Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Svona ganga útborganir samgestgjafa fyrir sig

Sem gestgjafi getur þú sett upp og deilt útborgunum með samgestgjafa á Airbnb. Þú þarft að velja eina leið til að deila útborgunum með samgestgjafa þínum fyrir bókanir.

Hvaða útborgunum geta gestgjafar deilt

  • Ræstingagjald: Þú kemur með til að deila upphæðinni sem þú tilgreindir sem ræstingagjald í skráningarupplýsingunum
  • Ræstingagjald ásamt prósentuhlutfalli: Þú kemur til með að deila upphæðinni sem þú tilgreindir sem ræstingagjald í skráningarupplýsingunum, auk tiltekins prósentuhlutfalls fyrir hverja bókun (að frátöldu ræstingagjaldinu)
  • Útborganir með prósentuhlutfalli: Þú tilgreinir prósentuhlutfallið sem þú vilt deila af hverri bókun og velur síðan hvort þú vilt bæta ræstingagjaldinu við þá upphæð eða ekki
  • Útborganir með fastri upphæð: Tilgreindu upphæðina sem þú vilt deila af útborgun hverrar bókunar

Hægt er að setja upp útborganir fyrir samgestgjafa, óháð aðgangsheimildum. Ákveðnar svæðisbundnar takmarkanir gætu átt við eftir staðsetningu gestgjafans eða samgestgjafans sem takmarka möguleikann á að nota þennan eiginleika.

Hvernig þetta gengur fyrir sig

Sá gestgjafi sem er skráningarhafi getur einn sett upp útborganir til samgestgjafa. Samgestgjafar geta ekki sett upp útborganir fyrir sjálfa sig né aðra samgestgjafa.

Samgestgjafinn hefur 14 daga til að samþykkja eða hafna eftir að gestgjafi hefur sett upp útborgun til samgestgjafa. Ef samgestgjafinn hafnar en vill samt fá útborganir getur gestgjafi sent nýja tillögu.

Þegar samgestgjafi staðfestir útborganir getur viðkomandi fengið útborgað fyrir bókanir eftir að gestir innrita sig. Allar breytingar sem gestgjafi gerir á núverandi útborgunarstillingum samgestgjafans taka aðeins gildi fyrir bókanir sem hefjast eftir að viðkomandi samþykkir breytingarnar.

Allir gestgjafar og samgestgjafar verða að setja upp minnst einn útborgunarmáta til að fá greitt, staðfesta auðkenni sitt þar sem þess er krafist og framvísa tilskildum upplýsingum skattgreiðanda.

Innifaldar útborganir

Gestgjafar geta aðeins deilt útborgunum með samgestgjafa fyrir gistingu á Airbnb. Bókanir á upplifunum, endurgreiðslur samkvæmt eignavernd gestgjafa og útborganir frá úrlausnarmiðstöðinni eru til dæmis ekki innifaldar.

Hvenær þú færð útborgað

Útborganir gestgjafa og samgestgjafa eru millifærðar um sólarhring eftir að gestur innritar sig og úrvinnslutími þeirra fer eftir útborgunarmáta viðkomandi. Frekari upplýsingar um meðalúrvinnslutíma fyrir hvern útborgunarmáta.

Ef bókunin er langdvöl millifærum við útborgun fyrir fyrsta mánuðinn um það bil sólarhring eftir að gesturinn innritar sig og við sendum allar útborganir mánaðarlega það sem eftir er af dvöl gestsins.

Hvar þú nálgast útborganir þínar

Þegar bókun hefur verið staðfest getur þú séð útborgunarupphæð samgestgjafa í tekjustjórnborðinu. Frekari upplýsingar um hvar má nálgast útborgunarupplýsingar.

Svona eru útborganir reiknaðar út

Útborganir til samgestgjafa reiknast út frá mögulegum tekjum gestgjafa fyrir hverja bókun.

Til að reikna út mögulegar tekjur gestgjafa fyrir tiltekna bókun, margfaldar þú gistináttaverðið með fjölda gistinátta og bætir við aukagjöldum ef við á, eins og ræstingagjaldi. Dragðu síðan þjónustugjald gestgjafa frá ásamt öðrum sköttum og gjöldum ef við á.

