Notkun hraðsvara til að spara tíma
Gestgjafar heimila og upplifana fá oft sömu spurninguna aftur og aftur frá mismunandi gestum. „Getur þú sent mér leiðarlýsingu?“ „Hvað er lykilorðið fyrir þráðlausa netið?“ „Er laust hjá þér í júní?“
Með hraðsvörum í skilaboðaflipanum getur þú endurnýtt svör þín og svarað með skjótum hætti í hvert skipti.
Hvernig hraðsvör ganga fyrir sig
Hraðsvör eru stutt sniðmát sem innihalda forskrifuð svör við algengum spurningum. Breytur fylla sjálfkrafa út tilteknar upplýsingar úr skráningu þinni og bókun gestsins til að sérsníða skilaboðin.
Þú getur nýtt þér hraðsvör í hvert skipti sem þú átt í samskiptum við gesti. Útbúðu þín eigin svör eða nýttu þér forskrifuð sniðmát frá Airbnb til að sleppa við það að skrifa frá grunni.
Skilaboðaflipinn notar gervigreind til að greina spurningar gesta og leggur sjálfkrafa til hraðsvar sem gæti átt við. Tillagan birtist í samtalinu þar sem aðeins þú getur séð hana. Þú getur breytt hraðsvarinu áður en þú sendir það eða skrifað annað svar.
Þú getur tímasett skilaboð til að senda síðar með því að velja táknið við hliðina á skrifaðu skilaboð. Veldu sniðmát og hvenær þú vilt senda það. Þegar líður að skilaboðum sem þú hefur tímasett mun þér birtast áminning í samtalsglugganum við gestinn. Þú getur breytt eða sleppt því að senda skilaboð ef þau innihalda upplýsingar sem þú hefur nú þegar komið á framfæri.
Ábendingar um notkun hraðsvara
Hraðsvör virka best þegar þau eru stutt og miðast við eitt viðfangsefni.
Prófaðu að nota hraðsvör til að vera fyrri til að svara algengum spurningum. Þau nýtast þér til dæmis við að taka á viðfangsefnum sem þessum.
- Framboði: Láttu gesti vita að hægt sé að bóka allar lausar dagsetningar í dagatali þínu.
- Leiðarlýsingu og samgöngum: Staðfestu heimilisfang eignarinnar eða samkomustaðar með leiðbeiningum til að komast á staðinn.
- Þráðlausu neti: Veittu upplýsingar um þráðlausa netið og lykilorð heima hjá þér eða á staðnum.
- Snemmbúinni innritun: Samþykktu beiðni gests um að mæta fyrir tilsettan innritunartíma.
- Síðbúinni útritun: Samþykktu beiðni gests um að yfirgefa eigninna eftir tilsettan útritunartíma.
- Svefnfyrirkomulag: Staðfestu fjölda svefnherbergja, rúma og baðherbergja sem eignin þín býður upp á.
Reyndu að tímasetja hraðsvör á þessum lykilstundum ef þú tekur á móti gestum á heimili.
- Staðfesting bókunar: Sendu skilaboð til að heilsa gestum þegar bókun er staðfest.
- Fyrir innritun: Sendu skilaboð þegar allar upplýsingar um ferðina verða tiltækar um 24–48 klst. fyrir innritun.
- Eftir fyrstu nóttina: Hafðu samband til að athuga hvort gestirnir þurfi eitthvað til að betur fari um þá.
- Fyrir útritun: Sendu gestum útritunartímann og útritunarleiðbeiningar kvöldið fyrir áætlaða brottför.
- Eftir brottför: Þakkaðu gestum fyrir komuna þegar 24–48 klst. eru liðnar frá útritun og spurðu hvernig dvölin hafi verið.
Reyndu að tímasetja hraðsvör á þessum lykilstundum ef þú býður upplifun.
- Staðfesting bókunar: Sendu skilaboð til að heilsa gestum þegar bókun er staðfest.
- Áður en upplifun hefst: Spurðu hvort gestir hafi séróskir varðandi mataræði, aðgengi eða annað. Gefðu þér nægan tíma til að bregðast við öllum beiðnum.
- Minntu á viðburðinn: Hafðu samband um sólarhring áður en upplifunin hefst og veittu leiðarlýsingu og nákvæmar leiðbeiningar um hvar þið hittist.
- Að upplifun lokinni: Þakkaðu gestum fyrir að bóka hjá þér og spurðu hvernig þeim hafi fundist upplifunin.
Breytur í hraðsvörum fylla sjálfkrafa út tilteknar bókunar- og skráningarupplýsingar eins og nafn gestsins þegar skilaboðin eru send. Gakktu því úr skugga um að skráningin þín sé fullfrágengin og uppfærð. Skilaboð með auðum breytum sendast ekki með réttum hætti.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.