Hvernig hægt er að koma í veg fyrir áskoranir við gestaumsjón

Ofurgestgjafinn Diana deilir ábendingum sínum um hvernig hægt er að takast á við erfiðar stundir sem gestgjafi.
Airbnb skrifaði þann 11. des. 2019
3 mín. myndskeið
Síðast uppfært 25. ágú. 2022

Aðalatriði

  • Hafðu við höndina samskiptaupplýsingar pípulagningamanns, rafvirkja og samgestgjafa til að auðvelda úrlausn vandamála

  • Venjubundið viðhald hjálpar til við að halda eigninni þinni í góðu standi

  • Opin samskipti og samkennd geta hjálpað þér að koma í veg fyrir og takast á við áskoranir

Þrátt fyrir allt koma vandamál stundum upp. Gestir gætu kannski átt erfitt með að finna lykla sem þú skilur eftir fyrir þá og pípulagnirnar gætu bilað. Þrátt fyrir að meiriháttar vandamál komi sjaldan upp gera árangursríkir gestgjafar ráð fyrir því óvænta.

Svona mælir Diana, ofurgestgjafi frá Oakland í Kaliforníu, með því hvernig má meðhöndla erfiðar aðstæður við gestaumsjón.

1. Útvegaðu þér aðstoðarteymi

Gestaumsjón snýst um samfélag og innan þess er fólkið sem hjálpar til við að rekstur gistingar þinnar gangi vel fyrir sig.

Við erum með nöfn og símanúmer pípulagningamanns, rafvirkja og ræstitæknis til reiðu,“ segir Diana. Diana getur leitað til systur sinnar þegar hún er ekki í bænum en hún er varagestgjafi hennar. „Við höfum alltaf ráð undir rifi hverju ef eitthvað kemur upp á.“

Við erum með nöfn og símanúmer pípulagningamanns, rafvirkja og ræstitæknis til reiðu.
Diana,
Oakland, Kalifornía

2. Framkvæmdu venjubundið viðhald

Hvað er betra en að allt sé til reiðu til að bregðast hratt við röri sem lekur eða biluðum hitara? Að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað.

„Ég er með viðhaldsgátlista sem ég fer yfir á hverju ári,“ segir Diana. „Sum þessara verkefna sinni ég sjálf en ræð fagfólk til starfa fyrir önnur. Allar eignir eru mismunandi en það er mikilvægt að finna út hvað nauðsynlegt er til að halda þinni eign í góðu standi fyrir gesti.“

Svona er árlegur viðhaldsgátlisti Diönu:

  • Hreinsa lauf og annað rusl úr þakrennum
  • Athuga hvort allir hitarar, loftræstingar og loftkælingar virki
  • Þrífa þakglugga sem erfitt er að ná til svo að eignin sé björt

3. Gerðu samskipti að forgangsatriði

Árangursrík samskipti við gesti snúast um að sýna hreinskilni og raunsæi.

„Ég held að það sé svo mikilvægt að lofa ekki of miklu heldur veita frekar ofgnótt upplýsinga,“ segir Diana. „Ég læt gestinn vita af því sem ég er að vinna að þótt ég sé ekki endilega með lausnina á hreinu.“

Diana tók símtólið upp um leið og rör sprakk rétt áður en gestur kom.

„Ég hringdi í gestinn og lét viðkomandi vita að við værum að takast á við aðstæðurnar og spurði hvort við gætum seinkað innrituninni,“ segir Diana. „Ég bauð einnig útritun síðar, sem viðkomandi var hrifinn af, og síðan beið þeirra vínflaska og þakkarskilaboð. Opin samskipti og lítill þakkarvottur skipta miklu máli, hvort sem um er að ræða vín eða gjafakort á kaffihúsi á staðnum.“

Ég held að það sé svo mikilvægt að lofa ekki of miklu heldur veita frekar ofgnótt upplýsinga.
Diana,
Oakland, Kalifornía

4. Hlustaðu og sýndu samkennd

„Við erum með mjög vandasamar dyr sem gestir vita oft ekki hvernig þeir eiga að opna þrátt fyrir að ég sé með leiðbeiningar í húsleiðbeiningum okkar og innritunarleiðbeiningum,“ segir Diana. „Þegar þetta gerist hlusta ég alltaf á pirringinn hjá þeim og útskýri þetta síðan fyrir þeim þolinmóð símleiðis eða í eigin persónu.“

Nokkur atriði sem Diana hefur lært af því að hlusta á gesti sína í gegnum tíðina:

  • Útvegaðu lyklalausan aðgang til að auðvelda innritun
  • Útvegaðu næga útilýsingu svo að gestir komist örugglega leiðar sinnar í myrkrinu
  • Óskaðu eftir ferðaupplýsingum fyrir fram og ítrekaðu tíma inn- og útritunar
Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á hversu mikilvægt það er að hlusta, sýna tillitssemi og bara vera mannlegur.
Diana,
Oakland, Kalifornía

5. Sjáðu fyrir algeng vandamál sem geta komið upp

Það getur verið áskorun þegar gestir koma snemma, útrita sig seint eða ef þrifin ganga illa. Hér eru nokkrar hugmyndir til að draga úr hugsanlegum vandamálum:

  • Gefðu skýra tíma fyrir inn- og útritun og rökstuðning fyrir þeim („Ekki innrita þig fyrir kl. 15:00 til að gefa ræstitæknum tíma til að undirbúa herbergið þitt“)
  • Notaðu bókunarstillingarnar til að fá meiri tíma fyrir þrif
  • Íhugaðu að bjóða upp á að geyma farangur gesta ef þú veist að þeir muni koma snemma
  • Vertu með lykilupplýsingar—hvernig farið er inn í eignina, hvernig eignin lítur út o.s.frv.—í skráningarlýsingunni og innritunarleiðbeiningum til að gestir viti hverju má búast við
  • Gefðu húsleiðbeiningar sem sýna hvernig tengjast má þráðlausa netinu og nota vandmeðfarin tæki

Með því að sjá fyrir áskoranir áður en þær koma upp eru meiri líkur á að upplifun gesta verði frábær.

Ef þú hefur enn einhverjar spurningar eða átt í vandræðum getur þú haft samband við okkur og við verðum þér innan handar.

Diana er hvorki starfsmaður Airbnb né fylgir hún fyrirmælum Airbnb. Hún hefur unnið með Airbnb sem gestgjafi til að koma hugsunum sínum á blað og búa til þetta myndskeið. Allar skoðanir, reynslutengdar upplýsingar eða umsagnaryfirlýsingar eru réttar, hennar eigin og ekki opinberar yfirlýsingar Airbnb.

Aðalatriði

  • Hafðu við höndina samskiptaupplýsingar pípulagningamanns, rafvirkja og samgestgjafa til að auðvelda úrlausn vandamála

  • Venjubundið viðhald hjálpar til við að halda eigninni þinni í góðu standi

  • Opin samskipti og samkennd geta hjálpað þér að koma í veg fyrir og takast á við áskoranir

Airbnb
11. des. 2019
Kom þetta að gagni?