Útborganir til samgestgjafa eru síðan reiknaðar út frá mögulegum tekjum gestgjafa fyrir hverja bókun, ásamt tilgreindum útborgunarstillingum gestgjafans, sem geta verið: Ræstingagjald, ræstingagjald ásamt prósentuhlutfalli af hverri bókun (að frátöldu ræstingagjaldinu), prósentuhlutfall af hverri bókun (að ræstingagjaldinu með- eða frátöldu) eða föst upphæð af hverri bókun. Frekari upplýsingar um hvernig útborganir eru reiknaðar út.

Mikilvægt: Ef mögulegar tekjur gestgjafa duga ekki til að standa straum af útborgun til samgestgjafa, gæti samgestgjafinn fengið lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Gestgjafinn og sumir samgestgjafar gætu auk þess ekki fengið útborganir, eða fengið þær að hluta til, eftir því hvernig útborgunarstillingum er hagað; sérstaklega ef útborganir eru settar upp fyrir marga samgestgjafa. 

Skattar og útborganir

Útborganir samgestgjafa hafa ekki áhrif á upphæðina sem verður tilgreind skráningarhafa í sambandi við skattframtal. Skráningarhafar fá skattgögn þar sem heildarupphæð bókana kemur fram og samgestgjafar fá skattgögn sem ná yfir þá upphæð sem þeir hafa tekið við í samræmi við það sem skráningarhafinn tilgreinir.

Svona setur þú upp eða breytir útborgunum til samgestgjafa

Einungis skráningarhafi getur sett upp og breytt útborgunum til samgestgjafa.

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á samgestgjafar og veldu hvaða samgestgjafa þú vilt setja upp útborganir fyrir
  4. Smelltu á útborganir og veldu á milli eftirfarandi valkosta til að deila útborgunum: Ræstingagjald, ræstingagjald ásamt prósentuhlutfalli, prósentuhlutfall eða föst upphæð
  5. Smelltu á fá staðfestingu samgestgjafa

Samgestgjafinn þarf að staðfesta áður en viðkomandi getur tekið á móti útborgunum. Ef þú vilt breyta útborgunarstillingunum áður en samgestgjafi þinn staðfestir tillöguna, þarftu að hætta við hana og senda nýja.

Hafðu í huga að allar breytingar sem gerðar eru á núverandi útborgunum munu einungis eiga við um útborganir til samgestgjafa fyrir bókanir sem hefjast eftir að samgestgjafinn staðfestir breytingarnar.

Ef þú deilir ræstingagjaldinu og vilt breyta upphæðinni getur þú kynnt þér hvernig ræstingagjaldi er breytt í skráningarupplýsingum þínum. Hafðu í huga að breyting á ræstingagjaldi krefst ekki staðfestingar samgestgjafa, en viðkomandi fær þó tilkynningu um breytinguna.

Að fara yfir eða hætta við tillögu að útborgun sem er í vinnslu

Þú getur gert eftirfarandi áður en samgestgjafi þinn staðfestir:

  1. Smelltu á skráningar og veldu á skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á samgestgjafar og veldu samgestgjafann
  4. Smelltu á útborganir til að nálgast útborgunarupplýsingar
  5. Til að hætta við tillöguna smellir þú á hætta við tillögu

Svona hættir þú að deila útborgunum til samgestgjafa

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á samgestgjafar og veldu samgestgjafann
  4. Smelltu á útborganir til að nálgast útborgunarupplýsingar
  5. Smelltu á stöðva útborganir og svo á já, hætta útborgunum


Ef útborganir eru teknar út þýðir það að samgestgjafinn fær ekki greitt fyrir bókanir sem hefjast eftir að þú hættir að deila. Gakktu því úr skugga um að það sé í lagi áður en útborganir eru teknar út. Samgestgjafinn fær tilkynningu um að útborganir hafi stöðvast. Þú (eða samgestgjafi með fulla aðgangsheimild) getur einnig fjarlægt útborganir með því að fjarlægja samgestgjafa frá skráningunni og viðkomandi samgestgjafi fær einnig tilkynningu um það.

