Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Það sem samgestgjafar geta gert

Með aðstoð samgestgjafa getur verið auðveldara að taka á móti gestum. Samgestgjafar geta sinnt ýmsum þáttum sem snúa að gestaumsjóninni, allt frá ræstingum og undirbúningi til móttöku og umönnun gesta. Þeir geta aðstoðað þig á marga vegu og þú getur nú tilgreint aðgangsheimildir fyrir hvern samgestgjafa til að velja hvernig aðgangi og umsjón viðkomandi með skráningunni er háttað.

Aðgangsheimildir samgestgjafa

Aðgangsheimildir samgestgjafa stýra aðeins aðgangi viðkomandi að skráningu þinni á Airbnb. Þú ættir eftir sem áður að greina samgestgjöfum þínum frá því hvernig þeir geta aðstoðað þig í kringum eignina sjálfa. Sem skráningarhafi berð þú ábyrgð á samgestgjöfum þínum — jafnvel þeim með fulla aðgangsheimild. Gættu því þess að velja viðkomandi af kostgæfni.

Tilgreindu aðgangsheimildir samgestgjafa sem henta þeim verkum sem sinna skal:

  • Full aðgangsheimild: Samgestgjafinn þinn getur sent gestum skilaboð og uppfært dagatalið. Viðkomandi getur haft umsjón með skráningunni, þar með töldu verði og öðrum þáttum ásamt því að hafa umsjón með bókunum og afbókunum, samþykkt og hafnað ferðabeiðnum og haft umsjón með beiðnum í úrlausnarmiðstöðinni. Viðkomandi getur bætt við eða fjarlægt samgestgjafa, breytt aðgangsheimildum og úthlutað sér eða öðrum samgestgjafa stöðu aðalgestgjafa skráningarinnar.
  • Innhólfs- og dagatalsheimild: Samgestgjafinn getur sent gestum skilaboð og skoðað dagatalið en ekki breytt því.
  • Dagatalsheimild: Samgestgjafinn getur skoðað en ekki breytt dagatalinu.

Athugaðu að enginn samgestgjafi getur skoðað eða breytt útborgunarmáta eða skattaupplýsingum skráningarhafa eða annars samgestgjafa. Skráningarhafar einir geta stillt eða breytt útborgunum til samgestgjafa. Samgestgjafar geta ekki stofnað endurgreiðslubeiðnir samkvæmt eignavernd gestgjafa.

Allir samgestgjafar tilteknar skráningar geta sent skilaboð til gestgjafa eða annars samgestgjafa sömu skráningar. Kynntu þér nánar hvernig skilaboð milli gestgjafa og samgestgjafa ganga fyrir sig.

Val á réttu aðgangsheimildunum

Samgestgjöfum sem bætt var við skráningu þína áður en við kynntum þessar aðgangsheimildir njóta sjálfkrafa fullrar aðgangsheimildar. Þegar þú býður nýjum samgestgjafa fyrir skráningu þína þarftu að tilgreina aðgangsheimildir viðkomandi. Þú getur breytt aðgangsheimildum samgestgjafa hvenær sem er og breyting á heimildum hefur ekki áhrif á útborganir til samgestgjafa.

Þessar upplýsingar geta hjálpað þér að ákvarða hvaða aðgangsheimildir virka best fyrir hvern samgestgjafa miðað við verkin sem viðkomandi sinnir og samkomulag ykkar.


FULL AÐGANGSHEIMILD

INNHÓLFS- OG DAGATALSHEIMILD

DAGATALSHEIMILD

Umsjón með skráningum og samgestgjöfum

Breyting á dagatali og regluleg uppfærsla á framboði eignarinnar

x

x

Umsjón með verðstillingum, þar á meðal árstíðarbundnu verði og afslætti fyrir lengri gistingu

x

x

Umsjón með skráningarupplýsingum, svo sem skráningartitlum og lýsingum, taka og setja inn myndir ásamt breytingu á öðrum upplýsingum

x

x

Bjóða eða taka út aðra samgestgjafa án sérstaks samþykkis skráningarhafa


x

x

Fá aðstoð frá Airbnb vegna mála sem varða aðganginn að Airbnb eða útborganir viðkomandi sem samgestgjafa

