Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig Airbnb gætir öryggis gestgjafa

  Frekari upplýsingar um innifalda vernd Airbnb fyrir gestgjafa.
  Höf: Airbnb, 4. feb. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 12. okt. 2021

  Aðalatriði

  • Skaðabótakröfur og öryggisvandamál eru sjaldgæf og Airbnb gætir varúðarráðstafana til að vernda gestgjafa og gesti

  • Með hverri bókun fylgja milljón Bandaríkjadala gestgjafaábyrgð Airbnb og milljón Bandaríkjadala gestgjafatrygging

  • Hægt er að fá aðstoð allan sólarhringinn um allan heim á 11 tungumálum

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Hvort sem þú ert nýr gestgjafi eða ert rétt að kynna þér málin gætir þú haft spurningar um hvernig þú gætir verndað eignina þína og eigur fyrir fólki sem þú þekkir ekki og gistir heima hjá þér. Skaðabótakröfur og öryggisvandamál eru undantekningar en þér gæti þótt gott að vita að Airbnb býður upp á ýmiss konar vernd fyrir gestgjafa sem og gesti.

  „Við höfðum áhyggjur af því að hleypa ókunnugum inn í húsið,“ segir gestgjafinn Guy frá San Francisco vegna stress áður en hann gerðist gestgjafi. „En verndin sem Airbnb býður varð til þess að við treystum því að skrá húsið og prófa að vera gestgjafar.“ Þetta traust í blindni borgaði sig. „Við höfum fengið meira en 120 gesti og höfum aldrei þurft að leggja fram kröfu.“

  Auðkenning á gestum og aðrar kröfur

  Gestir gefa Airbnb upp fullt nafn sitt, fæðingardag og -ár, símanúmer, netfang og greiðsluupplýsingar fyrir bókun. Gestgjafar geta einnig krafist þess að gestir framvísi opinberum skilríkjum hjá Airbnb áður en gengið er frá bókun.

  Þú ættir að setja eigin húsreglur. Taktu til dæmis fram takmarkanir á gæludýrum og fjölda gesta. Allir gestir þurfa að ganga að húsreglunum hjá þér áður en þeir bóka. Athugaðu að ef hraðbókun var notuð mátt þú afbóka án viðurlaga ef þörf krefur.

  Notendalýsingar og umsagnir

  Auk þess að draga úr áhyggjum með því að sannprófa skilríki hjálpar Airbnb þér að kynnast gestum áður en þeir bóka. Þú getur skoðað notendalýsingar gesta og lesið umsagnir frá fyrri gestgjöfum. Þar sem gestgjafar og gestir geta aðeins veitt hvor öðrum umsögn eftir að bókun er lokið þá veistu að endurgjöfin er byggð á raunverulegri upplifun. Þú getur einnig notað örugga skilaboðakerfi Airbnb til að spyrja spurninga og greina frá væntingum hvenær sem er áður en gestur gistir hjá þér.

  Vernd Airbnb veitti okkur traust til að skrá húsið og prófa þetta.
  Guy,
  San Francisco

  Fasteignavernd

  Gestgjafaábyrgð* Airbnb veitir vernd án viðbótarkostnaðar gegn eignatjóni upp að 1.000.000 Bandaríkjadala fyrir hverja bókun. Hægt er að stofna kröfur í gegnum úrlausnarmiðstöð Airbnb.

  Aðgangsöryggi

  Airbnb beitir fjölda öryggisráðstafana til að tryggja aðganginn þinn, þ.m.t. að nota viðbótarsannvottun þegar einhver innskráir sig úr nýjum síma eða tölvu og við sendum út viðvaranir þegar breytingar eru gerðar á aðgangi. Ef þú heldur öllu ferlinu innan verkvangsins (öllu frá samskiptum til bókunar, til greiðslu) nýtur þú góðs af reglum og gestgjafaábyrgð Airbnb.

  Slysatrygging

  Airbnb býður einnig endurgjaldslausa gestgjafatryggingu* vegna skaðabótakrafna upp að 1.000.000 Bandaríkjadala. Þessi trygging gildir ef svo ólíklega vill til að einhver gerir kröfu gagnvart þér vegna eignatjóns eða líkamstjóns gests sem á sér stað innan á eða við lóð eignarinnar þinnar meðan á gistingu stendur.

  • Á sjálfkrafa við um hverja bókun
  • Hægt er að stofna kröfur í gegnum Airbnb

  Aðstoð allan sólarhringinn

  Alþjóðlegt teymi Airbnb er til taks allan sólarhringinn og talar 11 mismunandi tungumál til að aðstoða við:

  • Endurbókun
  • Endurgreiðslu á bókun
  • Endurgreiðslu á kostnaði
  • Gestgjafaábyrgð og tryggingakröfur
  • Málamiðlun

  Með þessa vernd og nokkrar öryggisráðstafanir til staðar getur þú áhyggjulaust byrjað að taka á móti gestum. Frekari upplýsingar um þær mikilvægu leiðir sem Airbnb fer til að tryggja öryggi gestgjafa og gesta er að finna á síðu Airbnb fyrir traust og öryggi.

  *Gestgjafaábyrgð Airbnb og gestgjafatrygging gilda ekki fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC, gestgjafa á meginlandi Kína, gestgjafa í Japan, upplifunargestgjafa og ævintýragestgjafa. Gestgjafaábyrgð Airbnb tengist ekki gestgjafatryggingunni eða Airbnb UK Services Limited.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Skaðabótakröfur og öryggisvandamál eru sjaldgæf og Airbnb gætir varúðarráðstafana til að vernda gestgjafa og gesti

  • Með hverri bókun fylgja milljón Bandaríkjadala gestgjafaábyrgð Airbnb og milljón Bandaríkjadala gestgjafatrygging

  • Hægt er að fá aðstoð allan sólarhringinn um allan heim á 11 tungumálum

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Airbnb
  4. feb. 2020
  Kom þetta að gagni?