Undirbúðu eignina þína

Komdu þér upp ræstingarferli, vertu með nóg af nauðsynjum og bættu við persónulegu ívafi.
Airbnb skrifaði þann 25. jan. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 25. jan. 2024

Fimm stjörnu gisting byggir á að öllum smáatriðum í eigninni sé veitt athygli. Hlýlegt heimili getur leitt til fyrstu frábæru umsagnanna.

Ítarleg þrif

Árangursríkir gestgjafar mæla með því að gera þrennt eftirfarandi til að halda eigninni tandurhreinni:

  • Leggðu áherslu á svæðin þar sem mesta umgegnin er. Þurrkaðu af borðplötum, hreinsaðu niðurföll og fylltu á sápuflöskur. Gakktu úr skugga um að engin hár hafi orðið eftir.

  • Hressaðu upp á öll herbergi. Opnaðu glugga til að lofta út, þurrkaðu ryk af öllum yfirborðum og þrífðu alla gólffleti, þ. á m. undir húsgögnum. Búðu um rúm með hreinum rúmfötum og vertu með hrein handklæði fyrir alla gesti.

  • Útbúðu gátlista yfir verk til að sinna á milli bókana. Fylgdu sömu verkferlum fyrir hverja innritun til að vera viss um að ekkert gleymist.

„Ég geri ráð fyrir sex klukkustundum á milli bókana til að hægt sé að þrífa almennilega,“ segir Daniel, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi á Kanaríeyjum á Spáni. „Eignin verður að líta alveg eins út og hún gerir á skráningarmyndunum á Netinu.“

Nóg af nauðsynjum til taks

Gestir gera ráð fyrir að eignin sé búin nauðsynjum. Þær eru:

  • Salernispappír
  • Sápa (fyrir hendur og líkama)
  • Eitt handklæði fyrir hvern gest
  • Einn koddi fyrir hvern gest
  • Rúmföt fyrir hvert gestarúm

Láttu gestum líða eins og heima hjá sér með því að bjóða upp hluti sem koma sér vel í hverju herbergi eignarinnar, til dæmis:

Eldhús

  • Borðáhöld sem nægja hámarksfjölda gesta
  • Kaffivél, teketil, potta og pönnur og eldunaráhöld
  • Salt, pipar og olíu til matargerðar
  • Uppþvottalög, uppþvottagrind og viskastykki eða pappírsþurrkur

Stofa

  • Sæti sem samsvara hámarksfjölda gesta
  • Sjónvarp sem býður upp á streymisveitur
  • Húsleiðbeiningar með leiðbeiningum um notkun tækja

Baðherbergi

  • Handklæði og baðmotta
  • Salernisbursti og drullusokkur
  • Hársápa, hárnæring og hárþurrka

Svefnherbergi

  • Gluggatjöld eða annað álíka og náttborð með lömpum
  • Skúffur eða herðatré fyrir föt og pláss fyrir farangur
  • Aukateppi og vifta eða hitari

Þegar þú hefur útbúið eignina skaltu prófa að gista þar í eina nótt eða fá vini til þess og veita síðan athugasemdir varðandi dvölina. Þú kemst fljótt að því sem vantar.

Áhersla á litlu atriðin

Gestir kunna að meta þegar gestgjafar veita litlu atriðunum athygli og bjóða upp á eitthvað aukalegt til að gera dvölina enn betri. Þetta geta verið hlutir eins og eyrnatappar, eyrnapinnar, borðspil, millistykki eða eitthvað sem hentar staðnum sérstaklega, svo sem regnhlífar eða strandhandklæði.

Margir reyndir gestgjafar segjast:

  • Gefa komuglaðning. Skildu eftir handskrifaðan miða, körfu af góðgæti frá staðnum eða eitthvað til að fagna sérstöku tilefni.
  • Skapa hlýleika með skreytingum. Leiddu hugann að því sem veitir þér slökun á ferðalagi. Vegglist, plöntur og púðar geta aukið notalegheit og gert eignina persónulegri.
  • Prenta húsleiðbeiningarnar. Komdu leiðbeiningunum fyrir þar sem gestir geta auðveldlega fundið þær, til dæmis á borðplötu.
  • Leggðu áherslu á sérstaka eiginleika. Nýttu skráningarlýsinguna til að tilgreina allt sem þú býður upp á og uppfyllir tilteknar þarfir, svo sem sérstaka vinnuaðstöðu eða aðgengiseiginleika.

„Ég er með ferðaleikgrind, barnastól, bækur og leikföng,“ segir Elsie, gestgjafi í Nashville, Tennessee.

Fáðu fleiri ábendingar með einstaklingsbundinni leiðsögn frá ofurgestgjafa ef þú átt enn eftir að fá fyrstu bókunina. Um er að ræða vinsælustu og reynslumestu gestgjafana á Airbnb.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
25. jan. 2024
Kom þetta að gagni?