10 leiðir til að gera eignina þína betri

Finndu hvatningu til að uppfæra eignina þína með þessum ábendingum og hugmyndum frá öðrum gestgjöfum.
Airbnb skrifaði þann 13. apr. 2021
4 mín. lestur
Síðast uppfært 18. apr. 2022

Aðalatriði

  • Smávægilegar breytingar geta haft mikil áhrif, allt frá nýrri umferð af málningu til nýrra rúmfata

  • Breyttu hlutum sem geta hraðað þrifum, sinntu fyrirbyggjandi viðhaldi og leggðu áherslu á öryggismál

  • Gistu í eigninni þinni til að finna hvað þarf að bæta; og uppfærðu svo eignina þína

Margar leiðir eru færar til að hressa upp á eign þína, frá einföldum breytingum sem kosta lítið til umfangsmeiri endurbóta. Hér deilum við nokkrum hugmyndum um heimilisendurbætur frá öðrum gestgjöfum. Búðu þig undir innblástur hvort sem þú vilt takast á við verkefnalistann þinn núna eða skipuleggja það sem þú gerir síðar!

1. Mundu að litlar breytingar geta haft mikil áhrif

Stundum þarf bara að mála eina umferð eða kaupa hreinsivörur til að blása nýju lífi í herbergi. Ofurgestgjafinn Harold frá Montreal, Kanada, er að íhuga nokkrar „smávægilegar endurbætur.“ Hann mun „þvo veggi þar sem mikið mæðir á og mála gestaherbergið og baðherbergið,“ segir hann. „Málun er besta leiðin til að hressa upp á eign!“ Prófaðu enn einfaldari leið til að hressa upp á eignina eins og að skipta um rúmföt, bæta við nýjum skrautpúðum eða skipta um sturtuhengi.

2. Fáðu sem mest út úr lágannatíma hjá þér

Hefurðu umfangsmeiri breytingar í huga? Þegar þú hefur fundið tímabilið þar sem eftirspurnin er lítil hjá þér getur þú nýtt þér það til að breyta eigninni þinni, sérstaklega ef eignin þarf að vera laus í nokkra daga eða vikur. „Veturinn hér er lágannatími og því er hann tilvalinn í stærri verkefni,“ segir gestgjafinn Martin frá Proendos á Spáni. Ofurgestgjafarnir Delfina og Jorge frá Vila Nova de Gaia, Portúgal, taka eftir því að færri gestir innrita sig í nóvember, janúar og febrúar svo að það er tíminn sem þau „létu mála öll húsgögnin í eldhúsinu, skiptu út ryksugunni fyrir þráðlausa ryksugu og keyptu nýja sæng.“

3. Skoðaðu aftur hvernig eignin kemur gestum fyrir sjónir

Hvað er það fyrsta sem gestir taka eftir þegar þeir koma til þín? Ef það er flagnandi málning eða illa lýstur gangur gætirðu verið að missa af tækifæri til að gleðja þá í upphafi. „Þegar veðrið batnar byrjum við á því að mála útihurðina okkar,“ segir gestgjafinn Maria frá Aþenu á Grikklandi. Og ofurgestgjafinn Markus frá Dornbirn, Austurríki, er að setja upp „ný LED-útiljós með hreyfiskynjara við innganginn á íbúðunum okkar.“

4. Gerðu breytingar sem geta sparað þér tíma við þrif

Sumar breytingar, svo sem á húsgögnum og búnaði, geta auðveldað þrif á eigninni (og lækkað kostnað!). Ofurgestgjafinn Beth frá Flagstaff, Arizona, skipti út rúmgrind sinni sem þurfti mikið viðhald í þægilegra „rúm sem ekki þarf að fægja.“ Og ofurgestgjafinn Beatriz frá São Paulo, Brasilíu, er með góða ábendingu til að komast í króka og kima: „Ég ætla að setja lítil hjól undir sum húsgögn til að þrífa hraðar.“

5. Uppfærðu í orkusparandi tæki

Það er ekki bara betra fyrir plánetuna að draga úr orkunotkun á staðnum, þú getur einnig lækkað reikningana. Gestgjafinn Markus frá Dornbirn, Austurríki, ætlar að prófa snjallhitastilli: „Ég vona að það muni draga úr hitakostnað þar sem ég get minnkað hitun [þegar enginn er á staðnum].“ Ofurgestgjafinn Pete frá Los Angeles „bætti við tímastilli með niðurtalningu fyrir lofthitara og viftu á baðherberginu,“ til að hjálpa gestum sínum að spara orku.

