Hvaða reglur varðandi gestaumsjón eiga við um þig?
Aðalatriði
Airbnb hjálpar gestgjöfum að skilja staðbundnar reglur og starfar með stjórnvöldum til að veita úrræði og stuðning
Lestu um öryggi og leyfi á síðunni um ábyrga gestaumsjón
Vertu í sambandi við gestgjafaklúbbinn á staðnum til að kynnast regluverki
Leitaðu ráða hjá gestgjöfum í félagsmiðstöðinni
Ákvörðun um að gerast gestgjafi er mikilvæg og því vill Airbnb skýra staðbundin lög og viðmiðunarreglur um leyfi og skatta.
Þar sem þessi lög geta stundum verið ruglingsleg eigum við í samstarfi við staðaryfirvöld til að útskýra betur fyrir þeim samfélagslegan ávinning af gestaumsjón. Við berjumst einnig fyrir hagstæðum lögum um heimagistingu á öllum stjórnsýslustigum til að vernda framtíð gistireksturs.
Hvaða staðbundnar reglur og reglugerðir eiga við um þig?
Hvaða reglur setja staðaryfirvöld um skammtímaútleigu? Hvaða skatta þurfa gestgjafar á Airbnb á svæðinu að borga og hver reiknar þá út og innheimtir? Leyfir húsfélagið þitt gestum Airbnb að gista í byggingunni?
Með hliðsjón af því hvar þú býrð í heiminum geta verið gerðar kröfur fyrir allt landið, fylkið, borgina og jafnvel hverja fasteign um sig. Sums staðar er til dæmis farið fram á að gestgjafar á Airbnb gangi frá opinberri skráningu eða verði sér úti um leyfi og einnig gæti verið farið fram á tryggingar eða öryggisvottun. Sumar borgir krefjast þess að gestgjafar greiði tiltekna skatta af tekjum sínum á Airbnb en í öðrum er skammtímaútleiga takmörkuð með lögum. Framfylgd laga hjá svæðisbundnum stjórnvöldum getur verið mjög mismunandi en fésektir geta verið meðal viðurlaga.
Hér eru nokkur gagnleg úrræði til að átta sig reglum og kröfum varðandi gestaumsjón á hverjum stað.
Skoðaðu hjálparmiðstöð Airbnb
Þótt Airbnb bjóði ekki sérstaka lögfræðiráðgjöf má finna almennar leiðbeiningar um landslög í hjálparmiðstöðinni. Airbnb hefur einnig tekið saman gagnleg hjálpargögn um ábyrga gestaumsjón fyrir fjölda landsvæða um allan heim til að finna staðbundnar upplýsingar um öryggi og regluverk.
Vertu í sambandi við aðra gestgjafa
Hafðu samband við gestgjafa í samfélaginu þínu með því að ganga í gestgjafaklúbbinn á staðnum. Gestgjafar stýra gestgjafaklúbbum á Netinu til að geta tengst öðrum gestgjöfum á svæðinu. Þessir gestgjafar þekkja líklega staðbundnar kröfur og geta oft gefið ráð um hvernig eigi að standast þær. Félagsmiðstöð Airbnb er einnig frábær vettvangur til að tengjast reyndum gestgjöfum sem geta svarað spurningum og deila reynslu sinni af gestaumsjón.
Frekari upplýsingar um borgargátt Airbnb
Við opnuðum borgargáttina, sem er fyrsta úrræði sinnar tegundar fyrir stjórnvöld, til að auka frekar staðbundið samstarf og styðja við trausta ferðaþjónustu. Borgargáttin veitir viðeigandi innsýn í tengslum við starfsemi Airbnb, tól til að hjálpa samfélögum á hverjum stað og aðgang að úrræðum og stuðningi.
Þessi úrræði eru mikilvægt næsta skref til að styrkja tengsl okkar við samfélög með endanlega markmiðinu um að vernda framtíð heimagistingar fyrir gestgjafa og gesti á Airbnb.
Vertu ábyrgur gestgjafi
Áður en þú getur boðið gesti velkomna í eignina þína þarftu fyrst að ganga úr skugga um að skráningin standist staðbundnar reglur, leyfiskröfur og skattasamninga. Með því að skoða hvaða staðbundnar reglur og reglugerðir eiga við um þig ert þú skrefinu nær að fá tekjur með ábyrgri gestaumsjón.
Aðalatriði
Airbnb hjálpar gestgjöfum að skilja staðbundnar reglur og starfar með stjórnvöldum til að veita úrræði og stuðning
Lestu um öryggi og leyfi á síðunni um ábyrga gestaumsjón
Vertu í sambandi við gestgjafaklúbbinn á staðnum til að kynnast regluverki
Leitaðu ráða hjá gestgjöfum í félagsmiðstöðinni