Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Að fá 5-stjörnu umsagnir

Frábærar umsagnir geta hjálpað þér að vekja athygli gesta og fá fleiri bókanir.
Airbnb skrifaði þann 17. des. 2020
5 mín. myndskeið
Síðast uppfært 27. sep. 2023

Umsagnir geta komið að góðu gagni við að bæta skráninguna, birtast ofar í leitarniðurstöðum og uppfylla viðmiðin til að ná stöðu ofurgestgjafa. Það er því fullkomlega eðlilegt að vilja gera sem mest til að fá fimm stjörnu einkunn í hvert skipti sem einhver gistir.

Þar sem ofurgestgjafar eru með 4,8 eða meira í einkunn vita þeir ýmislegt um að fá fimm stjörnu umsagnir. Í myndbandinu hér að ofan ræddum við við Catherine og Bryan, ofurgestgjafa í Columbus, Ohio, sem veittu okkur helstu ábendingarnar sínar til að fá frábærar umsagnir.

    Gefðu réttar væntingar

    „Ein besta leiðin til að tryggja ánægju gesta er að gefa réttar væntingar áður en ýtt er á bókunarhnappinn,“ segir Catherine. „Við viljum reyna að gefa eins miklar upplýsingar á skráningarsíðunni og við getum, jafnvel þótt þær séu eitthvað á leið við að húsið sé eldra en 100 ára og því ískri í hurðunum.“

    Veittu skjót svör

    „Fólk dvelur vanalega á heimili okkar í stuttan tíma í senn og því er afar mikilvægt að bregðast skjótt við ef eitthvað kemur upp,“ segir hún. Það er auðvelt að setja Airbnb appið upp á snjallsímanum svo að hægt sé að svara gestum þegar maður er á ferðinni.

    Láttu gestum líða eins og heima hjá sér

    „Það mikilvægasta við innréttingarnar og rýmið sjálft er að gestum líði eins og heima hjá sér,“ segir Catherine. „Fjarlægðu allar persónulegar ljósmyndir og smáhluti.“ Þetta snýst allt um að tryggja að gestum líði vel en það er alltaf sniðugt að bæta við einhverju sérstöku til að veita eigninni hlýleika.

    Innbú með hlýlegu ívafi stuðlar að vellíðan gesta. „Það þýðir samt ekki að þú þurfir að skipta út allri eldhúsinnréttingunni hjá þér,“ bætir Bryan við. „Rýmið þarf einfaldlega að vera þægilegt, snoturt, opið og hreint.“

    Veittu staðbundið ívaf

    „Þegar fólk kemur og gistir hjá þér ertu ekki aðeins að deila heimili þínu heldur einnig borginni,“ segir Catherine. Hún og Bryan láta gesti hafa sjampó, hárnæringu og andlitssápu sem eru framleidd á svæðinu ásamt handgerðum bókum. „Við höfum ánægju af því að deila sýn okkar á Columbus með öðrum,“ segir Catherine.

    Búðu þig undir hið óvænta

    „Hvað sem viðleitni þinni til að bjóða 5-stjörnu gistingu líður þá mun koma að því einhvern tímann að eitthvað fari úrskeiðis,“ segir Catherine. Bryan er sammála og bætir við: „Við lentum í því að vatnslögn brást og það flæddi yfir alla fyrstu hæðina.“

    Gestir þeirra, sem voru að fagna brúðkaupsnóttinni, náðu ekki sambandi við þau. „Eftir þessa reynslu fengum við okkur samgestgjafa þannig að ef gestur næði ekki í okkur aftur væri einhver annar til staðar til að annast málið,“ segir Catherine.

    Óháð því hvers konar eign þú býður á Airbnb geta umsagnir gesta komið að gagni og veitt viðurkenningu. „Þegar einhver gefur okkur frábæra umsögn er það viðurkenning á því sem við gerum og gerir það allt þess virði,“ segir Catherine. „Það hefur hjálpað okkur að skapa lífstíl sem við elskum.“

    Kynntu þér frekari leiðbeiningar í myndbandi okkar fyrir byrjendur

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Airbnb
    17. des. 2020
    Kom þetta að gagni?