SAMANTEKT VEGNA JAPANSKRAR TRYGGINGAR
Upplifunartrygging
Hvað er upplifunartrygging?
Upplifunartryggingin er ábyrgðartrygging fyrir upplifunargestgjafa vegna líkams- eða eignatjóns gesta og þriðju aðila vegna slyss í upplifun sem gestgjafinn býður. Upplifunartryggingin okkar tryggir ekki gestgjafa vegna tjóns á eigum þeirra eða tapi á eigin eignum meðan á upplifun stendur.
Japanska upplifunartryggingin okkar heyrir undir tryggingu sem er gefin út af Sompo Japan Insurance Inc. án viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa Frekari upplýsingar um hvernig senda á greiðslubeiðni samkvæmt upplifunartryggingunni er að finna í upplýsingunum hér að neðan.Lönd sem tryggingin nær yfir
Upplifunartrygging okkar nær til gestgjafa um allan heim nema í lögsagnarumdæmum sem lúta bandarískum viðurlögum. Japönsk upplifunartrygging er veitt samkvæmt sérstakri tryggingu hjá Sompo Japan Nipponkoa Inc. Mismunandi tryggingarmörk og skilmálar geta átt við.
Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær rennur hún út?
Gildistími tryggingarinnar sem upplifunartryggingin heyrir undir, hófst 31. júlí 2023 og rennur út 31. júlí 2024.
Fyrir hvern er tryggingin?
Upplifunargestgjafar njóta verndar upplifunartryggingarinnar samkvæmt skilmálum hennar ef óhapp verður í upplifun sem gestgjafi býður sem leiðir til skaðabótaábyrgðar viðkomandi vegna líkamsmeiðsla eða eignatjóns. Upplifun er skilgreind sem afþreying í boði upplifunargestgjafa sem er aðgengileg í gegnum vefsíðu eða app Airbnb. Upplifunargestgjafi er einstaklingur eða lögaðili sem hefur fengið samþykki fyrir því að skrá upplifun á vefsíðu eða appi Airbnb. Samkvæmt þessari skilgreiningu er upplifunargestgjafi einnig: (i) þriðji aðili sem setur saman ferðaáætlun eða skipuleggur eina eða fleiri upplifanir fyrir gesti Airbnb, jafnvel þótt viðkomandi standi ekki beint fyrir upplifuninni; og (ii) samgestgjafi sem veitir þjónustu í tengslum við upplifunina ásamt tilteknum þriðju aðilum sem útvega aðstöðu fyrir upplifunina samkvæmt samningi við upplifunargestgjafann.
Takmarkanir á ábyrgð
Upplifunartryggingin okkar veitir vátryggingarvernd fyrir allt að JPY 100.000.000 í hvert skipti.
Hvað heyrir ekki undir upplifunartrygginguna?
Upplifunartrygginginn undanskilur aðallega:
Tryggingarkröfur
Láttu Airbnb vita tafarlaust ef þú verður áskynja um líkams- eða eignatjón sem kann að falla undir þessa vátryggingarvernd.
Þetta yfirlit upplifunartryggingarinnar inniheldur ekki alla skilmála vátryggingarinnar. Hafðu samband við Aon Japan Ltd. og láttu fylgja með upplýsingar um aðgang þinn að Airbnb til að óska eftir afriti af tryggingunni.