Svona hagar þú sjálfsinnrituninni til að tryggja snurðulausa komu

Sparaðu þér tíma og veittu gestum meiri sveigjanleika.
Airbnb skrifaði þann 20. júl. 2020
2 mín. lestur
Síðast uppfært 29. nóv. 2023

Sjálfsinnritun getur sparað þér og gestum þínum tíma, og aukið þannig áhuga á eigninni. Ef þú býður upp á sjálfsinnritun er skráning þín líklegri til að birtast ofar í leitarniðurstöðum þar sem gestir geta síað þær eftir bókunarvalkostum.

Fylgdu þessum þremur skrefum til að byrja að nota sjálfsinnritun.

Tilgreindu hvernig gestir komast inn í eignina

Þrjár vinsælar leiðir fyrir sjálfsinnritun eru talnaborð, snjalllásar og lyklabox.

  • Talnaborð virka með rafrænum hurðarlæsingum. Gestir nota kóða í stað lykils til að opna dyrnar. Að þurfa ekki að passa lykil, þýðir að hann týnist aldrei.
  • Snjalllásar eru rafrænir lásar sem þú getur fjarstýrt, yfirleitt með Bluetooth eða þráðlausu neti. Þar sem samþætting snjallláss er í boði getur þú tengt samhæfa snjalllása við aðgang þinn að Airbnb og útbúið þannig einkvæma kóða sem eru aðeins virkir meðan á dvöl gestsins stendur.
  • Lyklabox geyma lykla með öruggum hætti fyrir utan heimilið. Gestir slá inn kóða til að fá aðgang að lyklinum. Komdu lyklaboxinu fyrir á stað sem auðvelt er að finna og nálgast og breyttu kóðanum fyrir hverja nýja bókun. Sumir gestgjafar nota lyklabox til vara fyrir talnaborð og snjalllása.

Settu upp skýrar leiðbeiningar

Áður en gestir mæta skaltu láta viðkomandi vita hvernig þeir geta komist inn í eignina.

  • Bættu upplýsingum við innritunarleiðbeiningarnar. Útskýrðu nákvæmlega hvernig talnaborðið, snjalllásinn eða lyklaboxið er notað. Láttu fylgja með mynd af hverju skrefi innritunarferlisins.
  • Útbúðu tímasett kynningarskilaboð. Sparaðu þér tíma með því að senda tímasett skilaboð til gesta, nokkrum dögum fyrir innritun. Veittu gagnlegar ábendingar, eins og tillögu um að prenta út eða taka skjámyndir af leiðbeiningunum, ef netsamband skyldi vera slæmt.

Útbúðu öruggt ferli

Sem gestgjafi berð þú ábyrgð á því að útbúa öruggt innritunarferli fyrir gesti. Gakktu úr skugga um að allir gestir fái einkvæman aðgangskóða. Sumir gestgjafar nota síðustu fjóra tölustafina í símanúmeri gestsins til að viðkomandi eigi auðveldara með að muna kóðann.

Eftir að þú hefur sett upp sjálfsinnritun og bætt við leiðbeiningum, opnar þú komuleiðbeiningar í skráningarflipanum til að uppfæra innritunarmátann.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
20. júl. 2020
Kom þetta að gagni?