Undantekningar á útborgunum

Þegar mögulegar tekjur gestgjafa eru hærri en heildarupphæð allra útborgana til samgestgjafa, verður samgestgjöfum greitt fyrst og eftirstöðvarnar fara til gestgjafans. Í sumum tilvikum er ekki víst að samgestgjafi eða gestgjafi fái útborgun, eða fái minna en gert var ráð fyrir.

Þegar útborganir samgestgjafa eru hærri en mögulegar tekjur gestgjafans

Ef mögulegar tekjur gestgjafa fyrir tiltekna bókun eru lægri en heildarupphæð allra útborgana til samgestgjafa, er ekki víst að samgestgjafi eða -gestgjafar fái útborgað, eða fái minna en gert var ráð fyrir. Þetta getur einnig leitt til þess að gestgjafinn fái enga útborgun.

Þegar gestur afbókar

Allar útborganir til gestgjafa sem tengjast bókunum eru meðhöndlaðar á sama hátt fyrir samgestgjafa, jafnvel þótt gestgjafinn fái aðeins hluta af útborguninni vegna afbókunar.

Sem dæmi, ef hætt er við bókun að virði USD 150 og mögulegar tekjur gestgjafans verða þar af leiðandi USD 50 en útborgun samgestgjafa er 10% fyrir hverja bókun (að frátöldu ræstingagjaldinu), þá fær samgestgjafinn USD 5 útborgað en gestgjafinn fær USD 45.

Þegar gestgjafi eða samgestgjafi fellir niður bókun eftir innritun

Ef gestgjafi eða samgestgjafi með fulla aðgangsheimild fellir niður bókun gests eftir að Airbnb hefur millifært útborgun, drögum við endurgreiðslufjárhæðina af næstu útborgunum þar til upphæðinni hefur verið náð að fullu. Þetta þýðir að ekki er víst að samgestgjafi eða gestgjafi fái útborgað, eða fái minna en gert var ráð fyrir. Þetta birtist gestgjöfum og samgestgjöfum sem leiðrétting á tekjustjórnborðinu.

Útborganir til samgestgjafa frá og með 12. október 2023

Ef tvær eða fleiri útborganir samgestgjafa eru settar upp á skráningu verður mögulegum tekjum gestgjafa deilt með samgestgjöfum frá og með 12. október 2023 í eftirfarandi röð:

  1. Ræstingagjald eitt og sér
  2. Ræstingagjald ásamt prósentuhlutfalli af bókunarupphæðinni, að frátöldu ræstingagjaldi
  3. Prósentuhlutfall bókunar (að frátöldu ræstingagjaldinu), frá hæstu upphæð til þeirrar lægstu
  4. Prósentuhlutfall bókunar (að meðtöldu ræstingagjaldinu), frá hæstu upphæð til þeirrar lægstu
  5. Föst upphæð fyrir hverja bókun, frá hæstu upphæð til þeirrar lægstu

Eftirstöðvar að loknum útborgunum til samgestgjafa fara allar til gestgjafans.

Dæmi um útborgunarröð frá og með 12. október 2023:


Ræstingagjald ásamt prósentuhlutfalli (að frátöldu ræstingagjaldinu)

Prósentuhlutfall, að frátöldu ræstingagjaldinu

Prósentuhlutfall, að meðtöldu ræstingagjaldinu

Föst upphæð

Afgreiðsluröð

Útborganir í fyrsta tilviki: Mögulegar tekjur gestgjafans eru USD 500 (USD 400 fyrir bókunina + USD 100 í ræstingagjald)

Útborganir í öðru tilviki: Mögulegar tekjur gestgjafans eru USD 200 (USD 100 fyrir bókunina + USD 100 í ræstingagjald)

