Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Uppfærslur sem efla viðskiptin og auðvelda þér umsjón með rekstrinum

Þar á meðal breytilegar afbókunarreglur og bættar verðábendingar.
Airbnb skrifaði þann 21. okt. 2025

Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að halda verðinu samkeppnishæfu, gera verðlagninguna skilvirkari og fylgjast með nýjustu uppfærslum Airbnb á verkfærum gestgjafa. Við kynnum einnig nýja eiginleika sem gera gestum kleift að finna skráningar sem hefðu annars mögulega farið fram hjá þeim og bóka án þess að greiða neitt við bókun — án aukalegs kostnaðar fyrir þig.* Þessar uppfærslur koma fram í appinu strax núna og aðrar verða innleiddar snemma á næsta ári.

Hafðu vaðið fyrir neðan þig með snjallari verðlagningu

Þessi verkfæri hjálpa þér að hámarka tekjurnar og koma í veg fyrir afbókanir á síðustu stundu. 

Breytilegar afbókunarreglur: Stilltu mismunandi afbókunarreglur fyrir tilteknar dagsetningar, svo sem frídaga eða lágannatíma. Það gæti komið sér vel að bjóða sveigjanlega afbókunarreglu yfir lágannatíma til að ná frekar til gesta en halda almennu afbókunarreglunni yfir háannatíma.**

Betri verðábendingar: Fáðu verðábendingar fyrir dagsetningar sem ná allt að einu ári fram í tímann og nýttu þér allar ábendingar með einu pikki. Verðábendingar miðast við sérkenni heimilis þíns, svo sem staðsetningu, þæginda í boði og fyrri bókana — auk verðs annarra heimila á svæðinu.**

Forskoðun á verði: Sjáðu hvað gestir kæmu til með að greiða og áætlaðar tekjur þínar þegar þú breytir gistináttaverði fyrir eina eða fleiri nætur.

Pikkaðu á sprotann fyrir ofan dagatalið til að birta verðábendingar fyrir gistináttaverð. Öll verð eru sýnd í Bandaríkjadölum.

Deildu myndböndum og staðbundnum ábendingum

Myndaðu tengsl við gesti með nýjum eiginleika til að senda myndbönd í skilaboðum og tillögur þínar sem gestgjafa.

Myndbandsskeyti: Hjálpaðu gestum að átta sig á eign þinni með því að deila myndböndum í skilaboðum. Þú getur sent gestum sýndarleiðangur um eignina fyrir innritun eða skellt inn myndbandi af grillkennslu við kynningarskilaboð þín. 

Tillögur gestgjafa: Það þarf ekki meira til en nokkur pikk til að senda stafrænt kort til að koma ferðahandbók þinni, upplifun eða þjónustu á Airbnb á framfæri með einföldum hætti í skilaboðum. Þú getur einnig sett inn hlekk á upplifun eða þjónustu sem birtist gestum þínum sem kort með tillögu.

Fylgstu með frammistöðu þinni

Frá og með næsta ári getur þú nýtt þér auðlesanleg myndrit á tekjustjórnborðinu til að fá betra yfirlit á frammistöðu skráningar þinnar.

Uppfært tekjustjórnborð: Skoðaðu tekjuþróun frá ári til árs og berðu saman árstíðabundna frammistöðu í glænýjum flipa. Þú getur til dæmis borið tekjur þínar frá síðastliðnum nóvember saman við áætlaðar tekjur þínar næsta nóvember.***

Berðu saman tekjur þínar það sem af er mánaðarins við sama mánuð á síðasta ári í glænýjum flipa.

Hafðu skipulagið á hreinu

Tvær uppfærslur á dagatalinu hjálpa þér að halda utan um dagskránna.

Minnispunktar við fráteknar nætur: Nú getur þú bætt minnispunktum við fráteknar nætur til að minna þig á hvers vegna þú lokaðir á þær fram í tímann. 

Styttri framsetning upphæða og gjaldmiðla: Löng framsetning á gistináttaverði styttist á dagatalinu. Sem dæmi munu 35.103,42 kólumbískir pesóar koma fram sem $35.1 þús. 

Kynntu þér uppfærslur sem auðvelda gestum að bóka

Gestir geta nú nýtt sér fleiri greiðslumáta og snjallari leit.

Bókaðu núna, greiddu síðar: Gestir geta bókað eignir þar sem valkosturinn er í boði án þess að greiða neitt við bókun. Þetta hefur engin áhrif á útborganir til þín. Aukinn sveigjanleiki fyrir gesti getur einnig leitt til fleiri bókana fyrir gestgjafa. Yfir 60% gesta völdu þennan greiðslumöguleika á greiðslusíðu gjaldgengra bókana.****

Snjallari leit: Þegar gestir leita að gistingu sjá þeir fleiri valkosti fyrir heimili sem eru rétt utan við leitarskilyrðin. Við sýnum til dæmis heimili á svipuðu verði eða með öðrum þægindum eða gistingu í nálægum borgum á lægra verði og kynnum gestum þannig frábæra valkosti sem hefðu annars mögulega farið fram hjá þeim.

Endurbætt kort: Gestum birtast nú nálæg kennileiti, áhugaverðir staðir, veitingastaðir og fleira á kortinu. Gestir geta pikkað á helstu kennileitin til að fá upp samantekt og vegalengd frá heimilinu sem þeir eru að skoða eða hafa þegar bókað. Síðar á árinu koma gestir til með að geta skipt á milli viðmóta korts, þar á meðal gervihnattakorts, götu- og samgöngukorts eftir því sem þeir kjósa.

*Möguleikinn á að bóka núna og greiða síðar stendur gestum í Bandaríkjunum til boða — og einnig útvöldum gestum á heimsvísu frá og með deginum í dag. Gert er ráð fyrir að fleiri geti nýtt sér eiginleikann snemma á næsta ári. Bókanir þar sem greitt er með brasilískum ríal (BRL), indverskum rúpíum (INR) eða tyrkneskum lírum (TRY) eru ekki gjaldgengar.

**Breytilegar afbókunarreglur og bættar verðábendingar verða til að byrja með í boði fyrir takmarkaðan fjölda gestgjafa næsta nóvember en gert er ráð fyrir að fleiri geti nýtt sér eiginleikana í byrjun ársins 2026.

***Gestgjafar munu geta notað nýja frammistöðuflipann í byrjun árs 2026.

****Byggt á innanhússgögnum Airbnb frá apríl til júní 2025 sem taka mið af vöruprófun á eiginleikanum „bókaðu núna, greiddu síðar“ í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins. 

Verð er sýnt í Bandaríkjadölum. Notendaupplifun getur verið mismunandi eftir staðsetningu.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
21. okt. 2025
Kom þetta að gagni?