Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.

Ferðatrygging fyrir gesti Airbnb útskýrð

Íbúar í Bretlandi og hluta ESB geta keypt tryggingar við bókun á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 16. sep. 2025

Neyðarástand getur orðið og ferðir geta raskast. Þess vegna býður Airbnb gestum upp á ferðatryggingu. 

Gestir sem búa í Bretlandi og átta Evrópusambandslöndum geta keypt aukalega tryggingu gegn tiltekinni áhættu við bókun á ferð. Þegar gestir sem kaupa tryggingu afbóka af ástæðu sem fellur undir trygginguna geta þeir sótt um endurgreiðslu þess hluta bókunarkostnaðarins sem annars fengist ekki til baka.

Þetta getur dregið úr líkum á því að gestir biðji gestgjafa um endurgreiðslu umfram það sem afbókunarregla gestgjafans kveður á um.

Hvernig gestir kaupa tryggingu

Ferðatrygging er í boði fyrir gesti með búsetu í Bretlandi, Írlandi, Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Portúgal og Spáni. 

Gestum í þessum löndum sem og öðrum gjaldgengum löndum býðst að kaupa tryggingu á Airbnb áður greiðsla bókunar er staðfest. Iðgjald gestsins er hlutfall af heildarkostnaði bókunar. Gestir geta farið yfir tryggingarupplýsingar og skilmála áður en gengið er frá kaupunum.

Gestir sem kaupa tryggingu fá staðfestingu með tölvupósti. Í tölvupóstinum eru upplýsingar um það sem fellur undir trygginguna og hvernig bótakröfur eru lagðar fram. Tryggingar eru gefnar út annaðhvort af írska eða breska útibúi Europ Assistance eftir því hvar gestirnir eru staðsettir. Europ Assistance er dótturfyrirtæki Generali Group. Generali group er leiðandi fjölþjóðlegt tryggingafélag.

Tryggingavernd

Gestir njóta verndar með ferðatryggingu sem felur meðal annars í sér endurgreiðslu á allt að 100% af óendurgreiðanlegum bókunarkostnaði við tilteknar aðstæður svo sem bresti á aftakaveður eða við alvarleg veikindi.

Endurgreiðsla úr ferðatryggingunni getur til dæmis náð allt að 50% af bókunarkostnaði þegar gestur afbókar af ástæðu sem fellur undir trygginguna og 50% eru endurgreidd samkvæmt afbókunarreglu gestgjafans. Vátryggingafélagið mun ekki krefja gestgjafann um endurgreiðslu vegna kröfu gestsins.

Tryggingavernd og skilmálar eru mismunandi eftir staðsetningu. Nánari upplýsingar má finna í hjálparmiðstöðinni.

Ferðatrygging er annað en  AirCover fyrir gesti sem er innifalin með hverri bókun. AirCover veitir gestum vernd gegn óvæntum aðstæðum svo sem ef lýsing eignar er röng eða ef innritun er ekki möguleg.

Fyrir íbúa í Bretlandi: Breska útibú Europ Assistance S.A. er vátryggjandi ferðatryggingarinnar. Europ Assistance S.A. er undir eftirliti franska eftirlitsyfirvaldsins (ACPR) sem er við 4 place de Budapest, CS92459 - 75436 París Cedex 09, Frakklandi. Útibú Europ Assistance S.A. í Bretlandi starf með leyfi frá breska fjármálaeftirlitinu, Prudential Regulation Authority (PRA). Starfsemin er háð reglum breska viðskiptaháttaeftirlitsins, Financial Conduct Authority (FCA) og takmörkuðum reglum frá PRA. Nánari upplýsingar um umfang eftirlits breska fjármálaeftirlitsins með starfsemi okkar eru veittar sé þess óskað. Skráningarnúmer breska útibús Europ Assistance S.A. hjá breska fjármálaeftirlitinu er 203084. Airbnb UK Services Limited fer með utanumhald á ferðatryggingunni. Airbnb UK Services Limited er tilnefndur fulltrúi Aon UK Limited sem hefur starfsleyfi og sætir eftirliti breska viðskiptaháttaeftirlitsins (Financial Conduct Authority). Skráningarnúmer Aon UK Limited hjá FCA er 310451. Þetta má staðfesta í skrá yfir fjármálaþjónustu (e. Financial Services Register) eða með því að hringja í síma 0800 111 6768. Ferðatryggingin fellur undir reglur og eftirlit breska fjármálaeftirlitsins. Þessar reglur og eftirlit gilda ekki um annan varning og þjónustu af hálfu Airbnb UK Services Limited. Skilmálar gilda að fullu. FPAIR20243LC

Fyrir íbúa innan ESB: Ferðatrygging er vátryggð af Europ Assistance S.A. (EASA) í gegnum írska útibú þess, Europ Assistance S.A. Irish Branch (EAIB), með aðalskrifstofu að Ground Floor, Block B, Riverside IV, SJRQ, Dublin 2, Írlandi, DO2 RR77, og er skráð hjá írsku fyrirtækjaskránni undir númerinu 907089. EASA hefur starfsleyfi frá franska fjármálaeftirlitinu, L’Autorité de Contrôle Prudentiel et de Résolution, 4 place de Budapest, CS92459 – 75436 París Cedex 09, Frakklandi, og EAIB lýtur eftirliti Seðlabanka Írlands hvað varðar viðskiptahætti. Ferðatryggingunni er miðlað af Airbnb Spain Insurance Agency, S.L.U., (ASIASL), sem er óháð umboðsskrifstofa vátrygginga, skráð á Spáni með númerið AJ0364 í stjórnsýsluskrá vátryggingamiðlara hjá aðalskrifstofu vátrygginga- og lífeyrissjóða. Skráðar höfuðstöðvar ASIASL eru að Calle Casanova, número 2-4, P.9, 08011, Barselóna, Spáni. Bótum og þjónustu samkvæmt tryggingaskírteininu er lýst í grófum dráttum og þær eru háðar tilteknum skilyrðum og undantekningum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
16. sep. 2025
Kom þetta að gagni?