Stafrænt aðgengi hjá Airbnb
Svona auðveldum við ferðalög hjá okkur.

Endurbættar leitarsíur
Við höfum einfaldað aðgengissíurnar okkar til að bjóða enn betri leitarupplifun.
Yfirferð á aðgengi
Við yfirförum alla aðgengiseiginleika sem heimilisgestgjafar tilgreina til að tryggja að allt standist.


Einstaklingsspjall við gestgjafa
Spjallaðu við gestgjafa til að fá frekari upplýsingar um aðgengiseiginleika heimilis eða upplifunar.

Hlustaðu á stafræna aðgengisyfirlýsingu Airbnb
Stafrænt aðgengi hjá Airbnb
Airbnb leitast við að fylgja evrópskum aðgengislögum ásamt leiðbeinandi tilmælum um aðgengi að vefefni (WCAG 2.1 Level AA) á vefsíðu okkar og í farsímaforritum.
Þetta gerum við með því að
- Innleiða verkferla fyrir stafrænt aðgengi í hönnun okkar og forritunarferlum
- Veita starfsfólki okkar stöðuga aðgengisþjálfun og úrræði
- Hafa bæði gæðaprófendur sem vinna hjá okkur og sem eru í verktöku
- Viðhalda þverfaglegu teymi sem sérhæfir sig í að fylgjast með og taka á vandamálum varðandi stafrænt aðgengi á vefsvæði okkar og farsímaforritum
- Þjálfa þjónustufulltrúa okkar í að takast á við vandamál varðandi stafrænt aðgengi
Athugasemdir
Okkur þykir vænt um allar athugasemdir sem berast varðandi stafrænar aðgengisvenjur Airbnb. Endilega sendu okkur tölvupóst á digital-accessibility@airbnb.com til að hafa samband.
Sérhæfðir starfshópar
Hjá Airbnb starfa teymi við að búa til vörur sem allir geta notað. Þessi teymi vinna með tölvunarfræðingum, hönnuðum og öðrum í fyrirtækinu til að tryggja að vörur séu hannaðar með aðgengi í huga.
Tæknilegar upplýsingar okkar fyrir stafrænt aðgengi
Markmið okkar er að hönnunin sé aðgengileg í öllum vöfrum og tækjum.
Nothæfi fyrir vafra, aðstoðartækni og tæki
Airbnb gerir reglulega úttekt og úrbætur á eftirfarandi aðgengisþáttum:
Skjálesurum- Upplestur
- Upplestur í tölvu fyrir macOS: Vefprófanir með Safari-vafra
- Upplestur í farsímaappi með iOS: Vefprófanir í Safari-farsímavafra
- Upplestur í farsímaappi á iOS: prófun í appi
- Talskýringum
- Talskýringar í farsímaappi með Android: Vefprófanir í Chrome farsímavafra
- Talskýringar í farsímaappi með Android: prófun í appi
- JAWS með Microsoft Edge
- NVDA með Mozilla Firefox
- Lyklaborðsstýringar
- Vefvafri í tölvu með Windows
- Vefvafri í tölvu með macOS
- Leturstækkun: Android símastýrikerfi
- Leturstillingar: iOS símastýrikerfi
- Stillanlegar leturstærðir: Sérhannaðar leturstærðir á vefnum eru prófaðar með Chrome fyrir tölvu og Safari í farsíma fyrir iOS
- iPhone 7 er elsti síminn sem við prófum með iOS.
- Við prófum Android meðal annars á tækjum frá Samsung og Google. Pixel 3 og Galaxy S8 símarnir eru elstu gerðirnar sem notaðar eru til prófunar.
- Ef villa kemur upp í eldra tæki eða stýrikerfi athugum við hvort vandamálið sé til staðar í núverandi útgáfu appsins og forgangsröðum villum svo og finnum lausnir.
- Ef vandamálið er ekki í nýjustu útgáfunni forgangsröðum við því miðað við alvarleika þess og nýrri vandamál.
Takmarkanir og önnur úrræði
Þrátt fyrir að við gerum okkar besta til að tryggja aðgengi að Airbnb erum við háð nokkrum takmörkunum. Hér að neðan er lýsing á þekktum takmörkunum og mögulegum úrlausnum. Hafðu samband við okkur ef þú tekur eftir vandamáli sem kemur ekki fram hér að neðan.
Þekktar takmarkanir hjá Airbnb: Myndir frá viðskiptavinum- Mögulega birtast ekki lýsingar við skráningarmyndir, notandamyndir viðskiptavina og aðrar upphlaðnar myndir. Gestgjafar setja inn eigin skráningarmyndir og geta gefið lýsingu í vafra á tölvu. Airbnb gerir ekki kröfu um það.
- Við erum að kanna möguleikann á að útbúa sjálfvirka lýsingu á skráningarmyndum. Þessa lausn mætti þá einnig nota fyrir aðrar upphlaðnar myndir.
- Efni sem birtist á verkvöngum Airbnb í gegnum óháða söluaðila er mögulega ekki aðgengilegt vegna þess að þessir söluaðilar standast ekki endilega aðgengisstaðla okkar. Ef aðgengisvandamál kemur upp í gæðaprófunarferli okkar höfum við samband við viðkomandi söluaðila og óskum eftir því að það verði lagað.
- Samningar við nýja söluaðila hafa ákvæði um aðstoð tengda WCAG 2.1 Level AA en þetta gildir ekki bakvirkt um fyrirliggjandi samninga.
- Airbnb prófar samhæfni verkvangsins ekki á spjaldtölvum. Þetta gæti leitt til þess að orð skiptist furðulega á milli lína og orðið til þess að notendaupplifun sé slakari þegar spjaldtölvur eru notaðar.
- Airbnb prófar ekki hvort verkvangur okkar virki með öppum þegar notað er lyklaborð eða skjár með blindraletri. Þetta gæti leitt til slakrar notendaupplifunar fyrir viðskiptavini sem nota app okkar með slíkum búnaði.
- Eins og er stendur ekki til að bæta skoðun á lyklaborðum eða blindraletursskjám í gæðaprófunum okkar.
- Vefnotendur geta opnað aðgengisstillingar eftir að hafa skráð sig inn. Notendur appsins geta opnað aðgengisstillingar hvort sem þeir eru innskráðir eða ekki.
Aðgengiseiginleikar
Við vitum að aðgengi er persónubundið en hér eru nokkrar ráðstafanir sem við höfum gert til að vinna að bættu aðgengi hjá Airbnb.
Myndrænt aðgengi- Stuðningur við skjálesara
- Lágmarks litaskil
- Viðbragðsþýð vefhönnun
- Stækkun leturs, sérstillingar, stillingar fyrir leturstærð
- Skjátextar fyrir myndbönd
- Myndlýsingar fyrir efni frá Airbnb
- Flýtilyklar á vefnum
- Kortastýringar með aðdrætti
- Stýripinnar á korti
- Stilling fyrir hægari hreyfingar
- Stillingar til að koma í veg fyrir sjálfvirka spilun myndbands
- Valkosturinn til að „sýna fleiri skráningar“ (í stað þess að fletta endalaust)
- Slökkt sjálfkrafa á hljóði
Til að bæta aðgengi hjá okkur eigum við í samstarfi við:




