Að bjóða fyrstu gestina velkomna á Airbnb

Skapaðu eftirminnilega ferð fyrir gestina þína — í hvert sinn.
Airbnb skrifaði þann 20. nóv. 2019
3 mín. lestur
Síðast uppfært 4. okt. 2022

Aðalatriði

Þú gætir fundið fyrir smá stressi áður en fyrstu gestirnir koma. Mundu bara að við stöndum með þér í gegnum allt ferlið. Viltu tryggja að upplifun gesta sé frábær frá og með fyrstu heimsókninni? Kynntu þér þessar fimm skrefa leiðbeiningar.

1. skref: Hafðu samband tímanlega og reglulega

Móttaka gesta hefst áður en þeir ganga inn um dyrnar. Með því að svara skilaboðum gesta tímanlega læturðu þá vita að þér sé annt um þarfir þeirra.

Fyrstu samtölin eru einnig tækifæri til að gefa réttar væntingar. Nokkrar gagnlegar ábendingar:

  • Sýndu hreinskilni. Gestir gætu hafa misst af mikilvægum atriðum í skráningarlýsingunni þinni. Það er góð hugmynd að minna viðkomandi á ef þú, fjölskylda þín, aðrir gestir eða gæludýr deila rými með þeim.
  • Sýndu forvitni. Þú getur opnað dyrnar að samkenndinni með einfaldri spurningu til gesta eins og: „Hverju þarftu á að halda svo að þér líði vel í eigninni?“
  • Svaraðu með handhægum hætti. Notaðu skilaboðakerfi Airbnb eða appið til að svara gestum heiman frá eða á ferðinni.
  • Hugsaðu fram í tímann. Ef þú átt von á því að þú komir til með að senda mörgum gestum svipaðar upplýsingar, getur þú sparað tíma með því að nota skilaboðakerfið okkar.

2. skref: Auðveldaðu innritun

Þú getur svarað algengum spurningum og minnkað fyrirhöfn gesta með því að fylla út alla reitina undir hlutanum „upplýsingar fyrir gesti“ í skráningarflipanum, þar á meðal sett inn leiðarlýsingu að eigninni ásamt leiðbeiningum fyrir innritun og þráðlaust net. Þessu verður deilt á ferðaflipa gesta tveimur sólarhringum fyrir innritun þeirra.

Gestir, einkum þeir úr jaðarsettum hópum, hafa deilt því að sjálfsinnritun geti orðið til þess að þeim líði betur. Þú getur einnig spurt gesti hvort þeir vilji frekar innrita sig á staðnum ef þú ert nálægt.

Skoðaðu leiðbeiningarnar fyrir gestaumsjón án aðgreiningar

3. skref: Hafðu allt hreint og snyrtilegt

Þegar gestir bóka á Airbnb gera þeir ráð fyrir að finna hreina eign. Ef gestir finna rykhnoðra í svefnherberginu eða mylsnu í eldhúsinu gæti það verið það eina sem þeir muna eftir frá eigninni þinni.

Laus hár koma illa við fólk. Fylgstu vandlega með þeim stöðum þar sem hár safnast oft saman, eins og rúmfötum, handklæðum, gólfum og baðherbergjum. Eignin virkar ósnyrtileg ef of margir persónulegir hlutir eru til staðar. Reyndu því að koma þeim fyrir í skáp eða öðru geymslusvæði í eigninni þar sem þeir þvælast ekki fyrir

4. skref: Sjáðu fyrir þarfir gesta

Allir gestir eru mismunandi en flestir gera ráð fyrir því að hafa strax aðgang að tilteknum hlutum og upplýsingum. Gættu að eftirfarandi atriðum:

  • Vertu með nóg af nauðsynjum í eigninni, þ.m.t. handklæðum, rúmfötum, sápu og salernispappír
  • Uppfærðu húsleiðbeiningarnar til að veita gestum mikilvægar upplýsingar um þá hluta eignarinnar sem þeim standa ekki til boða, leiðbeiningar fyrir þráðlaust net o.s.frv.
  • Útbúðu ferðahandbók með veitingastöðum, matvöruverslunum, kaffihúsum og fleiru sem þú vilt benda á
  • Vertu til taks hvort sem það er í gegnum textaskilaboð, síma eða tölvupóst ef eitthvað fer úrskeiðis
  • Skildu einnig eftir símanúmer hjá lykilaðilum eins og pípara, þúsundþjalasmið og net- og kapalfyrirtæki auk nágranna þinna

5. skref: Gefðu og fáðu umsagnir

Þegar gestir þínir hafa útritað sig geta þeir gefið þér umsögn fyrir eignina þína. Fyrstu umsagnirnar eru undirstaða árangurs þíns á Airbnb. Meðaleinkunn þín birtist við skráninguna á eigninni þegar þú hefur fengið þrjár umsagnir og hún getur haft áhrif á stöðu þína í leitarniðurstöðum.

Þú getur einnig gefið gestum umsögn. Umsagnarferlið hjálpar til við að skapa traust hjá gestum og gestgjöfum og er undirstaða samfélags Airbnb. Komdu fram af heiðarleika og virðingu og notaðu sömu viðmið til að meta alla gesti.

Aðalatriði

Airbnb
20. nóv. 2019
Kom þetta að gagni?