Kennara finnst það fræðandi að bjóða aukaherbergið sitt

Gestaumsjón hjálpar henni að hafa efni á öðru svefnherbergi og hitta fólk alls staðar að.
Airbnb skrifaði þann 13. apr. 2022
3 mín. lestur
Síðast uppfært 13. apr. 2022

Aðalatriði

  • Þessi grunnskólakennari segir að kennsla, ferðalög og gestaumsjón hafi kennt henni svo mikið.

  • Hún elskar að hitta fólk og notar hluta af tekjum sínum af gestaumsjón í ferðalög

  • Hún segir að sveigjanleikinn sem gestaumsjón veiti henni sé mjög mikilvægur í annasömu lífi hennar sem kennara.

Ofurgestgjafinn Tiffany hefur alltaf elskað að ferðast á sumrin en hún er kennari við almenningsskóla í New York. Hún kynnist nýju fólki og annarri menningu í gegnum bæði kennslu og ferðalög. Árum saman varð hún að gera þetta af litlum efnum.

Frá því að Tiffany byrjaði að bjóða sérherbergi árið 2012 hefur hún þó haft nægilegt fjármagn til að hafa efni á tveggja herbergja íbúð og til að ferðast á sumrin; þetta gerir hún á meðan hún kynnist fólki frá öllum heimshornum.

„Gestaumsjón gerir mér kleift að búa í tveggja herbergja íbúð í New York,“ segir Tiffany. „Það geta ekki margir sagt sem eru á kennaralaunum. Það hefur einnig gert mér kleift að búa í hverfinu þar sem ég vinn, sem er þar sem ég tel samfélag mitt vera.“

Hugarfar kennara

Tiffany skráði fyrst sérherbergi eftir að hafa verið með herbergisfélaga og áttað sig þannig á því að hún kjósi frekar að taka á móti nýjum gestum með reglubundnum hætti. Sem kennara leist henni vel á hugmyndina um að taka á móti gestum. Enda var hún reyndasti gestgjafinn í kennslustofu sinni í grunnskólanum.

„Maður lærir mikið af því að kenna,“ segir Tiffany. „Maður lærir mjög mikið um að takast á við tilfinningar og skapferli fólks. Það skilar sér svo sannarlega í gestaumsjón. Þetta snýst bara um að skilja það sem veitir fólki gleði.“

Þegar leigan hjá henni hækkaði fann hún tveggja herbergja íbúð í Washington Heights sem var nær skólanum þar sem hún kennir ensku sem annað tungumál. Aukatekjur hennar af því að bjóða sérherbergi standa undir kostnaði helmings leigu hennar.

Stutt við ferðalög—fyrir aðra og hana sjálfa

Tiffany heldur gistináttaverðinu lágu samanborið við markaðssvæði hennar; 48 Bandaríkjadalir þegar þessi saga var birt svo að gestir hafi frekar efni á að heimsækja New York. Hún aflar samt nægra tekna í gegnum gestaumsjónina til að hafa efni á að ferðast sjálf.

„Ég hef fulla trú á því að gera ferðalög góð fyrir budduna,“ segir hún. “Því að ferðalög breyta lífi fólks. Gestumsjónin fór hratt af stað. Dagatalið mitt var fullt marga mánuði fram í tímann. Þetta varð svo bara að aukatekjum fyrir mig.“

Tiffany getur tekið frá daga í dagatalinu sínu því að gestaumsjón er sveigjanleg. Hún greinir einnig frá því í skráningarlýsingunni að gestir muni vera með loðna herbergisfélaga: Köttinn hennar sem heitir Kali og tvo hunda sem heita Chugzy og Cipzy.

Verkið klárað

Tiffany segir hinn sanna ávinning af gestaumsjón á Airbnb vera þann að hitta fólk frá öllum heimshornum, hvort sem hún ferðast þegar frí er í skólanum eða í gegnum gesti sína.

„Mér finnst gaman hvað lífið verður áhugavert þökk sé þeim fjölda fólks sem ég hitti hvaðanæva að,“ segir Tiffany. „Það bætir svo miklu við líf manns þegar maður blandar geði við fólk frá mismunandi menningarheimum og með mismunandi bakgrunn. Þetta er einnig ástæðan fyrir því að ég ferðast.“

Hún bætir við að aukatekjurnar geri henni auk þess kleift að „skoða og lifa á þann máta sem ég kýs“. „Að vera gestgjafi á Airbnb hefur gert mér kleift að breiða aðeins úr vængjunum. Það skapar mér smá svigrúm og veitir kosti sem ekki allir njóta í New York.“

Hefurðu áhuga á að bjóða gistingu hjá þér?
Prófaðu gestaumsjón

Aðalatriði

  • Þessi grunnskólakennari segir að kennsla, ferðalög og gestaumsjón hafi kennt henni svo mikið.

  • Hún elskar að hitta fólk og notar hluta af tekjum sínum af gestaumsjón í ferðalög

  • Hún segir að sveigjanleikinn sem gestaumsjón veiti henni sé mjög mikilvægur í annasömu lífi hennar sem kennara.

Airbnb
13. apr. 2022
Kom þetta að gagni?