Að viðhalda gæðum

Búðu til fimm stjörnu gistingu með þessum gagnlegu ábendingum frá ofurgestgjöfum.
Airbnb skrifaði þann 4. jan. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 4. jan. 2024

Hærri einkunnir og betri umsagnir geta leitt til fleiri bókana og aukinna tekna. Eftir útritun geta gestir gefið gistingunni heildareinkunn ásamt frekari einkunnum fyrir hreinlæti, nákvæmni, innritun, samskiptum, staðsetningu og virði.

Þó að einkunnir séu ekki eini mælikvarðinn á fimm stjörnu gistingu er lykilatriði að þessir sex flokkar séu í toppstandi í hvert skipti.

Nákvæmni

Gestir gera ráð fyrir að myndirnar þínar, þægindi og lýsingar passi við raunverulegar aðstæður. Ef þú ert með árstíðabundin þægindi eins og sundlaug skaltu gæta þess að uppfæra skráninguna þegar laugin er lokuð.

Samantha, ofurgestgjafi í Belfast, Maine, með 20 eignir á skrá, gefur réttar væntingar með því að birta ítarlegar skráningarlýsingar með uppfærðum myndum. „Við reynum einnig að telja upp öll þægindi sem við bjóðum upp á þannig að gestir viti hverju þeir geta gert ráð fyrir,“ segir hún. Hún reynir að stokka upp í myndunum hjá sér eftir árstíðum og uppfærir skráningarsíðuna mánaðarlega.

Innritun

Fylltu út innritunarleiðbeiningar fyrir hverja eign með ítarlegum upplýsingum og ljósmyndum ef þörf krefur. Þar sem samþætting snjallláss er í boði skaltu tengja samhæfa snjalllása við aðgang þinn að Airbnb til að útbúa einkvæma dyrakóða fyrir hverja dvöl.

Corinne, ofurgestgjafi í Purcellville, Virginíu, með 36 eignir á skrá, útbýr stutt skilaboð með húsupplýsingum og komuleiðbeiningum fyrir hverja eign. Hún tímasetur þessi skilaboð þannig að þau sendist þremur dögum fyrir innritun. Þetta kemur í veg fyrir spurningar á síðustu stundu og tryggir að innritun gangi snurðulaust fyrir sig.

Hreinlæti

Þú gætir útbúið ítarlegan gátlista yfir verk til að sinna á milli bókana sem þú notar í eignum þínum þannig að ræstitæknar fylgi ávallt sama ferli og gleymi engu. Corinne er með ítarlegan gátlista sem hún hefur sérsniðið fyrir hverja eign.

Hún kaupir einnig nauðsynjavörur í stóru magni og geymir allar birgðir á aðgengilegum stað. „Ef lítið er eftir af einhverju skiptum við um tiltekinn hlut við næstu þrif,“ segir Corinne.

Samskipti

Svarhlutfall þitt tekur mið af því hversu fljótt þú svarar fyrirspurnum og bókunarbeiðnum. Sparaðu tíma með því að nota hraðsvör og tímasett skilaboð.

„Ég er með nokkur hraðsvör til reiðu sem tengjast algengum spurningum um hluti eins og eldstæði, heita pottinn og fjarlægð frá vinsælum kennileitum,“ segir Kory, ofurgestgjafi í Chicago sem er með sjö eignir á skrá.

Staðsetning

Greindu skýrt frá staðsetningu eignarinnar í skráningarlýsingunni, hvort sem hún er miðsvæðis eða utan alfaraleiðar. Þu getur einnig gefið raunhæfa mynd af staðsetningunni í skráningartitlinum og myndatextum.

„Fyrsta skráningin mín var langt frá miðborginni,“ segir Tatiya, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Bangkok, með fimm eignir á skrá og samgestgjafi 44 skráninga. „Ég fékk lágar einkunnir þegar gestir lentu í umferðaröngþveitinu í Bangkok. Það tók mig smá tíma og nokkrar tilraunir að breyta skráningarlýsingu minni þannig að hún gæfi gestum raunhæfar væntingar.“

Virði

Hreinlæti, nákvæmni, innritun, samskipti og staðsetning hafa öll áhrif á heildarvirði skráninganna þinna. Ef þú heldur öllum þessum fimm atriðum í toppstandi og uppfærir þægindi þín og hönnun eignanna reglulega, eru meiri líkur á að gestir telji sig hafa greitt sanngjarnt verð fyrir gistinguna.

„Ég tel að myndir og ítarlegar skráningarlýsingar geti endurspeglað bæði raunverulega upplifun og virði,“ segir Kory. „Ég kýs að birta myndir af fullbúnum eldhúsum eigna minna, útisvæðum fyrir samkomur og vali mínu á hönnun til að vekja áhuga réttu gestanna fyrir hvert heimili.“

Þú getur fylgst með því hvernig þér vegnar í öllum sex flokkunum frá innsýnarflipanum þar sem finna má nánari upplýsingar frá hverjum gesti.

Að hljóta viðurkenningu fyrir gæði

Ef þú býður fimm stjörnu gistingu, svarar skilaboðum gesta tímanlega og heldur dagatalinu og bókunarstillingunum uppfærðum til að koma í veg fyrir afbókanir, ertu á góðri leið með að verða ofurgestgjafi. Samkvæmt gögnum okkar getur tilvist merkis ofurgestgjafa aukið bókanir hjá ofurgestgjöfum um 4% að meðaltali.*

*Samkvæmt mati ofurgestgjafa árin 2021 og 2022

Ef þú notar API-tengdan hugbúnað getur þú notað þessa eiginleika í hugbúnaðinum þínum ef þjónustuveitandi þinn hefur samþætt þá. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við þjónustuveitanda þinn til að komast að því hvenær eiginleikarnir verða í boði.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
4. jan. 2024
Kom þetta að gagni?