Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Mikilvægi umsagna

Umsagnir á Airbnb byggja upp traust og bæta reksturinn.
Airbnb skrifaði þann 29. nóv. 2019
Síðast uppfært 20. ágú. 2025

Umsagnir og einkunnir gera gestum kleift að ákveða hvort eignin þín henti þeim. Betri umsagnir og einkunnir geta leitt til fleiri bókana og hærri tekna.

Hvernig umsagnir ganga fyrir sig

Þú og gesturinn sem bókaði gistinguna hafið 14 daga frá útritun til að skrifa umsögn um reynslu ykkar. Umsagnir eru birtar eftir að báðir aðilar senda inn umsagnir eða eftir að 14 daga umsagnartímabilinu lýkur, hvort sem kemur fyrst.

Gestir geta deilt athugasemdum með:

  • Opinberri umsögn. Umsagnir koma fram á skráningarsíðu þinni og við notandalýsingu þína. Ef þú svarar opinberri umsögn birtist svarið beint fyrir neðan hana.
  • Athugasemd til gestgjafans. Athugasemd viðkomandi kemur ekki fram á skráningarsíðunni þinni.

Þær umsagnir sem eiga best við koma sjálfkrafa fyrst. Gestir geta einnig leitað í umsögnum og flokkað eftir nýjustu, hæstu eða lægstu einkunninni.

Líttu á athugasemdir gesta sem tækifæri til að bæta það sem þú býður upp á. Lestu hverja umsögn og svaraðu með uppbyggilegum hætti til að sýna að þú takir athugasemdirnar alvarlega.

Hvernig stjörnugjöf gengur fyrir sig

Gestir eru beðnir um að gefa 1 til 5 stjörnur í einkunn fyrir heildarupplifun sína og fyrir sex afmarkaða flokka. Heildarupplifun byggir ekki á meðaleinkunn annarra flokka.

Flokkarnir eru:

  • Innritun. Hversu auðvelt var að finna eignina og komast inn?
  • Hreinlæti. Hve vel var þrifið á heimilinu fyrir komu gesta?
  • Nákvæmni. Stóðst eignin væntingar gesta miðað við það sem kom fram í skráningarlýsingunni?
  • Samskipti. Hvernig stóð gestgjafinn sig þegar kom að samskiptum frá bókun til útritunar?
  • Staðsetning. Hvað fannst gestum um svæðið og hverfið sjálft?
  • Virði. Hvernig var virði eignarinnar með tilliti til verðs?

Heildarstjörnueinkunn sem hver gestur gefur birtist við hlið umsagnar viðkomandi. Þegar þrír gestir hafa gefið skráningunni einkunn birtist meðaleinkunn fyrir heildarupplifun í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni.

Einkunnasíðan sýnir heildareinkunn skráningar og stjörnugjöf í flokkum fyrir ofan umsagnir gesta.

Einkunnir gera Airbnb kleift að bera kennsl á og veita framúrskarandi gestgjöfum og skráningum viðurkenningu. Það er til dæmis með merkingu um ofurgestgjafa og eignir í uppáhaldi hjá gestum.

Ofurgestgjafar fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi gestrisni. Ofurgestgjafar verða að halda meðaleinkunn sinni yfir 4,8 stjörnum ásamt því að uppfylla önnur skilyrði.

Eignir í uppáhaldi hjá gestum eru í safni vinsælustu heimilanna á Airbnb. Ýmislegt ræður því hvort eign teljist vera í uppáhaldi hjá gestum. Hún þarf til dæmis að fá framúraskarandi umsagnir og einkunnir yfir 4,9 stjörnum að meðaltali auk þess að einkunnir fyrir alla 6 flokkana verða að vera háar.

Umsagnir um gesti

Ein leið til að minna gesti á að skrifa umsögn er að skrifa umsögn um þá. Umsagnir þínar birtast á notandalýsingu gestsins sem bókaði og gesta sem samþykktu boð um að vera hluti af bókuninni. Leggðu þig fram um að:

  • Sýna þakklæti. Þetta þarf ekki að vera flóknara en: „Takk fyrir heimsóknina!“
  • Veita upplýsingar. Þú gætir t.d. skrifað: „Gesturinn fylgdi útritunarleiðbeiningum okkar í einu og öllu.“
  • Koma fram af virðingu.Ræddu um viðkvæm mál í einkaskilaboðum.

Beðið verður um einkunn þína fyrir hreinlæti gesta, samskipti og fylgni við húsreglur hjá þér. Athugasemdir hjálpa til við að framfylgja grunnreglum fyrir gesti sem gera kröfu um að gestir gangi um heimilið þitt sem sitt eigið og fylgi húsreglunum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
29. nóv. 2019
Kom þetta að gagni?