Samgestgjafi 1

USD 100 í ræstingagjald + 5%

-

-

-

1

USD 120

USD 105

Samgestgjafi 2

-

20%

-

-

2

USD 80

USD 20

Samgestgjafi 3

-

10%

-

-

3

USD 40

USD 10

Samgestgjafi 4

-

-

-

USD 35

4

USD 35

USD 35

Gestgjafi

-

-

-

-

5

Eftirstöðvar eru USD 225

Eftirstöðvar eru USD 30

Dæmi um hvernig útborganir afgreiðast frá og með 12. október 2023 þar sem fyrirhuguð útborgun til samgestgjafa er hærri en heildarupphæðin sem gestgjafi fær í tekjur:


Ræstingagjald ásamt prósentuhlutfalli (að frátöldu ræstingagjaldinu)

Prósentuhlutfall, að frátöldu ræstingagjaldinu

Prósentuhlutfall, að meðtöldu ræstingagjaldinu

Föst upphæð

Afgreiðsluröð

Útborganir: Mögulegar tekjur gestgjafans eru USD 500 (USD 400 fyrir bókunina + USD 100 í ræstingagjald)

Samgestgjafi 1

USD 100 í ræstingagjald + 40%

-

-

-

1

USD 260

Samgestgjafi 2

-

30%

-

-

2

USD 120

Samgestgjafi 3

-

20%

-

-

3

USD 80

Samgestgjafi 4

-

-

-

USD 50

4

USD 40

Gestgjafi

-

-

-

-

5

USD 0

Útborganir til samgestgjafa fyrir 12. október 2023

Fyrir 12. október 2023, þegar útborgunum var deilt með tveimur eða fleiri samgestgjöfum, var mögulegum tekjum gestgjafa deilt með samgestgjöfum í eftirfarandi röð:

  1. Fastar útborganir, frá hæstu upphæð til þeirrar lægstu
  2. Útborganir með prósentuhlutfalli og lágmarksupphæð, frá hæstu upphæð til þeirrar lægstu
  3. Útborganir með prósentuhlutfalli án lágmarksupphæðar

Eftirstöðvar að loknum útborgunum til samgestgjafa fóru til gestgjafans.

Dæmi um útborgunarröð fyrir 12. október 2023:


Prósentuhlutfall fyrir hverja bókun


Valfrjáls lágmarksupphæð

Föst upphæð fyrir hverja bókun

Afgreiðsluröð

Útborganir í tilviki 1: Mögulegar tekjur gestgjafa eru USD 150

Útborganir í tilviki 2: Mögulegar tekjur gestgjafa eru USD 300

Samgestgjafi 1

-

-

USD 100

1

USD 100

USD 100

Samgestgjafi 2

25%

USD 10

-

2

USD 37,50

USD 75

Samgestgjafi 3

20%

-

-

3

USD 12,50

USD 60

Gestgjafi

-

-

-

4

USD 0

Eftirstöðvar eru USD 65

Svæðisbundnar takmarkanir

Útborganir sem deilt er með samgestgjafa eru háðar ákveðnum takmörkunum sem fara eftir staðsetningu þinni, samgestgjafans og eignarinnar. Eftirfarandi takmarkanir eiga við:

Gestgjafar og samgestgjafar staðsettir utan Bandaríkjanna og ESB

  • Gestgjafar geta aðeins deilt útborgunum með einum samgestgjafa fyrir hverja skráningu

Brasilía

  • Gestgjafar geta aðeins deilt útborgunum með einum samgestgjafa fyrir hverja skráningu
  • Gestgjafinn og samgestgjafinn verða að hafa sama búsetuland til að geta deilt útborgunum

Kanada

  • Gestgjafar geta aðeins deilt útborgunum með einum samgestgjafa fyrir hverja skráningu
  • Gestgjafinn og samgestgjafinn verða að hafa sama búsetuland til að geta deilt útborgunum

Indland

  • Gestgjafar geta aðeins deilt útborgunum með einum samgestgjafa fyrir hverja skráningu
  • Gestgjafinn og samgestgjafinn verða að hafa sama búsetuland til að geta deilt útborgunum

Mexíkó

  • Ekki er hægt að deila útborgunum fyrir eignir í Mexíkó eins og er
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning