Nýjustu fréttir af mati ofurgestgjafa

Við höfum tekið upp notkun á viðmiðunum fjórum á ný til að ná stöðu ofurgestgjafa.
Airbnb skrifaði þann 20. ágú. 2020
2 mín. lestur
Síðast uppfært 27. jún. 2022

Aðalatriði

  • Við gerðum tímabundnar breytingar á mati ofurgestgjafa til að styðja gistisamfélagið meðan heimsfaraldur COVID-19 geisaði

  • Frá og með 1. apríl 2022 þarft þú að uppfylla öll fjögur stöðluðu viðmiðin okkar á ný til að ná stöðu ofurgestgjafa

Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft slæm áhrif á ferðaþjónustu og daglegt líf gestgjafa um allan heim. Til að bregðast við þessu flókna og erfiða ástandi gerðum við tímabundið breytingar á matsviðmiðum ofurgestgjafa.

Frá og með apríl 2020 gátu ofurgestgjafar haldið stöðu sinni án þess að uppfylla öll fjögur stöðluðu viðmiðin okkar. Nú þegar ferðaþjónustan tekur jafnt og þétt við sér erum við að hefja upphaflegt matsferli okkar á ný.

Frá og með matinu 1. apríl 2022 þurfa gestgjafar að uppfylla öll fjögur viðmiðin til að ná stöðu ofurgestgjafa.

Viðmiðin fjögur eru:

  • Að viðhalda 4,8 í heildareinkunn
  • Að viðhalda 90% svarhlutfalli eða hærra
  • Að bjóða 10 gistingar undanfarið ár (eða 100 gistinætur í að minnsta kosti þremur bókunum)
  • Að halda afbókunarhlutfalli undir 1%
Þegar þú verður ofurgestgjafi er þér umbunað með sérstöku merki við notandalýsingu þína og skráningu. Mat á ofurgestgjöfum fer fram fjórum sinnum á ári; í janúar, apríl, júlí og október, og í hverju mati er frammistaða skoðuð undanfarna 365 daga.

    Við framlengdum stöðu ofurgestgjafa fyrst í apríl 2020 sem var fyrsta mat ofurgestgjafa eftir að COVID-19 brast á. Nú þegar ferðaþjónustan tekur aftur við sér þurfa allir gestgjafar hins vegar að uppfylla öll viðmiðin í matinu 1. apríl 2022 til að fá stöðu ofurgestgjafa.

    Viðmiðin fjögur eru eftirfarandi:

    • Að viðhalda 4,8 í heildareinkunn
    • Að viðhalda 90% svarhlutfalli eða hærra
    • 10 dvalir undanfarið ár (eða 100 gistinætur í að minnsta kosti þremur dvölum hjá gestgjöfum með lengri bókanir)
    • Að halda hlutfalli afbókana í 1% eða minna
    Við mat á ofurgestgjöfum í apríl verður frammistaða þín skoðuð undanfarna 365 daga. Nú er því rétti tíminn til að gera þær breytingar sem þarf til að tryggja að þú getir náð stöðu ofurgestgjafa í apríl.

    Þar sem mat á ofurgestgjöfum miðast við undanfarið ár gæti til dæmis hátt afbókunarhlutfall af öðrum ástæðum en vegna COVID-19 haft áhrif á stöðu ofurgestgjafa síðar meir. Fylgstu með stöðu ofurgestgjafa hér

    Athugaðu einnig að ef ofurgestgjafi uppfyllir ekki öll fjögur viðmiðin, þar á meðal varðandi fjölda dvala og afbókunarhlutfall þá telst sá ársfjórðungur ekki með fyrir þá fjóra sem þarf í röð til að eiga rétt á 100 Bandaríkjadala afsláttarkóða fyrir ferðalag eða upplifun á Airbnb. Þessir ársfjórðungar teljast eftir sem áður með til að fá afsláttarkóðann hjá þeim ofurgestgjöfum sem fullnægja öllum almennu viðmiðunum okkar fjórum.

    Athugaðu einnig: Þrátt fyrir að við framlengjum stöðu ofurgestgjafa tímabundið sem uppfylltu að minnsta kosti tvö af fjórum viðmiðum okkar þurfa ofurgestgjafar eftir sem áður að uppfylla öll fjögur viðmiðin, fjóra ársfjórðunga í röð til að fá afsláttarkóða upp á USD 100 á Airbnb. Ef staða ofurgestgjafa var til dæmis framlengd í janúar 2022 en þú uppfylltir ekki öll fjögur viðmiðin fyrr en í apríl 2022 áttu rétt á afsláttarkóða í apríl 2023 ef þú heldur stöðu þinni í júlí 2022, október 2022 og janúar 2023.

    Aðalatriði

    • Við gerðum tímabundnar breytingar á mati ofurgestgjafa til að styðja gistisamfélagið meðan heimsfaraldur COVID-19 geisaði

    • Frá og með 1. apríl 2022 þarft þú að uppfylla öll fjögur stöðluðu viðmiðin okkar á ný til að ná stöðu ofurgestgjafa

    Airbnb
    20. ágú. 2020
    Kom þetta að gagni?