Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Einfaldara ferli til að andmæla umsögnum sem eru skrifaðar í hefndarskyni

  Hægt er að óska eftir að umsögn sem skrifuð er í hefndarskyni sé fjarlægð, óháð því hvenær hún var birt.
  Höf: Airbnb, 16. nóv. 2022
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 30. nóv. 2022

  Gestgjafar vilja oft vita sögu gesta á Airbnb áður en bókunarbeiðni er samþykkt—og hafa einnig áhyggjur af umsögnum sem gætu verið skrifaðar í hefndarskyni. Við erum að uppfæra umsagnarkerfið til að gestgjafar geti kynnt sér umsagnir annarra gestgjafa um gesti og andmælt öllum umsögnum sem eru skrifaðar í hefndarskyni.

  Nánari upplýsingar í umsögnum

  Við erum að bæta við möguleika fyrir gestgjafa að setja inn nánari upplýsingar í umsögnum gesta, sem aðrir gestgjafar munu geta lesið. Ásamt heildareinkunn gests verður til dæmis skýrt frá því hvaða einkunn aðrir gestgjafar gáfu gestinum fyrir hreinlæti, samskipti og að fylgja húsreglum. Umsagnirnar munu einnig auðvelda framfylgni grunnreglna fyrir gesti og hægt verður að tilkynna gesti sem fylgja þeim ekki.

  Sama ferli á við um umsagnir sem gestir gefa gestgjöfum. Gestir gefa eftir sem áður eina til fimm stjörnur í einkunn fyrir heildardvölina. Nú geta gestgjafar einnig gefið stjörnur—og tekið fram hvað gekk vel eða hefði mátt ganga betur—í nokkrum flokkum.

  Sé eignin til dæmis einstaklega hrein gæti gestur gefið fimm stjörnur og tilgreint „tandurhreint baðherbergi“. Stjörnugjöf og athugasemdirnar í tilteknum flokkum hafa ekki áhrif á stöðu ofurgestgjafa.

  Öflugri vernd gegn umsögnum sem eru skrifaðar í hefndarskyni

  Ykkur ætti að líða vel við að taka á móti gestum án þess að hafa áhyggjur af því að umsagnir gætu verið settar inn í hefndarskyni.

  Hægt verður að andmæla hefndarumsögn—sama hvenær hún var birt—frá gestum sem brjóta alvarlega gegn reglum. Dæmi:

  • Valda tjóni á fasteign (nýtt í nóvember 2022)
  • Dvelja lengur en bókun varir (nýtt í nóvember 2022)
  • Brjóta á húsreglum (nýtt í nóvember 2022)
  • Halda samkvæmi eða viðburð í eigninni án leyfis (frá því í apríl 2021)

  Hafir þú beðið um að fjarlægja umsögn fyrir 16. nóvember 2022 þarftu að stofna nýja beiðni samkvæmt uppfærðu reglunum.

  Engin ábyrgð er á því að umsögn sem er andmælt verði fjarlægð. Þegar umsögn er andmælt þarf að leggja fram sönnunargögn, svo sem myndir eða skilaboð til og frá gestum. Sönnunargögnin þurfa að sýna fram á alvarlegt brot á reglum og að framfylgd reglna hafi leitt til þess að umsókn var skrifuð í hefndarskyni.

  Nánari upplýsingar um umsagnarreglur okkar

  Hvernig virka nýju reglurnar? Segjum sem svo að gestur reyki heima hjá þér, í bága við húsreglur. Þú lætur gestinn vita að þú hafir fundið sígarettustubba í stofunni og óskar eftir endurgreiðslu fyrir djúphreinsun. Gesturinn neitar að borga og svarar fyrir sig með reiðilegri umsögn. Nú getur þú andmælt þessari umsögn og við munum kanna hvort hún uppfylli skilyrði til að verða fjarlægð.

  Snemma árs 2023 kynnum við spjallara til að auðvelda andmæli vegna umsagna án þess að þurfa að hafa samband við þjónustuverið.

  Við erum að uppfæra virkni umsagnir vegna athugasemda gestgjafa. Endilega látið okkur áfram vita hvað ykkur finnst svo að við getum áfram gert þær úrbætur sem þið þurfið.

  Nánari upplýsingar um vetrarútgáfu Airbnb 2022

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  16. nóv. 2022
  Kom þetta að gagni?