Hvernig handbyggt heimili hjálpaði tveimur ofurgestgjöfum að minnka við sig vinnu á eldri árum

Par segir frá reynslu sinni af gestaumsjón frá fyrsta múrsteininum til fyrsta gestsins.
Airbnb skrifaði þann 17. jan. 2019
4 mín. lestur
Síðast uppfært 7. jan. 2022

Hjá ofurgestgjöfunum Mary og Buster Reynolds hefur gestrisni og heimilisbygging verið hluti af lífi þeirra í 40 ár. „Þetta er lífsstíll“ sagði Buster. Hann og konan hans Mary hafa verið að byggja heimilið sitt með eigin höndum síðan 1980 og þau hafa deilt því með gestum. „Með komu svona margra nýrra gesta er hægt að sjá heimilið aftur með ferskum augum. Við erum mjög stolt af því sem hefur átt sér stað.“ Fasteignin er í hálftímafjarlægð með rútu frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku þar sem áður var verndarsvæði fugla og hér er aðalbygging með þremur gestaherbergjum og svo eru tveir bústaðir fyrir gesti. Og parið var loksins að klára allt í „gærkvöld!“ Mary hló: „Ég var að klára að flísaleggja nýja baðherbergið.“

Mary og Buster gáfu sér tíma frá flísalögn til að segja okkur hvernig þau urðu gestgjafar, hvernig það hefur hjálpað þeim að drýgja eftirlaunin og af hverju það gæti verið alveg eins hús og húsið þeirra í tæplega 5.000 km fjarlægð í Nígeríu.

Að byggja heimili með berum höndum virðist vera stærðarinnar verkefni. Voru þið bæði með reynslu úr byggingarvinnu?
Mary: „Reyndar ekki. Buster er á eftirlaunum en vann við kvikmyndatöku og ég vann mest alla ævina við menntun. Við vorum áður með leigusala sem byggði bústaði en þeir voru svo illa byggðir að við hugsuðum með okkur að ef hann gæti gert þetta ... gætum við gert betur. Buster fór því á námskeið í múrsteinslögn og ég keypti bók um pípulagnir.“

Er þetta þjálfunin ykkar?
Buster: (hlær) „Þá höfðum við ekki efni á því að kaupa heimili. Þetta var eina leiðin sem við höfðum til að eignast húsið sem við vildum á landspildunni sem við vildum. Svo að við byrjuðum með 3.000 rand (USD 218) og þetta vatt upp á sig frá því. Hver einasta helgi, hver einasta mínúta og hver einasta króna sem við áttum aflögu fór í heimilið.“

Mary: „Buster sá um bygginguna og ég vann inni. Burðarbitarnir eru úr gúmmítrjám sem vaxa á staðnum og annar viður kemur að miklu leyti frá skranporti Crown Mines sem er ein af fyrstu gullnámunum í Jóhannesarborg. Það eina sem við þurftum að fá verktaka til að sinna var rafmagnið og stráþakið af því að það þurfti mikla sérfræðiþekkingu. Listin við að vefa stráþak er hefðbundin svo að við réðum sérfræðinga á staðnum til að vefa það úr grasi sem konur þeira skáru sjálfar niður. Þetta er eins og Michelangelo sem varði lífstíðinni næstum í að fara upp og niður stiga í Sixtínsku kapellunni. Þetta er eins og lifandi listaverk.“

Hefur spjall um húsið orðið góð leið til að mynda tengsl við gesti?
Buster: „Já, klárlega. Húsið er mjög opið en „open-plan“ var ekki einu sinni til í orðabók 1980. Þetta er loksins orðið algengara í dag! Gestir ganga inn í gegnum eldhúsdyrnar og tengjast samstundis [heimilinu og] því sem við bjóðum þeim í morgunverð: sultu, súrsað grænmeti og mauk sem er ræktað og unnið á heimilinu ásamt heimagerðu granóla og múffum. Það eru alltaf ýmsar tegundir af brauði, nóg af kaffi og Rooibos-te, sem er mjög suður-afrískt. Við spjöllum að minnsta kosti í klukkutíma við morgunverðarborðið.“

Mary: „Við fengum hóp frá Nígeríu sem bjóst við 5 stjörnu hóteli. Hópurinn missti andlitið við komuna en það leið ekki á löngu áður en fólk vandist þessu. Einn úr hópnum bað um afrit af teikningunum þegar hann fór af því að hann vildi byggja eins hús og okkar. Það gæti verið eftirgerð af húsinu okkar einhvers staðar í Nígeríu.“

Þetta hljómar eins og mesta hrós! Hvernig urðu þið gestgjafar?
Mary: „Í gegnum AFS, eða American Field Service, sem eru alþjóðleg skiptinámssamtök. Við fórum í magnaða ferð til Bandaríkjanna árið 1984 og þegar við komum heim var AFS að leita að fósturfjölskyldum. Síðan þá höfum við tekið á móti sjö nemendum í eitt ár í senn sem koma frá öllum heimshornum. Gestaumsjón varð að lífsstíl hjá okkur. Við bættum einnig við tveimur bústöðum. Þeir voru upphaflega fyrir foreldra okkar en fóru svo í útleigu. Árið 2017 hvatti dóttir okkar, Katy, okkur til að skrá okkur á Airbnb og við byrjuðum næstum strax að fá bókanir.“

Hvað finnst ykkur skemmtilegast við gestaumsjón?
Mary: „Fólkið. Við höfum alltaf notið þess að hafa fólk á staðnum, að læra um mismunandi menningu og ástæðu þess að fólk kom til Suður-Afríku. Við fengum magnaðan hóp af Bandaríkjamönnum frá Chicago með ættir að rekja til Afríku og fólkið vildi kynnast uppruna sínum. Við bentum hópnum á staði þar sem við héldum að upplifun fólksins yrði sannarlega afrísk. Og þetta var mjög tilfinningaþrungið hjá fólkinu sem fann sterk tengsl við menninguna.“

Buster: „Svo var maður frá Argentínu sem var svo hugfallinn af myltingunni hjá okkur að hann vildi strax fara heim og hefja mylturekstur. Svona sögur halda okkur gangandi.“

Mary: „Auk þess þurfti Buster að fara á eftirlaun snemma og ég er næstum komin á eftirlaun svo að aukatekjurnar skipta okkur miklu máli. Með þeim getum við búið áfram á heimilinu okkar. Við réðum einnig tvo starfsmenn við húshjálp og garðyrkjumann. Þau yrðu einnig atvinnulaus án teknanna af Airbnb. Við ætlum okkur ekki að hagnast eða verða forrík, alls ekki, heldur einfaldlega að halda heimilinu okkar og halda Nelly, Elizabeth og Mishek í vinnu.“

Ert þú með einhverjar ráðleggingar fyrir gestgjafa?
Mary: „Þú verður að njóta þess sem þú ert að gera, annars er það ekki þess virði. Við njótum þess. Og þegar fólk metur það sem þú gerir veistu að þú gerir það rétt.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
17. jan. 2019
Kom þetta að gagni?