Uppfærsla fyrir gestgjafa sem nýta sér samnefnisnetföng

Þetta þurfa gestgjafar að hafa í huga varðandi samskipti við gesti.
Airbnb skrifaði þann 22. mar. 2023
1 mín. lestur
Síðast uppfært 22. mar. 2023

Við vitum hve mikilvægt það er að eiga í snurðulausum samskiptum við gesti þína og vinnum því stöðugt að einfaldari leiðum til að hafa samband og deila upplýsingum.

Til að vernda friðhelgi samfélags okkar hefur Airbnb aldrei deilt netföngum gesta eða gestgjafa með öðrum gestum eða gestgjöfum. Ein af þeim leiðum sem gestgjafar gátu nýtt sér til að hafa samband við gesti var í gegnum samnefnisnetfang. Með þessari leið var búið til einkvæmt og nafnlaust netfang fyrir gesti, eins og til dæmis stefania-dfsnsns@guest.airbnb.com.

Skilaboðakerfi Airbnb er helsta samskiptaleið gestgjafa og gesta á heimsvísu og frá og með 30. september 2023 verður eiginleikinn fyrir samnefnisnetföng ekki lengur í boði.

Ef þú notaðir samnefnisnetföng til að senda mikilvæg gögn getur þú enn nýtt þér nokkrar aðrar leiðir til að senda þessar upplýsingar til gesta:

  • Þú getur nýtt þér skilaboðakerfi Airbnb, hringt eða sent textaskilaboð. Þessir eiginleikar breytast ekki.
  • Þú getur tilgreint ítarlegar upplýsingar á skráningarsíðunni sjálfri. Gestir hafa aðgang að þessum upplýsingum hvenær sem þeir þurfa á þeim að halda.
  • Þú getur sent hlekki á gögn. Sendu hlekki í gegnum skilaboðakerfi Airbnb.

Við vinnum stöðugt að því að þróa verkfæri okkar til að gera þér kleift að eiga skilvirk samskipti við gesti þína og við kunnum að meta athugasemdir þínar.

Airbnb
22. mar. 2023
Kom þetta að gagni?