Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Reglur gegn mismunun

Síðast uppfært: 25. janúar 2024

Airbnb er í eðli sínu opið samfélag sem miðar að því að færa íbúa heimsins nær hverjum öðrum með því að efla innihaldsrík samskipti fólks alls staðar að úr heiminum. Samfélag okkar samanstendur af milljónum einstaklinga sem eru íbúar nærfellt allra landa heimsins. Þetta samfélag er ótrúlega fjölbreytt og þar kemur saman fólk sem tilheyrir ólíkri menningu og hefur misjöfn gildi og viðmið.

Airbnb samfélagið hefur skuldbundið sig til að skapa heim þar sem fólk af ólíku bergi brotið upplifir að það sé velkomið og það virt, sama hve langt fólk ferðast að heiman. Skuldbindingin hvílir á tveimur meginreglum sem eiga við gestgjafa og gesti Airbnb: inngildingu og virðingu. Við deilum þessum meginreglum þannig að allir meðlimir samfélags okkar upplifi að þeir séu velkomnir á verkvangi Airbnb hver svo sem í hlut á, hvaðan sem fólk kemur, hver sem trú þess er eða hvert ást þeirra beinist. Airbnb er ljóst að sum lögsagnarumdæmi heimila krefjast mismununar milli einstaklinga á grundvelli þátta eins og þjóðernisuppruna, kyns, hjúskaparstöðu eða kynhneigðar og krefst þess ekki að gestgjafar brjóti landslög eða grípi til aðgerða sem gætu varðað við lög. Airbnb mun veita frekari leiðsögn og breyta stefnu sinni gegn mismunun þannig að hún endurspegli heimildir og ákvæði lögsagnarumdæma sem við eiga.

Þótt við teljum ekki að eitt fyrirtæki geti krafist samhljóms meðal alls fólks teljum við eigi að síður að samfélag Airbnb geti stuðlað að samkennd og skilningi milli ólíkra menningarheima. Við höfum öll helgað okkur því að gera allt sem við getum til að útrýma öllum tegundum ólögmætrar hlutdrægni, mismununar og fordóma af verkvangi okkar. Við viljum hvetja til þess að í menningu samfélags Airbnb (meðal gesta, gestgjafa og fólks sem er rétt að íhuga hvort það vilji nota verkvang okkar) geri fólk meira en bara sýna fylgispekt við lagabókstafinn. Þess vegna samþykkjum við öll—starfsfólk Airbnb, gestgjafar og gestir—að lesa og hegða okkur í samræmi við eftirfarandi stefnu svo að samfélag okkar megi eflast og markmið okkar nái fram að ganga um að allir upplifi sig tilheyra samfélagi okkar og vera velkomna alls staðar.

 • Inngilding – Við bjóðum fólk velkomið af sannri gestrisni og með opnum huga sama hver bakgrunnur þess er. Þegar fólk skráir sig á Airbnb, bæði gestgjafar og gestir, kemur það í opið samfélag sem einkennist af inngildingu. Hlutdrægni, fordómar, kynþáttahyggja og hatur eiga hvorki heima á verkvangi okkar né í samfélagi okkar. Markmið okkar er að gera meira en að sýna fylgispekt við þær lágmarkskröfur sem okkur eru settar í lögum og gestgjöfum okkar er áskilið að fara að öllum gildandi lögum sem banna mismunun á grundvelli kynþáttar, trúar, þjóðernisuppruna og annarra atriða sem talin eru upp hér að neðan.
 • Virðing – Við sýnum hverju öðru virðingu í öllum samskiptum. Airbnb tekur tillit til þess að landslög og viðmið eru breytileg eftir heimshlutum og fer fram á það að gestir og gestgjafar virði landslög og komi fram af virðingu þótt um sé að ræða skoðanir sem endurspegla ekki hugmyndir og uppeldi viðkomandi. Bakgrunnur meðlima samfélags Airbnb er ótrúlega fjölbreyttur hvað varðar upplifanir, skoðanir og siði. Með því að tengja saman fólk af ólíkum uppruna eflir Airbnb skilning á því sammannlega sem allt fólk deilir með sér og grefur undan fordómum sem eiga rætur sínar í mistúlkun, röngum upplýsingum og misskilningi.

