Vertu á Airbnb.
Þú gætir unnið þér inn
Það er einfalt að vera á Airbnb með startpakka Airbnb
Einstaklingsbundin leiðsögn frá ofurgestgjafa
Við komum þér í samband við ofurgestgjafa á svæðinu sem mun leiðbeina þér frá fyrstu spurningu þinni til fyrsta gestsins, hvort sem það er símleiðis, í gegnum myndsamtal eða spjall.
Reyndur gestur fyrir fyrstu bókunina
Fyrir fyrstu bókun þína hefur þú val um að taka á móti reyndum gesti sem hefur lokið minnst þremur dvölum og fengið góðar umsagnir á Airbnb.
Sérhæf aðstoð frá Airbnb
Með einu pikki fá nýir gestgjafar aðgang að sérþjálfuðum þjónustufulltrúum sem geta aðstoðað við allt frá vandamálum tengdum aðgangi til reikningsgerðar.
Vertu á Airbnb og njóttu verndar frá A til Ö
Airbnb | Keppinautar | |
---|---|---|
Staðfesting á auðkenni gests | ||
Ítarlegt staðfestingarkerfi okkar fer yfir upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, opinber skilríki og fleira til að staðfesta auðkenni gesta sem bóka á Airbnb. | ||
Skimun á bókun | ||
Þessi tækni sem við búum yfir greinir hundruð þátta í hverri bókun og lokar á tilteknar bókanir sem bera þess merki að líkur séu á samkvæmishaldi sem gæti valdið truflunum og eignatjóni. | ||
Eignavernd upp að 3 m. Bandaríkjadala | ||
Airbnb endurgreiðir þér vegna tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum og veitir þér þessa sértæku vernd: | ||
List og verðmæti | ||
Bifreiðar og bátar | ||
Gæludýratjón | ||
Tekjutap | ||
Djúphreinsun | ||
Ábyrgðartrygging upp að 1 m. Bandaríkjadala | ||
Þú nýtur verndar ef svo ólíklega vill til að gestur verði fyrir meiðslum, eigur viðkomandi skemmist eða þeim sé stolið. | ||
Öryggisaðstoð allan sólarhringinn | ||
Ef þú óttast um öryggi þitt hefur þú aðgang að sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt, með einu pikki úr appinu okkar. |
Samanburðurinn byggir á opinberum upplýsingum og kostnaðarlausri þjónustu helstu keppinauta í október 2022. Hér má nálgast nánari upplýsingar og undanþágur.
Svör við
spurningum þínum
Hentar eignin mín fyrir Airbnb?
Gestir Airbnb hafa áhuga á alls konar stöðum. Við erum með skráningar fyrir smáhýsi, skála, trjáhús og fleira. Jafnvel aukaherbergi getur verið frábær gistiaðstaða.
Þarf ég stöðugt að vera til taks til að taka á móti gestum?
Alls ekki. Þú stjórnar dagatalinu þínu. Þú getur tekið á móti gestum einu sinni á ári, í nokkrar nætur á mánuði eða oftar.
Hversu mikil samskipti ætti ég að eiga við gesti?
Það er undir þér komið. Sumir gestgjafar kjósa að senda gestum aðeins skilaboð á lykilstundum, til dæmis nokkrar línur við innritun, á meðan öðrum finnst gaman að hitta gesti sína í eigin persónu. Þú hefur þann hátt á þessu sem hentar þér og gestum þínum.
Eru einhverjar ábendingar til að vera afbragðsgestgjafi á Airbnb?
Það skiptir sköpum að hafa undirstöðuatriðin á hreinu. Haltu eigninni hreinni, svaraðu gestum sem fyrst og veittu nauðsynleg þægindi eins og hrein handklæði. Þó ekki sé gerð krafa um það vilja sumir gestgjafar hafa persónulegt yfirbragð á hlutunum, eins og blóm í vasa eða lista yfir áhugaverða staði til að skoða í nágrenninu.
Kynntu þér fleiri ábendingar um gestaumsjón
Hver eru gjöld Airbnb?
Airbnb dregur almennt fast þjónustugjald sem nemur 3% af millisamtölu bókunar af útborgun þinni. Við innheimtum einnig gjald af gestum þegar þeir bóka. Á mörgum svæðum innheimtir Airbnb og greiðir einnig sölu- og ferðaskatt sjálfkrafa fyrir þína hönd.
Frekari upplýsingar um gjöld