Við erum þér innan handar
Frekari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöðinni.
Hvernig nota ég leitarsíur?
Auðvelt er að nota leitarsíurnar okkar til að sýna aðeins skráningar með þeim aðgengiseiginleikum sem þú þarfnast. Frekari upplýsingar um leit að gistingu með aðgengiseiginleikum eða leit að upplifunum með aðgengiseiginleikum.
Hvernig yfirfer Airbnb aðgengiseiginleika?
Gestgjafar þurfa að senda inn myndir af aðgengiseiginleikum sínum og upplifunargestgjafar þurfa að senda inn skriflega lýsingu. Svo yfirfer sérhæfður starfshópur Airbnb þær með tilliti til nákvæmni ljósmynda og gæða lýsingar, í þeirri röð.
Get ég komið með aðstoðarfólk eða einstakling sem styður mig í upplifun?
Upplifunargestgjafar geta leyft umönnunaraðila að koma með skjólstæðingum sínum sem eru gestir, að kostnaðarlausu. Á Airbnb teljum við umönnunaraðila vera einstakling sem er eldri en 18 ára og aðstoðar reglulega einstakling með fötlun, geðsjúkdóm eða langvarandi veikindi við daglegar athafnir. Frekari upplýsingar um umönnunaraðila okkar og viðeigandi reglur um upplifanir fyrir gesti og gestgjafa.
Má ég hafa með mér þjónustudýr?
Okkur er ljóst að þjónustudýr skipta sköpum fyrir eigendur sína. Það er ástæða þess að gestir þurfa ekki að greina frá því að þeir komi með þjónustudýr áður en þeir bóka en við mælum þó alltaf með skýrum samskiptum til að tryggja að upplifun allra sé góð. Frekari upplýsingar um reglur um þjónustudýr fyrir gesti og gestgjafa.
Hvernig geta gestgjafar aðstoðað gesti með aðgengisþarfir?
Aðgengileiki eigna fer eftir þörfum hvers og eins gests. Þess vegna veitum við gestgjöfum leiðbeiningar um hvernig megi gefa skýrar og nákvæmar upplýsingar um eignir og hvetjum þá til að eiga í samskiptum við gesti. Frekari upplýsingar um að taka á móti gestum með aðgengisþarfir. Frekari upplýsingar um að taka á móti gestum með aðgengisþarfir.
Hvernig geta gestgjafar bætt aðgengiseiginleikum við skráningar?
Eignir gætu verið aðgengilegri en gestgjafar halda. Hægt er að breyta hverju herbergi skráningarinnar og staðfesta alla aðgengiseiginleika með a.m.k. einni skýrri mynd. Frekari upplýsingar um að bæta aðgengiseiginleikum við skráningar á gistingu. Frekari upplýsingar um að bæta aðgengiseiginleikum við skráningar upplifana.