Þekking í vinnunni: Viðtal við Chip Conley

Sérfræðingurinn í gistiþjónustu ræðir nýju bókina sína og mikilvægi þekkingar á gestaumsjón.
Airbnb skrifaði þann 21. ágú. 2018
4 mín. lestur
Síðast uppfært 21. apr. 2021

Okkur er ánægja að fá Chip Conley til að segja frá hugmyndum sínum um sambandið milli visku og vinnu og hvernig gistisamfélag Airbnb hefur hjálpað til við að móta starfsferil hans. Chip hefur lengi verið frumkvöðull í gistirekstri, stefnuráðgjafi Airbnb, höfundur og málsvari gestgjafa og þátttaka hans í gistisamfélaginu á sér bæði djúpar rætur og mun skilja eftir sig varanleg för. Með nýju bókinni sinni, Wisdom@Work: The Making of a Modern Elder, lofar hann að breyta hugmyndum um að eldast og líta á það sem tækifæri til að deila þekkingu og verða nemandi aftur.

Sp.: Þú hefur verið virkur þátttakandi í gistirekstri og gistisamfélagi Airbnb árum saman. Hvernig spratt viskan sem þú deilir í nýju bókinni þinni upp frá þessari vinnu?
Chip Conley:
„Ég sakna fyrst og fremst gistisamfélagsins okkar. Á þeim fjórum árum sem ég var í forsvari hjá félaginu elskaði ég að ferðast um allan heim og að læra af gestgjöfum okkar. Samkvæmt gömlu orðatiltæki talar þekkingin en viskan hlustar og reynslan sýndi mér að gistisamfélagið okkar hlustar vel en meðlimir þess leggja einnig mikið til samfélagsins okkar alls. Ég lærði nokkuð mikið af „hópvisku“ (alþjóðlega gistisamfélagsins okkar) og ég vona að hóparnir sjái skoðanir sínar endurspeglast í nýju bókinni minni sem lýsir því hvers vegna heimurinn þarf að meta visku í heimi þar sem tæknin verður sífellt meira ríkjandi.“

Sp.: Hvað geta gestgjafar lært af því hvernig þú nálgast visku til að verða betri gestgjafar?
Conley:
„Það hefur verið magnað að hafa tvöfalt lengri starfsaldur en meðalstarfsmaður Airbnb undanfarið fimm og hálft ár hjá félaginu (síðasta eitt og hálft árið sem ráðgjafi). Ég hef lagt mig fram um að vera málsvari gistisamfélagsins og einkum fólks sem er aðeins eldra. Brian og samstofnendur hans kunna virkilega að meta það að gestgjafar sem eru 50 ára eða eldri fá hæstu einkunn Airbnb vegna ánægju gesta úr öllum þjóðfélagshópum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu: meiri tími til að einbeita sér að gestaumsjón, aukin tilfinningagreind (lykilatriði hjá góðum gestgjöfum) með aldrinum og mögulega lengri skuldbinding til að afla eftirlauna sem gestgjafi. Ég held að enginn aldurshópur geti einokað visku en viskuna má rækta og móta með tímanum.“

Sp.: Hvernig hefur hugmyndin um gestrisni breyst hjá þér (eða haldist óbreytt) frá því að þú varst á þrítugsaldri, fertugsaldri, fimmtugsaldri og eldri?
Conley: "
„Þegar ég byrjaði með Joie de Vivre Hospitality var ég um 25 ára (1987). Fyrirtækið var eitt af þeim fyrstu með hönnunarhótel í Bandaríkjunum. Við vorum að sanna að vaxandi fjöldi ferðamanna leitaði sér að sérsniðinni og staðbundinni upplifun á hótelum. Það er merkilegt að við breytum titli starfsmanna í móttökunni úr „afgreiðslumanni“ í „gestgjafa“ svo að hugmyndin um gestgjafa hefur verið mér í blóð borin í 32 ár. Á þeim 24 árum sem ég var forstjóri fyrirtækisins bjuggum við til 52 hönnunarhótel og það varð greinilegt að stóru alþjóðlegu keðjurnar vildu líta út meira eins og hönnunarhótel (aukin áhersla á hönnun, betri veitingastaðir og barir, meiri áhersla á upplifanir á staðnum o.s.frv.). Þegar ég gekk til liðs við Airbnb sem yfirmaður alþjóðlegrar gestrisni og stefnu sá ég þessa nýju bylgju heimagistingar sem víðfeðmari nýsköpun hönnunarhótela þar sem tæknin gerði Airbnb kleift að taka þessa staðbundnu áherslu á gestrisni og gera hana alþjóðlega. Þegar Brian Chesky hafði samband við mig um að ganga til liðs við félagið fyrir fimm og hálfu ári síðan spurði hann: „Hvernig líst þér á að auka aðgengi almennings að gistirekstri?“ Og ég held að Airbnb og magnaða gistisamfélagið okkar hafi gert það.“

Sp.: Hvaða ráð mundir þú gefa nýjum gestgjafa sem er að byrja?
Conley:
„Almennt einkenni bestu gestgjafanna okkar um allan heim er þegar gott skipulag og hlýja og samkennd koma saman. Þetta eru mismunandi einkenni og sumir gestgjafar geta verið betri í einu en öðru en þeir sem ná völdum á báðu (stundum eru það pör sem sameina þessi einkenni) munu ná miklum árangri.“

Sp.: Hvað tekur við hjá þér, Chip? Hvað viltu takast á við á næsta tímabili?
Conley:
„Ég verð áfram stefnuráðgjafi Brian og æðstu yfirmanna með honum. Þegar ég skrifaði Wisdom@Work sá ég hve margir á miðjum aldri og eldri vilja endurskoða líf sitt og starfsferil og hve fá úrræði standa til boða fólki á miðjum aldri. Því hef ég stofnað fyrsta viskuskóla í heimi fyrir miðaldra, Modern Elder Academy, sem sérhæfir sig í að útvega staðinn og tólin til að hefja endurskoðun á lífsferli og reynslu nemenda. Háskólasvæðið er við ströndina í klukkutíma fjarlægð norður af Cabo San Lucas í suðurhluta Baja, Mexíkó, svo að ég er aftur kominn í gistirekstur. Fólk kemur til okkar frá öllum heimshornum.“

Til að lesa meira um bók Chips og Modern Elder Academy skaltu heimsækja vefsíðu hans..

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
21. ágú. 2018
Kom þetta að gagni?