6. Sinntu fyrirbyggjandi viðhaldi

Þú getur sinnt ákveðnum verkum með föstu millibili svo að allt virki vel á staðnum til dæmis að skipta þarf um síur fyrir hitun og loftræstingu, skipta um ljósaperur eða þurrka af og endurstilla mótöld og beina. Loftslagið á staðnum getur bætt við verkefnalistann en það fer eftir því hvar þú býrð. „Ég skipti keðjunni í salerninu út fyrir nælonsnæri og ég smyr lamir reglulega,“ segir ofurgestgjafinn Sarah frá Sayulita, Mexíkó, þar sem raki og salt í loftinu getur tært málmbúnað.

7. Farðu yfir öryggisbúnað eignarinnar þinnar

Breyting á eign í öryggisskyni er ávallt fjárfesting sem er ómaksins virði. „Reykskynjarar, kolsýringsskynjarar og skilti sem gestir geta fylgt ef slys eða eitthvað kemur upp á,“ eru góð byrjun, segir ofurgestgjafinn Bryan frá Las Palmas de Gran Canaria á Spáni. Vertu með slökkvitæki og sjúkrakassa á staðnum til að draga úr áhyggjum. Þú ættir einnig að kynna þér hvaða sérstöku reglur og reglugerðir gilda þar sem þú ert.

8. Útbúðu hlýlegt útisvæði

Gestir eru hrifnir af grænu rými og þú þarft engan svakalegan bakgarð til þess. Ofurgesgjafinn Lawrence í Parkville, Ástralíu, hefur sett sér háleit markmið um að „útbúa garð á þakveröndinni með pottaplöntum. Ég mun nota innlendar strandplöntur.“ Og ofurgestgjafinn Irwing frá Panama-borg, Panama, hvetur gesti til að njóta sín utandyra. „Mig langar að búa til garð á svölunum og setja þar húsgögn til að gefa gestum pláss til að tengjast náttúrunni.“

9. Gistu í eigninni þinni til að sjá fyrir á hverju gestirnir þurfa að halda

Reyndu að setja þig í spor gesta þinna ef þú ert ekki viss um á hverju ætti að byrja. „Áður en þú hefur endurbætur eða breytingar skaltu pakka niður í tösku og gista í eigninni í nokkrar nætur,“ segir ofurgestgjafinn Sarah frá South Charleston, Ohio. „Gerðu svo lista yfir það sem þú þurftir, saknaðir eða sem virkaði ekki eins og þú ímyndaðir þér.“ Notaðu sama inngang og gestir svo að upplifun þín verði eins og hjá þeim.

10. Og gleymdu ekki að uppfæra eignina!

Allar umbætur á eign þinni geta vakið meiri athygli á skráningunni. Mundu því að uppfæra lýsinguna, lista yfir þægindi og myndir. Ef þú getur skaltu íhuga að fjárfesta í atvinnuljósmyndun eins og ofurgestgjafinn Jacqui frá Worcester í Bretlandi gerði. „Það var þess virði,“ segir hún. „Bókunum fjölgaði.“

Við vonum að þessar hugmyndir fái þig til að hugsa um hvað þú getur gert til að bæta eignina þína núna og á komandi mánuðum og árum.

Aðalatriði

  • Smávægilegar breytingar geta haft mikil áhrif, allt frá nýrri umferð af málningu til nýrra rúmfata

  • Breyttu hlutum sem geta hraðað þrifum, sinntu fyrirbyggjandi viðhaldi og leggðu áherslu á öryggismál

  • Gistu í eigninni þinni til að finna hvað þarf að bæta; og uppfærðu svo eignina þína

Airbnb
13. apr. 2021
Kom þetta að gagni?