Sérstakar leiðbeiningar fyrir gestgjafa innan Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Kanada

Almennt séð munum við kynna okkur öll gildandi alríkislög, fylkislög og landslög sem varða húsnæði og gistirými fyrir almenning. Í sumum lögsagnarumdæmum gætu verið ítarlegri lagaskilyrði sem auka eða takmarka vernd vegna borgaralegra réttinda samfélagsmeðlima. Gestgjöfum ber að fara að slíkum lagaskilyrðum. Gestgjafar ættu að hafa samband við þjónustuver Airbnb ef einhverjar spurningar vakna varðandi skuldbindingar þeirra um að fylgja þessari stefnu Airbnb gegn mismunun. Airbnb mun birta frekari leiðsögn innan skamms um stefnu gegn mismunun hvað varðar lögsagnarumdæmi utan Bandaríkjanna. Með hliðsjón af þessum meginreglum munu gestgjafar okkar í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kanada fylgja þessum reglum þegar skoðað er hvort taka eigi á móti gestum og við gestaumsjón:

Kynþáttur, litaraft, uppruni, þjóðerni, trúarbrögð, kynhneigð, kynvitund eða hjúskaparstaða

 • Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
  • Hafna bókun á grundvelli kynþáttar, litarafts, uppruna, þjóðernis, trúarbragða, kynhneigðar, kynvitundar eða hjúskaparstöðu.
  • Setja önnur skilyrði eða skilmála á grundvelli kynþáttar, litarafts, uppruna, þjóðernis, trúarbragða, kynhneigðar, kynvitundar eða hjúskaparstöðu.
  • Birta skráningu eða gefa út nokkra yfirlýsingu sem virkar letjandi á gesti eða virðist sýna að óskað sé fremur eða síður eftir gestum á grundvelli kynþáttar, litarafts, uppruna, þjóðernis, trúarbragða, kynhneigðar, kynvitundar eða hjúskaparstöðu.

Kynvitund

Hjá Airbnb áskiljum við notendum okkar ekki tiltekna kynvitund. Við lítum svo á að kyn hvers og eins sé það kyn sem viðkomandi samsamar sig við og/eða tiltekur í notandalýsingu sinni og við ætlumst til að samfélag okkar á Airbnb geri hið sama. Þetta felur í sér að virða persónufornöfnin (hann/hún/hán o.s.frv.) sem notendur innan samfélagsins nota til að lýsa sér.

 • Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
  • Hafna bókun gests á grundvelli kynvitundar nema að gestgjafinn deili rými með gestinum (til dæmis baðherbergi, eldhúsi eða sameiginlegu rými).
  • Setja önnur skilyrði eða skilmála á grundvelli kyns nema að gestgjafinn deili rými með gestinum.
  • Birta skráningu eða koma með nokkra yfirlýsingu er auðmýkir gesti eða virðist sýna að óskað sé fremur eða síður eftir gestum á grundvelli kyns, nema gestgafinn deili rými með gestinum.
 • Gestgjafar á Airbnb mega:
  • Bjóða gestum af sama kyni aðstöðu, og útiloka önnur kyn, ef gestgjafinn deilir rými með gestinum.

Aldur og fjölskyldustaða

 • Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
  • Setja mismunandi skilyrði eða hafna bókun vegna aldurs gests eða fjölskyldustöðu þar sem það er bannað með lögum.
 • Gestgjafar á Airbnb mega:
  • Setja fram sannar staðhæfingar um þá eiginleika húsnæðis (eða það sem vantar) sem gætu verið ástæða þess að eignin sé óörugg eða óhentug fyrir gesti á tilteknum aldri eða fjölskyldur með börn eða ungbörn.
  • Nefna í skráningu sinni takmarkanir sem gilda um eignina (t.d. húsnæði fyrir eldri borgara) og reglur eða lög sem banna yngri gesti en tiltekið er eða fjölskyldur með börn eða ungbörn.

