Finndu rekstrinum nýtt heimili
Nú getur þjónusta þín náð til fólks í milljónatali á Airbnb.
Bjóddu það sem þú gerir best, með þjónustu Airbnb
Airbnb er ekki bara fyrir heimili.
Nú er það líka fyrir starfsemi eins og þína.
Veitingaþjónusta

Kokkar

Hársnyrting

Förðun

Nudd

Naglasnyrting

Einkaþjálfun

Ljósmyndun

Tilbúnar máltíðir

Snyrting og dekur
Opnaðu dyrnar fyrir heimi nýrra viðskiptavina
Náðu til milljóna manna nær og fjær á Airbnb.






390 milljónir gesta
á árinu 2024
81 milljarði Bandaríkjadala
varið á Airbnb á árinu 2024
390 milljónir telja bæði nýja gesti og fastagesti.
81 milljarður Bandaríkjadala í vergt bókunarvirði fyrir gistingu og upplifanir.Sýndu þína bestu hlið. Fáðu bókanir á augabragði.
Útbúðu framúrskarandi skráningu og nýttu þér hraðbókanir til að fylla dagatalið.
Svör við spurningum þínum
Algengar spurningar
Hentar þjónustan mín fyrir Airbnb? Þjónusta Airbnb er markaðstorg fyrir hágæðaþjónustu sem gerir dvöl gesta enn betri. Dæmi um þjónustu eru veitingaþjónusta, kokkaþjónusta, hársnyrting, förðun, nudd, naglasnyrting, einkaþjálfun, ljósmyndun, tilbúnar máltíðir og dekurmeðferðir. Frekari upplýsingar um þjónustuviðmið Airbnb. Hvernig sæki ég um? Það er auðvelt að hefjast handa. Byrjaðu á því að segja aðeins frá þér og þjónustunni sem þú býður. Settu síðan inn myndir, stilltu verð og sendu skráninguna inn til yfirferðar. Við gætum haft samband við þig með tillögur að breytingum eða óskað eftir því að þú framvísir réttindum eða sönnun á því að trygging sé til staðar. Þegar skráningin hefur hlotið samþykki getur þú birt hana og byrjað að bjóða viðskiptavinum þínum þjónustu þegar í stað. Hefjast handa. Hvað felst í gjöldum Airbnb? Það kostar ekkert að útbúa skráningu og senda inn til yfirferðar. Airbnb dregur sjálfkrafa 15% þjónustugjald af útborgun í hvert sinn sem þjónusta er bókuð.
Grunnatriði gestaumsjónar
Þarf ég að vera með starfandi fyrirtæki? Almennt er ekki nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki. Við gætum óskað eftir rekstrarleyfi frá þér en það fer eftir gildandi lögum þar sem þú ert og þjónustunni sem þú veitir. Frekari upplýsingar um gæðaviðmið okkar fyrir þjónustu. Hvernig geta gestir nálgast þjónustu mína? Þjónustu má nálgast á sérstökum flipa á Airbnb og hún getur birst gestum á mismunandi tímapunktum ferðarinnar, jafnt í leitarniðurstöðum, tillögum að afþreyingu, tölvupóstum og tilkynningum. Hvað er útborgun lengi að berast mér? Yfirleitt berst útborgun degi eftir að þjónusta er veitt en það fer eftir tegund þjónustunnar, útborgunarmáta þínum á Airbnb og viðkomandi fjármálastofnun.
Umsóknarferlið
Hvaða þátta er tekið tillit til við mat á þjónustu? Þjónusta á Airbnb fer í gegnum gæðamat með tilliti til þátta eins og reynslu, menntunar, vottorða, verðlauna, framboðs og úrvals, ferilmöppu og jákvæðra umsagna frá viðskiptavinum.
Hvernig lítur matsferlið út? Þú færð staðfestingu með tölvupósti ásamt upplýsingum um næstu skref þegar þú sendir inn skráningu. Allar innsendingar á þjónustu eru yfirfarnar af starfsfólki okkar og þú getur gert ráð fyrir að heyra frá okkur varðandi samþykki innan einnar til tveggja vikna. Get ég gert breytingar á skráningunni eftir að ég sendi hana inn? Já. Þú getur breytt atriðum á borð við lýsingu, verð og framboð jafnvel þótt skráningin hafi verið birt. Starfsfólk okkar fer yfir allar breytingar áður en þær eru birtar til að tryggja að allt standist. Hvað gerist ef þjónusta mín hlýtur ekki samþykki? Hafðu engar áhyggjur þótt þjónusta þín fái ekki strax samþykki. Við látum þig vita ef einhverjir annmarkar eru til staðar og hjálpum þér síðan að gera viðeigandi breytingar og senda aftur inn.Leyfi og tryggingar
Þarf ég að hafa rekstrarleyfi? Það fer eftir tegund skráningarinnar sem þú stofnar ásamt staðbundnum reglugerðum. Við látum þig vita hvort rekstrarleyfis eða annars sé þörf eftir að hafa farið yfir skráninguna og biðjum þig um að leggja fram viðbótargögn. Frekari upplýsingar um leyfiskröfur til þjónustugestgjafa. Þarf ég að vera með eigin tryggingu? Airbnb gerir kröfu um að þú sért með viðeigandi ábyrgðartryggingu fyrir rekstur þinn og við gætum farið fram á sönnun fyrir því að slík trygging sé til staðar. Veitir Airbnb tryggingu? Airbnb býður auk þess ábyrgðartryggingu sem veitir þjónustugestgjöfum vernd upp að 1 milljón Bandaríkjadala í þeim undantekningartilvikum að gestgjafinn beri lagalega ábyrgð á því að gestur eða aðrir verði fyrir meiðslum, eignatjóni eða þjófnaði meðan á þjónustu Airbnb stendur. Frekari upplýsingar um ábyrgðartryggingu fyrir þjónustugestgjafa.