Hvað fela reglurnar um óviðráðanlegar aðstæður í sér?

Kynntu þér hvernig Airbnb meðhöndlar afbókanir þegar atburðir sem valda stórtækum röskunum eiga sér stað.
Airbnb skrifaði þann 28. mar. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 28. mar. 2024

Öryggi gestgjafa og gesta er algjört forgangsmál hjá okkur. Reglur okkar vernda bæði þig og gesti þína þegar náttúruhamfarir, lýðheilsuvandamál eða aðrir atburðir sem valda stórtækum röskunum koma í veg fyrir að hægt sé að taka á móti gestum. 

Þessar reglur voru áður kallaðar „reglur um gildar málsbætur“. Við erum að uppfæra reglurnar og endurnefna þær til að lýsa þeim betur. 

Endurskoðuðu reglurnar um óviðráðanlegar aðstæður munu taka gildi fyrir allar ferðir og upplifanir sem eiga sér stað frá og með 6. júní 2024, óháð því hvenær gengið var frá bókun.*

Hvað fellur undir reglurnar um óviðráðanlegar aðstæður?

Í reglunum er útskýrt hvernig Airbnb meðhöndlar afbókanir og endurgreiðslur þegar atburðir sem valda stórtækum röskunum hafa áhrif á bókun. 

Eftirfarandi atburðir falla undir reglurnar, að því tilskildu að þeir hafi áhrif á svæðið þar sem bókunin er staðsett, eigi sér stað eftir að gengið er frá bókun og komi í veg fyrir eða banni samkvæmt lögum að hægt sé að standa við bókunina:

  • Yfirlýst neyðarástand og faraldrar sem varða lýðheilsu. Þar á meðal eru faraldrar, heimsfaraldrar og neyðarástand fyrir lýðheilsu sem stjórnvöld lýsa yfir. Þetta á ekki við um sjúkdóma sem eru landlægir eða algengir á tilteknum stað. COVID-19 fellur ekki undir reglurnar um óviðráðanlegar aðstæður.
  • Ferðatakmarkanir stjórnvalda. Þar á meðal eru skyldubundnar takmarkanir sem opinber stofnun setur, svo sem fyrirmæli um rýmingu. Þetta nær ekki yfir ferðaráðleggingar og álíka opinbera leiðsögn sem er ekki bindandi.
  • Hernaðaraðgerðir og önnur átök. Þar á meðal eru stríðsárásir, átök, innrásir, borgarastyrjaldir, hryðjuverkaárásir, sprengingar, sprengjuárásir, uppþot, uppreisnir og óeirðir.
  • Stórfelldar bilanir í veitukerfum. Þar á meðal langvarandi bilanir í hitaveitukerfi, vatnsveitu og rafmagnsveitu sem hafa áhrif á meirihluta heimila á tilteknu svæði.
  • Náttúruhamfarir. Þar á meðal eru náttúruhamfarir og önnur hættuleg veðurfyrirbrigði. Veðurfyrirbæri og náttúruleg fyrirbrigði sem eru nógu algeng til að teljast fyrirsjáanleg á tilteknu svæði, falla aðeins undir reglurnar að því tilskildu að þau leiði til annars þáttar sem fellur einnig undir reglurnar og komi í veg fyrir að hægt sé að standa við tiltekna bókun. Fellibylur á fellibyljatímabilinu í Mexíkó fellur til dæmis aðeins undir reglurnar ef gefin eru út opinber fyrirmæli um rýmingu.

Hvernig er reglunum framfylgt?

Falli atburður undir reglurnar:

  • Geta gestgjafar afbókað án gjalda eða annarra neikvæðra afleiðinga. Afbókaðar dagsetningar verða teknar frá í dagatali skráningarinnar.
  • Geta gestir afbókað og fengið endurgreiðslu eða ferðainneign, óháð afbókunarreglu gestgjafans. Dagatal skráningarinnar helst áfram opið þegar gestur afbókar.
  • Gestgjafinn fær ekki útborgað þegar bókun er felld niður af hálfu gestgjafa eða gests.
  • Gestgjafar og gestir geta afbókað óloknar nætur, jafnvel þótt gestir hafi þegar innritað sig.

Falli atburður ekki undir reglurnar:

  • Er afbókun af hálfu gesta háð afbókunarreglu skráningarinnar.
  • Afbókun gestgjafa fellur undir afbókunarreglu gestgjafa, sem kann að fela í sér gjöld og aðrar afleiðingar. 
  • Gestgjafar og gestir geta eftir sem áður komið sér saman um annan endurgreiðslumáta en afbókunarreglan gerir ráð fyrir. 

Hverjar eru breytingarnar á reglunum?

Við erum að uppfæra og endurnefna reglurnar með tilliti til athugasemda sem okkur hafa borist frá gestgjöfum og gestum. Sumir gestgjafar voru til dæmis ekki með það á hreinu hvort reglurnar næðu yfir fyrirsjáanleg veðurfyrirbrigði eða atburði sem hamla ferðagetu gesta. 

Hér eru helstu breytingarnar: 

  • Reglurnar gilda einungis um atburði á staðnum þar sem bókunin er staðsett. Atburðir sem hafa áhrif á ferðagetu gesta til eignarinnar falla ekki lengur undir reglurnar. 
  • Fyrirsjáanleg veðurfyrirbrigði á því svæði sem bókunin er staðsett falla undir reglurnar, að því tilskildu að þau leiði til annars þáttar sem fellur einnig undir reglurnar, svo sem opinberra ferðatakmarkana eða bilana í veitukerfi. 

Hefur afbókunarregla gestgjafa áhrif á þessar reglur?

Afbókunarregla gestgjafa er aðskilin reglunum um óviðráðanlegar aðstæður. Samkvæmt afbókunarreglu gestgjafa, fellir Airbnb niður gjöld og í ákveðnum tilfellum aðrar afleiðingar ef afbókað er vegna gildra ástæðna sem gestgjafinn hefur ekki stjórn á, eins og til dæmis leka í lögnum. Þess er vænst að gestgjafar standi við staðfestar bókanir samkvæmt afbókunarreglu gestgjafa. 

Samkvæmt báðum reglunum ber gestgjöfum skylda til að afbóka ef eignin er óíbúðarhæf eða í ósamræmi við það sem gesturinn bókaði. Ef sundlaugin þín er til dæmis ónothæf eftir meiriháttar óveður, en á skráningarsíðunni kemur fram að sundlaug sé til staðar, þarft þú annað hvort að afbóka eða komast að samkomulagi við gestinn áður en innritun á sér stað.

*Að frátöldum tilkynningum Airbnb til tiltekinna notenda.

Þessar reglur takmarka ekki, né hafa áhrif á lagaleg réttindi gestgjafa og gesta og ákvarðanir Airbnb samkvæmt þessum reglum hafa ekki áhrif á lögbundin réttindi þeirra.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
28. mar. 2024
Kom þetta að gagni?