Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Grunnreglur fyrir gesti

  Nýtt kerfi þar sem farið er fram á að gestir gangi vel um heimili og fylgi húsreglum.
  Höf: Airbnb, 16. nóv. 2022
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 16. nóv. 2022

  Aðalatriði

  • Grunnreglur halda gestum ábyrgum hvað varðar þrjá þætti, en þeir eru hreinlæti, samskipti og húsreglur

  • Endurtekin brot hafa afleiðingar fyrir gesti

  • Spilaðu sérstaka upptöku af skilaboðum til gestgjafa frá forstjóra okkar, Brian Chesky

  Í ár lauk 84% bókana frá janúar til júní á Airbnb með fimm stjörnu umsögn. Þú hefur lagt mikið á þig til að hugsa vel um gestina þína og við viljum gæta þess að við séum að hugsa vel um þig líka.

  Til að tryggja að gestir gangi vel um heimili erum við að innleiða nýjar grunnreglur sem hægt er að framfylgja og allir gestir þurfa að fara eftir. Þær eru einfaldar og skýrar og við sýnum þær öllum gestum áður en þeir bóka.

  Skýrum reglum komið á fyrir gesti

  Grunnreglur gera kröfu um að gestir gangi vel um heimili þitt, fylgi húsreglum og eigi í tímanlegum samskiptum ef eitthvað kemur upp.

  Þessar væntingar eru ekki nýjar af nálinni en hvernig við framfylgjum þeim er nýtt. Grunnreglur haldast í hendur við uppfærða umsagnaferlið sem safnar nánari upplýsingum frá gestgjöfum og gestum eftir hverja dvöl.

  Ef gestur óhreinkar til dæmis teppi hjá þér og þú tilkynnir málið, annað hvort með lágri einkunn fyrir hreinlæti í nýja umsagnaferlinu eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa munum við láta gestinn taka ábyrgð á því.

  Ef gestir brjóta grunnreglur í fyrsta skipti fá þeir viðvörun. Ef vandinn er viðvarandi gæti aðgangur þeirra verið frystur eða fjarlægður af Airbnb. Nánari upplýsingar

  Húsreglum framfylgt

  Húsreglur hafa alltaf verið leið fyrir þig til að greina gestum frá væntingum í upphafi. Með grunnreglum er öllum húsreglum sem þú velur úr listanum hér að neðan framfylgt varðandi:

  • Gæludýr
  • Viðburði
  • Reykingar
  • Rafrettur (nýtt)
  • Kyrrðartíma (nýtt)
  • Inn- og útritunartíma (nýtt)
  • Hámarksfjölda gesta (nýtt)
  • Myndatöku og kvikmyndun í atvinnuskyni (nýtt)

  Húsreglurnar þínar koma einnig fram með skýrari hætti á fjórum stöðum: Skráningarsíðunni, staðfestingarskjánum þegar gestir bóka eignina, í tölvupóstinum í kjölfar bókunar og komuleiðbeiningunum sem gestir fá fyrir ferðina.

  Ef þú lætur gest vita að viðkomandi hafi brotið húsreglur þínar og það verður til þess að gesturinn gefur þér umsögn í hefndarskyni getur þú andmælt umsögninni með uppfærða umsagnarferlinu okkar.

  Hreinlæti og samskipti efld

  Með grunnreglum er sömu reglum framfylgt varðandi hreinlæti og samskipti. Þú getur tilkynnt vandamál tengd hreinlæti og samskiptum í nýja umsagnaferlinu eða haft samband við þjónustufulltrúa.

  Ef þú bætir við aukalegum og sanngjörnum húsreglum eða óskum tengdum útritun verða gestir látnir vita af þeim áður en þeir bóka hjá þér.

  Grunnreglur urðu til í kjölfar athugasemda ykkar. Við vonum að þið haldið áfram að deila hugmyndum ykkar með okkur.

  Nánari upplýsingar um vetrarútgáfu Airbnb 2022

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Grunnreglur halda gestum ábyrgum hvað varðar þrjá þætti, en þeir eru hreinlæti, samskipti og húsreglur

  • Endurtekin brot hafa afleiðingar fyrir gesti

  • Spilaðu sérstaka upptöku af skilaboðum til gestgjafa frá forstjóra okkar, Brian Chesky
  Airbnb
  16. nóv. 2022
  Kom þetta að gagni?