Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Ábendingar til að taka á móti gestum með aðgengisþarfir

  Bjóddu fleiri gesti velkomna með því að sýna aðgengiseiginleika eignarinnar.
  Höf: Airbnb, 7. apr. 2021
  5 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 14. jún. 2022

  Aðalatriði

  • Gestir leita oft að eiginleikum varðandi aðgengi svo sem tröppulausum inngangi

  • Ef þú bætir aðgengiseiginleikum við gæti skráningin þín birst oftar í leitarniðurstöðum á Airbnb

  • Kynntu þér hvaða eiginleikar geta gert skráninguna þína aðgengilega fyrir gesti með hreyfihamlanir

  Margir gestir á Airbnb eru með einstakar aðgengisþarfir, þar á meðal fjölskyldur sem ferðast með eldri borgurum, börnum í barnavagni og öðrum ástvinum sem kunna að vera með hreyfihamlanir.

  Þar sem margir gestir sía sérstaklega eftir aðgengiseiginleikum gæti skráningin þín birst oftar í leitarniðurstöðum sem getur aukið líkurnar á að eignin verði bókuð.

  Hér eru nokkrar viðmiðunarreglur til að útbúa hlýlega eign sem gestir með ýmsar þarfir geta bókað af öryggi.

  Bættu aðgengiseiginleikum við skráninguna þína

  Þú getur vakið athygli gesta með því að sýna eftirfarandi aðgengiseiginleika í skráningunni:

  • Engar tröppur á gangvegi að gestainngangi
  • Engar tröppur að gestainngangi
  • Engar tröppur að inngangi að herbergjum
  • Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
  • Flatlendi (engar brattar brekkur) sem liggur að eign
  • Lýsing á leiðum að inngangi
  • Breiðir inngangar til að komast inn í og að herbergjum
  • Sturta með engum tröppum
  • Gripslár fyrir salerni og/eða sturtu
  • Stóll fyrir baðkar eða sturtu
  • Loftlyfta eða færanleg lyfta
  • Laugarlyfta

  Frekari upplýsingar um að bæta aðgengiseiginleikum við skráninguna þína

  Notaðu myndir til að leggja áherslu á aðgengi eignarinnar

  „Sem áhugasamur ferðamaður með mænuhrörnunarsjúkdóm (SMA) veit ég hve miklu máli ljósmyndir skipta þegar ég met hvort heimili henti mér,“ segir Srin Madipalli, aðgengisráðgjafi Airbnb.

  Til að gæta þess að skráningar með aðgengiseiginleikum henti gestum með sérþarfir förum við fram á að gestgjafar sendi inn myndir af öllum aðgengiseiginleikum til staðfestingar. Þú getur tekið fram að aðgengiseiginleikar eigi aðeins við um tiltekin herbergi. Þú getur til dæmis tilgreint að aðeins eitt baðherbergi sé með fastri gripslá. Skoðaðu hjálparmiðstöðina varðandi reglur Airbnb um aðgengiseiginleika.

  Þú þarft sem betur fer ekki atvinnuljósmyndara til að sýna aðgengiseiginleikana hjá þér. Með snjallsímanum þínum getur þú tekið myndir af tröppulausum sturtum, römpum og fleiru með skjótum hætti. Með því að taka myndir frá mörgum sjónarhornum geta gestir áttað sig á því hvort eignin þín uppfylli þarfir þeirra. Ef þú ert til dæmis með bílastæði fyrir hreyfihamlaða gætirðu viljað taka myndir sem sýna greinilega staðsetningu þess miðað við aðra hluta eignarinnar.

  Farið er yfir alla aðgengiseiginleika í samræmi við leiðbeiningar Airbnb um myndir áður en þeim er bætt við skráninguna. Ef myndin sýnir ekki greinilega eiginleikann eins og kveðið er á um í leiðbeiningum okkar gætum við beðið þig um að hlaða upp nýrri mynd eða að taka eiginleikann út af skráningunni.

  Hér eru gagnlegar leiðbeiningar um ljósmyndun vegna aðgengiseiginleika.

  Eigðu heiðarleg og opin samtöl við gesti þína

  Það getur hjálpað hugsanlegum gestum að ákveða hvort eignin henti þeim ef þú spyrð nokkurra spurninga fyrir bókun.

  Dæmi um góðar spurningar til að hefja samtal: „Hefurðu einhverjar sérstakar spurningar varðandi eignina?“ og „er eitthvað sem ég get gert til að gera dvöl þína þægilegri?“

  Nokkrar vinalegar spurningar geta skipt sköpum varðandi hve þægilegt og öruggt gestum finnst að bóka eignina þína.

  Undirbúðu eignina þína vandlega

  Áður en gestur með aðgengisþarfir kemur skaltu hugsa um það hvort það sé nokkuð annað hægt að gera til að auðvelda aðgengi í eigninni. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Að færa til húsgögn eins og stóla, borð og bekki til að hafa meira pláss til að komast sína leið um íbúðina
  • Að auðvelda aðgengi að innstungum
  • Að nauðsynjahlutir eins og handklæði og diskar séu þannig að auðvelt sé að ná í hlutina

  Kynntu þér hvernig þú getur gert eignina þína aðgengilegri

  Settu saman áhugaverða ferðahandbók fyrir allt fólk

  Ferðahandbókin er tækifæri þitt til að gefa gestum staðbundnar ábendingar sem sýna gestrisni þína og borgina sjálfa. Þegar þú bætir við ráðleggingum um veitingastaði, skoðunarferðir og afþreyingu utandyra skaltu reyna að hugsa eins og ferðamaður með aðgengisþarfir.

  Íhugaðu til dæmis að segja frá þeim veitingastöðum sem eru með rampa, nefna malbikaða göngustíga og taka fram við hvaða söfn er nóg af bílastæðum nærri innganginum.

  Með því að notast við þessar ábendingar í gestaumsjón þinni getur þú hjálpað til við vekja athygli á eign þinni hjá stærri markhóp og látið öllum líða eins og þeir séu velkomnir.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Gestir leita oft að eiginleikum varðandi aðgengi svo sem tröppulausum inngangi

  • Ef þú bætir aðgengiseiginleikum við gæti skráningin þín birst oftar í leitarniðurstöðum á Airbnb

  • Kynntu þér hvaða eiginleikar geta gert skráninguna þína aðgengilega fyrir gesti með hreyfihamlanir

  Airbnb
  7. apr. 2021
  Kom þetta að gagni?