Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Leitaðu að upplifunum með aðgengiseiginleikum

Við erum þeirrar skoðunar að allir geti átt alls staðar heima og við viljum auðvelda fötluðu fólki og öðrum með aðgengisþarfir að ferðast.

Nú getur þú leitað að upplifun sem býður upp á aðgengiseiginleika eins og aðgengilegt baðherbergi eða upplifun á táknmáli.

Aðgengiseiginleikar

Þú getur síað upplifanir eftir eftirfarandi eiginleikum:

Hreyfanleiki

  • Engir stigar eða þrep
  • Aðgengilegt baðherbergi
  • Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
  • Yfirborð slétt að mestu leiti

Samskipti

  • Munnlegar upplýsingar eða á hljóðformi
  • Táknmál
  • Tækni fyrir heyrnarlausa
  • Leiðsögn fyrir blint fólk

Skynfæri

  • Engin öflug skynörvun
  • Rólegt hvíldarrými

Aðstoðarfólk

  • Enginn kostnaður fyrir fólk sem aðstoðar gesti með fötlun

Frekari upplýsingar um aðstoðarfólk.

Til að sía eftir aðgengiseiginleikum:

  1. Sláðu inn áfangastað og þá dagsetningu eða dagsetningar sem þú vilt
  2. Þegar leitarniðurstöðurnar birtast, smelltu á síur
  3. Smelltu á velja aðgengiseiginleika
  4. Veldu þá eiginleika sem þú þarft til að njóta upplifunarinnar og smelltu á vista

Hvar má finna upplýsingar um aðgengi í lýsingu upplifunarinnar

Hér geturðu nálgast frekari upplýsingar um aðgengiseiginleika upplifunarinnar og ákvarðað hvort þeir fullnægi þörfum þínum, nú þegar þú hefur fundið upplifun sem býður upp á aðgengiseiginleika.

  • Lýsing upplifunar: Gestgjafar geta sett aðgengisupplýsingar í lýsingu upplifunarinnar
  • Aðgengishluti: Gestgjafar hafa bætt við ítarlegri lýsingu á þeim aðgengiseiginleikum sem þeir hafa valið
  • Hnappur til að hafa samband við gestgjafa: Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um aðgengiseiginleika upplifunarinnar eða ef þú þarft aðstoðarfólk til að taka þátt í upplifun með þér geturðu sent gestgjafanum skilaboð

Reglur gegn mismunun

Í samræmi við skuldbindingu okkar um að sýna öllum samkennd og virðingu er gestgjöfum ekki heimilt að hafna gestum á grundvelli fötlunar samkvæmt reglum okkar gegn mismunun. Við vinnum að því að auka aðgengi fatlaðra samfélagsmeðlima Airbnb með því að gefa gestgjöfum og gestum tækifæri til að skrá upplýsingar um aðgengi.

Var þessi grein gagnleg?
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning