Notkun hraðsvara til að spara tíma
Gestgjafar fá oft sömu spurninguna aftur og aftur frá mismunandi gestum. „Er heimilið þitt laust í júní?“ „Getur þú sent mér leiðarlýsingu?“ „Hvað er lykilorðið fyrir þráðlausa netið?“
Með hraðsvörum í skilaboðaflipanum getur þú endurnýtt svör þín og svarað með skjótum hætti í hvert skipti.
Hvað er hraðsvar?
Hraðsvör eru stutt og forskrifuð skilaboð vistuð sem sniðmát undir skilaboðastillingum.
Skilaboðin eru aðlöguð með breytum fyrir eiginnafn gests og önnur atriði úr skráningar- eða bókunarupplýsingum.
Útbúðu eigin hraðsvör eða breyttu sniðmátum Airbnb. Þú gætir til dæmis vistað hraðsvar ef þú færð oft spurningar um útigrill.
Þú getur sent hraðsvör strax eða tímasett þau til að sendast sjálfkrafa síðar.
Hvernig sendi ég hraðsvar?
Svona sendir þú gestum tafarlaust hraðsvar:
- Opnaðu skilaboðaflipann.
- Veldu samtalið sem þú vilt svara.
- Pikkaðu á plúsinn (+) við skrifa skilaboð.
- Veldu senda hraðsvar.
- Veldu hraðsvar sem birtist í samtalinu.
- Breyttu svarinu eða sendu það eins og það er.
- Pikkaðu á örina (↑) til að senda skilaboðin.
Í skilaboðaflipanum eru einnig tillögur að svörum sem styðjast við gervigreind til að skilja spurningu gestsins og leggja til eitt hraðsvara þinna til að svara henni. Tillagan birtist í samtalinu þar sem aðeins þú getur séð hana. Þú getur breytt tillögu að svari áður en þú sendir það eða skrifað annað svar.
Hvernig tímaset ég hraðsvar?
Svona sendir þú hraðsvar sjálfkrafa til allra gesta:
- Opnaðu skilaboðaflipann.
- Pikkaðu á stillingatáknið efst á skjánum.
- Pikkaðu á umsjón með hraðsvörum.
- Veldu hraðsvarið sem þú vilt tímasetja og pikkaðu á næsta.
- Pikkaðu á tímasetja og veldu hvenær þú vilt að gestir fái skilaboðin, t.d. fimm mínútum eftir að gestur bókar eða daginn fyrir innritun kl. 10:00.
Þegar líður að tímasettu hraðsvari mun þér birtast áminning í samtalsglugganum við gestinn. Þú getur breytt eða sleppt því að senda skilaboð ef þau innihalda upplýsingar sem þú hefur nú þegar komið á framfæri.
Ábendingar um notkun hraðsvara
Hraðsvar virkar best þegar það er stutt og áherslan er á eitt viðfangsefni. Þú finnur forskrifuð sniðmát fyrir algeng viðfangsefni eins og þessi í skilaboðaflipanum.
- Framboð: Láttu gesti vita að hægt sé að bóka allar lausar dagsetningar í dagatali þínu.
- Svefnfyrirkomulag: Staðfestu fjölda svefnherbergja, rúma og baðherbergja á staðnum.
- Snemmbúin innritun: Samþykktu beiðni gests um að mæta fyrir tilsettan innritunartíma.
- Leiðarlýsing og samgöngur: Staðfestu heimilisfang eignarinnar ásamt leiðarlýsingu.
- Þráðlaust net: Veittu upplýsingar um þráðlausa netið og lykilorð heima hjá þér eða á staðnum.
- Síðbúin útritun: Samþykktu beiðni gests um að yfirgefa eigninna eftir tilsettan útritunartíma.
Þú getur aðlagað öll forskrifuð sniðmát áður en þú sendir þau eða búið til þín eigin. Prófaðu að tímasetja hraðsvör á tilteknum tímapunktum:
- Staðfesting bókunar: Sendu skilaboð til að heilsa gestum þegar bókun er staðfest.
- Fyrir innritun: Sendu skilaboð þegar allar upplýsingar um ferðina verða tiltækar einum eða tveimur sólarhringum fyrir innritun.
- Eftir fyrstu nóttina: Hafðu samband til að athuga hvort gestirnir þurfi eitthvað til að betur fari um þá.
- Fyrir útritun: Sendu gestum útritunartímann og útritunarleiðbeiningar kvöldið fyrir áætlaða brottför.
- Eftir brottför: Þakkaðu gestum fyrir komuna þegar 24–48 klst. eru liðnar frá útritun og spurðu hvernig dvölin hafi verið.
Með því að bæta myndum eða myndskeiðum við hraðsvörin getur þú kynnt þig og deilt mikilvægum upplýsingum um heimilið. Myndrænar leiðbeiningar gætu til dæmis auðveldað gestum að komast inn í eignina, stilla loftkælinguna eða hitann eða kveikja og slökkva á heita pottinum.
Þú getur sett skrár í viðhengi skilaboða eftir að bókun hefur verið staðfest. Sendu myndir á PNG- eða JPG-sniði (allt að 50 MB) og myndskeið á MP4- eða MOV-sniði (allt að 100 MB og 60 sekúndur að lengd).
Notendaupplifun getur verið mismunandi eftir staðsetningu. Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
