eða starfsstöð í Ástralíu. Eignavernd fyrir þá gestgjafa er háð þessum skilmálum, skilyrðum og takmörkunum.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.