Svona berðu saman meðalverð sambærilegra eigna
Gestgjafar hafa sagt okkur að það geti verið erfitt að ákveða rétta verðið. Tólið fyrir samanburð álíka eigna gerir þér kleift að bera verðið hjá þér saman við meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu.
„Ég er alltaf að athuga hvort verðið hjá mér sé ekki örugglega samkeppnishæft og því vil ég vita hvað aðrir gestgjafar í nágrenninu eru að fá fyrir nóttina hjá sér,“ segir Felicity, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýju-Suður Wales, Ástralíu. „Þessi eiginleiki kemur sér ansi vel.“
Svona gerir þú samanburð á álíka eignum:
- Opnaðu verðflipann í dagatali skráningarinnar.
- Veldu allt að 31 daga tímabil.
- Pikkaðu á skoða sambærilegar eignir
Þú munt sjá meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu á kortinu af svæðinu þar sem þú ert. Hnappar á kortinu gera þér kleift að velja hvort þú vilt skoða bókaðar eða óbókaðar eignir.
Verðin á kortinu endurspegla meðalverð bókaðra eða óbókaðra eigna fyrir tiltekna daga. Þættir sem tekið er tillit til við val sambærilegra eigna eru meðal annars staðsetning, stærð, eiginleikar, þægindi, einkunnir, umsagnir og skráningar sem gestir eiga til með að skoða sem annan valkost samhliða þinni.
Þessar upplýsingar hjálpa þér að öðlast betri skilning á verðlagningu á staðnum. Þú getur nýtt þér tólið í hvert sinn sem þú stillir eða breytir verðinu hjá þér.
Verðlagning getur skipt sköpum í leitarniðurstöðum. Eignir með lægra verð miðað við aðrar í nágrenninu, en með svipuð þægindi og gestafjölda, birtast almennt ofar í leitarniðurstöðum. Með því að breyta verðinu hjá þér getur þú náð til fleiri gesta og aukið tekjurnar.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.