Fötlun

 • Gestgjafar á Airbnb mega ekki:
  • Hafna gesti á grundvelli raunverulegrar eða meintrar fötlunar.
  • Setja önnur skilyrði eða skilmála á grundvelli þess að gestur sé með fötlun.
  • Taka eigin skilning á því hvort að eignin fullnægi þörfum gests með fötlun fram yfir skilning hins mögulega gests.
  • Spyrja eftir eðli eða alvarleika fötlunar gests eða þeim ráðstöfunum sem gerðar eru til að koma til móts við fötlun. Nefni gestur fötlun sína má þó gestgjafi, og ætti, að ræða hvort eignin uppfylli þarfir hins mögulega gests.
  • Banna eða takmarka notkun tækja er auka hreyfigetu.
  • Rukka hærri gjöld vegna gesta með fötlun, þ.m.t. gjöld vegna gæludýra sé gesturinn með þjónustudýr.
  • Birta skráningu eða gefa út nokkra yfirlýsingu er auðmýkir gesti eða virðist sýna að óskað sé fremur eða síður eftir gestum með fötlun.
  • Neita að eiga í samskiptum við gesti með þeim leiðum er standa til boða, þeirra á meðal hjálpartæki fyrir heyrnarskerta og tölvupósti (fyrir sjónskerta sem nota skjálesara).
  • Neita að verða við sanngjörnum beiðnum um aðlögun meðal annars með því að sýna ekki sveigjanleika þegar gestir með fötlun fara fram á hóflegar breytingar á húsreglum, svo sem um að nota laust bílastæði nærri eigninni. Þegar gestur fer fram á slíka aðlögun skulu gestgjafi og gestur ræða mögulegar leiðir svo að húsnæðið uppfylli þarfir gestsins og komast að niðurstöðu sem er báðum ásættanleg.
 • Gestgjafar á Airbnb mega:
  • Greina frá staðhæfingum um aðgengiseiginleika húsnæðis (eða skort á aðgengi) svo að gestir með fötlun geti sjálfir metið hvort húsnæðið uppfylli þarfir þeirra.

Persónulegt val

 • Gestgjafar á Airbnb mega:
  • Hafna bókun af ástæðum sem eru ekki bannaðar með lögum að undanskyldum þeim ástæðum sem teknar eru fram hér að ofan. Sé það til dæmis ekki bannað með lögum mega gestgjafar á Airbnb hafna bókun með gæludýrum eða bókun gesta sem reykja.
  • Krefja gesti um það að virða takmarkanir á þeim mat sem neyta má í eigninni (til dæmis getur gestgjafi sem virðir trúarlegar kosher matarhefðir Gyðinga eða gestgjafi sem er grænmetisæta farið fram á að gestir lúti slíkum takmörkunum). Þessar takmarkanir ber að taka fram með skýrum hætti í húsreglum. Til dæmis getur gestgjafi á Airbnb hafnað gesti sem vill reykja í húsnæði eða takmarkað fjölda gesta í húsnæði.

Þegar gestum er hafnað. Gestgjafar ættu að hafa í huga að engum líkar að fá höfnun. Þó að gestgjafi geti haft lögmæta ástæðu fyrir því að hafna mögulegum gesti getur slíkt leitt til þess að meðlimi samfélags okkar finnist hann óvelkominn eða undanskilinn. Gestgjafar ættu að leitast við að bjóða gesti velkomna hver svo sem bakgrunnur þeirra er. Ef uppvíst verður að gestgjafar hafni ítrekað gestum sem tilheyra hópum er njóta verndar (jafnvel þó að ástæðan sem gestgjafar gefi upp sé lögmæt) teljast þeir grafa undan velferð samfélags okkar með því að láta mögulega gesti upplifa sig óvelkomna og vera má að Airbnb loki aðgangi viðkomandi gestgjafa að verkvangi Airbnb.

Sérstakar leiðbeiningar fyrir gestgjafa utan Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Kanada

Utan Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Kanada gætu lönd eða samfélög heimilað, eða jafnvel krafist þess, að fólk aðgreini gesti til dæmis eftir hjúskaparstöðu, þjóðernisuppruna, kyni eða kynhneigð, sem stangast á við almenn grundvallarviðhorf okkar gegn mismunun. Í þeim tilfellum krefjumst við þess ekki af gestgjöfum að þeir brjóti lög á svæðinu né að þeir samþykki gesti sem gætu stofnað gestgjafanum í raunverulega og óumdeilanlega hættu vegna handtöku eða líkams- eða eignatjóns. Gestgjafar sem búa á slíkum svæðum ættu að tilgreina í skráningu sinni þessar takmarkanir á möguleikum þeirra á að taka á móti tilteknum gestum til þess að væntanlegum gestum sé það ljóst og til þess að Airbnb geti staðfest nauðsyn þess að grípa til slíkra aðgerða. Þegar koma þarf slíkum takmörkunum til skila ætlumst við til þess að gestgjafar noti hugtök sem eru skýr, byggja á staðreyndum og eru ekki niðrandi. Rógur og móðganir eiga hvorki heima á verkvangi okkar né í samfélagi okkar.

Hvað gerist ef gestgjafi fylgir ekki stefnu okkar í þessum málum?

Ef skráning hefur að geyma texta sem brýtur í bága við þessa stefnu gegn mismunun mun viðkomandi gestgjafi verða beðinn um að fjarlægja þau skrif og staðfesta bæði skilning sinn og vilja til að fara að þessari stefnu og meginreglum þeim sem liggja henni til grundvallar. Airbnb getur einnig að eigin ákvörðun gripið til allra ráðstafana sem geta náð svo langt að lokað verði fyrir aðgang gestgjafans að verkvangi Airbnb.

Ef gestgjafi hafnar gesti með óeðlilegum hætti á grundvelli þess að gestur tilheyri hópi sem nýtur sérstakrar verndar í lögum, eða notar orðfæri sem sýnir að athafnir gestgjafans eigi sér rót í einhverju sem bannað er samkvæmt þessari stefnu mun Airbnb grípa til ráðstafana til að framfylgja þessari stefnu, sem geta náð svo langt að lokað verði fyrir aðgang gestgjafans að verkvangi Airbnb.

Airbnb samfélaginu vex stöðugt fiskur um hrygg og við munum tryggja að stefnur og vinnubrögð Airbnb samræmist mikilvægasta markmiði okkar: Að tryggja að gestir og gestgjafar upplifi að vel sé tekið á móti þeim og að þeim sé sýnd virðing í öllum samskiptum á verkvangi Airbnb. Almenningur, samfélag okkar og við sjálf búumst ekki við minna.

Önnur íhugunarefni

Reglur gegn mismunun eiga við um allan rekstur Airbnb. Okkur er ljóst að þegar kemur að fjölbreyttu framboði í samfélagi Airbnb þarf að hafa fleira í huga. Hér nefnum við nokkur dæmi um slík tilvik:

Upplifanir

Undanþága vegna kyns:

 • Upplifunargestgjafar á Airbnb mega bjóða upplifanir þar sem allir eru sama kyns sé þess þörf til að skapa öruggt umhverfi (þar sem hvorki er ýtt undir skaða né hættu og ekki er brotið gegn lögum), vernda öryggi og friðhelgi þátttakenda og/eða fylgja lagaskilyrðum eða menningarhefðum.

Aðgengi / fötlun / sanngjörn aðlögun:

Vegna fjölbreytts framboðs á upplifunum gætu upplifunargestgjafar á Airbnb þurft að spyrja um getu gests til að taka þátt í tilteknum líkamlegum athöfnum eða spyrja út í þarfir gests til að geta aðlagað upplifanir sínar á sem bestan hátt. Við hvetjum einnig upplifunargestgjafa til að:

 • Greina rétt frá því líkamlega átaki sem þarf fyrir upplifunina svo að gestir geti sjálfir metið hvort upplifunin henti þeirra þörfum.
 • Eiga í virkum samskiptum við gesti sem hafa greint frá fötlun og/eða hafa spurningar varðandi aðgengi í upplifun auk þess að taka tillit til sanngjarnra beiðna um aðlögun.
 • Leita lausna til að verða við beiðnum um sanngjarna aðlögun þar sem það veldur ekki verulegum breytingum á eðli afþreyingarinnar.
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning