Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Yfirfarðu verðið hjá þér

Notaðu verkfæri Airbnb til að móta samkeppnishæfa verðstefnu.
Airbnb skrifaði þann 10. jan. 2024
Síðast uppfært 14. júl. 2025

Þú stillir upphaflega grunnverðið hjá þér í startpakka Airbnb. Þú getur vakið áhuga fyrstu gestanna og fengið umsagnir ef þú hefur verðið lægra til að byrja með og svo getur þú unnið þig upp í tekjum. Yfirfarðu verðið hjá þér reglulega til að vera samkeppnisfær.

Að skilja staðbundna eftirspurn

Þú gætir misst af bókunum ef eignin þín er með hærra verð en sambærilegar eignir í nágrenninu. Þú getur brugðist við breytingum á eftirspurn með því að nota verðtól Airbnb. Meðal annars:

  • Ábendingar um gistináttaverð. Sérsniðnar ráðleggingar hjálpa þér að verðleggja eftir degi eða árstíð sem og fyrir sérviðburði. Þessar ábendingar miðast við staðsetningu eignarinnar, þægindi, fyrri bókanir, nýjustu verð á svæðinu og fleira. Pikkaðu á sprotann fyrir ofan dagatalið þitt til að sýna þær eða fela.
  • Svipaðar skráningar. Með þessu tóli getur þú borið saman meðalverð bókaðra og óbókaðra heimila á korti af svæðinu þar sem þú ert. Pikkaðu á allar dagsetningar í dagatalinu þínu eða líttu á grunnverð í verðstillingunum til að skoða sambærilegar eignir.
  • Snjallverð. Þetta tól byggir á sömu atriðum og verðábendingar til að uppfæra verðið hjá þér sjálfkrafa í takt við eftirspurn. Þú stillir verðbilið og getur slökkt eða kveikt á því fyrir tilteknar dagsetningar í verðstillingunum. Þú sérð engar verðábendingar ef þú notar snjallverð.

„Ég finn til meira öryggis í verðlagningu þegar ég veit hvernig málin standa á svæðinu,“ segir Felicity, ofurgestgjafi í Nýja-Suður Wales, Ástralíu. „Ég kem til með að vita hvort ég sé að bjóða besta verðið og geti haldið mínu striki eða hvort ég þurfi að lækka verðið hjá mér.“

Virði í fyrsta sæti

Gestir vilja finna gistingu með framúrskarandi gæði miðað við verð. Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú hugsar um verðið hjá þér:

  • Heildarverðið sem gestir greiða. Það er auðveldara að hafa verðið samkeppnishæft ef þú áttar þig á því hvert endanlega verðið er hjá gestum. Veldu tiltekinn dag í dagatalinu til að sjá verðsundurliðun sem sýnir þjónustugjöld Airbnb. Mundu að öll gjöld sem þú leggur á, þar á meðal ræstingagjald, hafa áhrif á heildarverðið.
  • Umsagnir gesta. Notaðu athugasemdir gesta til að sjá hvað virkar og hvað þú getur gert betur. Þegar þú hefur fengið nokkrar góðar umsagnir gæti verið góð hugmynd að endurskoða verðið.
  • Það sem eignin þín býður upp á. Þú getur vakið áhuga fleiri gesta með því að gera breytingar eins og að bæta við vinsælum þægindum og aðgengiseiginleikum.

„Hönnun og þægindi eru frábær leið til að hækka verðið og fá fleiri bókanir,“ segir Katie Kay, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Lake Arrowhead, Kaliforníu.

Afslætti bætt við

Kynningartilboð og afslættir geta bætt stöðu skráningar þinnar í leitarniðurstöðum og vakið áhuga gesta. Valkostirnir eru meðal annars:

  • Nýskráningartilboð. Hvettu fyrstu gestina til að koma og skrifa umsagnir með því að bjóða 20% afslátt af fyrstu þremur bókununum.
  • Forkaupsafsláttur. Lækkaðu verðið hjá þér fyrir bókanir gerðar 1 til 24 mánuði fram í tímann til að ná til gesta sem skipuleggja sig fram í tímann.
  • Afsláttur á síðustu stundu. Lækkaðu verðið hjá þér fyrir bókanir gerðar 1 til 28 dögum fyrir innritun til að fylla upp í eyður í dagatalinu.
  • Viku- og mánaðarafslættir. Bjóddu afslátt fyrir lengri gistingu til að fylla dagatalið hraðar og skipta sjaldnar um gesti.


„Ég fæ lengri bókanir með því að bjóða viku- og mánaðarafslátt,“ segir Daniel, ofurgestgjafi á Kanaríeyjum á Spáni. „Yfirleitt enda gestir á því að bóka eina viku, sem er góður árangur út af fyrir sig.“

Nýskráningartilboð og 10% eða hærri viku- og mánaðarafsláttur birtast gestum sérstaklega í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni.

Þú stjórnar ávallt verðinu hjá þér og stillingum. Niðurstöður geta verið mismunandi.

Gestgjafar fengu greitt fyrir að taka þátt í viðtölum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
10. jan. 2024
Kom þetta að gagni?