Taka við útborgunum samgestgjafa

Yfirfarðu tekjustjórnborðið, þar á meðal væntanlegar og greiddar útborganir

x

x

x

Skoða útborganir til samgestgjafa sem skráningarhafi hefur sett upp

x

x

Umsjón með aðgangsheimildum samgestgjafa (þ.m.t. þeirra sjálfra)

x

x

Sendu skilaboð gestgjafa eða annars samgestgjafa

Skoða samskiptaupplýsingar annarra samgestgjafa

Stilling á aðalgestgjafa skráningarinnar

x

x

Taka sig út sem samgestgjafa

Umsjón með bókunum og gestum

Samþykkja eða hafna ferðabeiðnum

x

x

Útbúðu eða svaraðu breytingabeiðnum á ferð og hafðu umsjón með afbókunum ásamt breytingum á dagsetningum ásamt gestafjölda

x

x

Skoða dagatalið til að nálgast upplýsingar um inn- og útritunartíma gesta

Samskipti við gesti með skilaboðum til að kynnast gestum, svara spurningum, leysa úr vandamálum og skipuleggja inn- og útritun

x

Fá aðstoð frá Airbnb vegna mála sem varða bókanir eða gesti

x

Senda eða óska eftir greiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina

x

x

Skrifa umsagnir um gesti

x

x

Svona breytir þú heimildum fyrir samgestgjafa

Svona velur þú hverju samgestgjafi hefur aðgang að í skráningu þinni:

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á samgestgjafar og veldu síðan samgestgjafann
  4. Tilgreindu heimildir samgestgjafa og smelltu á vista

Ef þú þarft að loka á aðgang samgestgjafa að skráningunni skaltu kynna þér hvernig þú fjarlægir samgestgjafa.

Svona býður þú nýjum nýjum samgestgjafa og tilgreinir aðgangsheimildir

Svona bætir þú nýjum samgestgjafa við skráninguna þína:

  1. Smelltu á skráningar og veldu á skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á samgestgjafar Smelltu á bjóða samgestgjafa
  4. Bættu við landi/svæði viðkomandi, símanúmeri eða netfangi og smelltu á næsta
  5. Veldu viðeigandi aðgangsheimildir fyrir samgestgjafann og smelltu á næsta
  6. Yfirfarðu og smelltu á senda


Athugaðu: Gestgjafar, og samgestgjafar með fulla aðgangsheimild, bera ábyrgð á því að samgestgjafar hafi samþykkt að fá boð með textaskilaboðum eða tölvupósti. Hafðu í huga að aðeins skráðir notendur á Airbnb geta fengið boð með textaskilaboðum og það fer eftir staðsetningu samgestgjafans eða aðgangsstillingum. Ef þeir hafa ekki gert það nú þegar þurfa nýir samgestgjafar að ljúka staðfestingu á auðkenni áður en þeir geta samþykkt boð.

Finndu reyndan samgestgjafa

Samgestgjafi getur verið vinur, fjölskyldumeðlimur eða aðili sem þú ræður sérstaklega til að hafa umsjón með skráningunni. 

Ef þú ert að leita að mögulegum samgestgjafa er í sumum löndum* hægt að fá til liðs við sig reyndan samgestgjafa í nágrenninu sem hefur reynslu af gestaumsjón á Airbnb og býður upp á ýmsa þjónustu til aðstoðar við gestgjafa. Þú munt áfram hafa fulla stjórn á skráningu þinni á meðan þú nýtur þeirrar aðstoðar sem þú þarft. Finndu reyndan samgestgjafa í nágrenninu og byrjaðu að ræða samstarfið.

Verkvangurinn fyrir þjónustu reyndra samgestgjafa gerir gestgjöfum kleift að tengjast reyndum samgestgjöfum sem bjóða upp á ýmsa þjónustu tengda gestaumsjón. Þessi verkvangur er rekinn af Airbnb Living LLC ásamt Airbnb GSL Ltd og stendur til boða eins og er í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi, í Brasilíu, í Ástralíu og á Bretlandi.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestgjafi

    Samgestgjafar: Kynning

    Samgestgjafar aðstoða eigendur við að sjá um gistiaðstöðu þeirra og gesti. Yfirleitt er um að ræða fjölskyldumeðlim, nágranna, áreiðanlegan …
  • Gestgjafi

    Að bæta samgestgjöfum við skráningu

    Þú getur bætt allt að 10 samgestgjöfum við skráningu. Veldu fjölskyldumeðlimi, vini, nágranna eða einstakling sem þú treystir og sem getur h…
  • Gestgjafi

    Munurinn á samgestgjöfum og gestgjafateymum

    Gestgjafateymi er yfirleitt fyrirtæki eða hópur fólks sem skráningarhafinn hefur undirritað löggildan samning við. Málum er háttað með óform…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning