Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar • Gestgjafi

Það sem þarf til að gerast ofurgestgjafi

Framúrskarandi gestgjafar okkar eru kallaðir ofurgestgjafar. Auk fríðinda á borð við aukinn sýnileika og aðgang að einstökum fríðindum eru skráningar þeirra og notandalýsing með einstöku merki sem lætur aðra vita af framúrskarandi gestaumsjón þeirra.

Kröfur til að gerast ofurgestgjafi

Til þess að geta orðið ofurgestgjafi verða gestgjafar að vera eigendur heimila sem eru með opinn og virkan aðgang og þurfa að hafa uppfyllt eftirfarandi viðmið:

  • Lokið að minnsta kosti 10 bókunum eða þremur bókunum sem vörðu í að minnsta kosti 100 nætur
  • Viðhaldið 90% svarhlutfalli eða hærra
  • Viðhaldið minna en 1% afbókunarhlutfalli með undantekningum vegna afbókana vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða annarra gildra ástæðna
  • Viðhaldið 4,8 eða hærri heildareinkunn (umsögn skiptir máli fyrir stöðu ofurgestgjafa þegar bæði gestur og gestgjafi hafa sent inn umsögn eða 14 daga umsagnartímabilinu er lokið, hvort sem kemur á undan.)

Athugaðu: Viðmiðin eru aðeins metin fyrir skráningar þar sem gestgjafinn er skráningarhafi. Skráningar þar sem gestgjafinn er samgestgjafi hafa engin áhrif á stöðu viðkomandi sem ofurgestgjafa.

Þegar staða ofurgestgjafa er metin

Á þriggja mánaða fresti metum við frammistöðu þína sem gestgjafa undanfarna 12 mánuði fyrir allar skráningar á aðganginum þínum. (Þú þarft hins vegar ekki að taka á móti gestum alla 12 mánuðina til að uppfylla skilyrðin.) Hvert ársfjórðungslegt mat er sjö daga tímabil sem hefst:

  • 1. janúar
  • 1. apríl
  • 1. júlí
  • 1. október

Hvað gerist ef þú uppfyllir ekki kröfur til ofurgestgjafa

Þú verður sjálfkrafa ofurgestgjafi ef þú uppfyllir allar kröfur þjónustunnar á matsdeginum og því er engin þörf á því að sækja um. Við látum þig vita af stöðunni í lok hvers matstímabils. Allt að vika gæti liðið áður en merki ofurgestgjafa birtist við skráningarsíðuna þína.

Uppfylltir þú allar kröfur til ofurgestgjafa milli matstímabila? Staða ofurgestgjafa er aðeins veitt fjórum sinnum á ári og hún verður því ekki veitt fyrr en á næsta matsdegi svo lengi sem þú uppfyllir enn skilyrðin.

Samgestgjafar og upplifunargestgjafar eru ekki metnir með tilliti til stöðu ofurgestgjafa

Gestgjafi þarf að vera skráningarhafi einnar eða fleiri skráninga á heimilum til að fá mat á stöðu ofurgestgjafa. Þetta mat nær ekki til samgestgjafa og upplifunargestgjafa.

Jafnvel þótt samgestgjafi hafi umsjón með skráningu á heimili sem aðalgestgjafi getur viðkomandi ekki talist vera ofurgestgjafi miðað við hlutverk samgestgjafa. Ef samgestgjafi er hins vegar einnig skráningarhafi annarrar skráningar getur viðkomandi fengið mat á stöðu ofurgestgjafa miðað við frammistöðu sína. Frammistaða allra skráninga þar sem viðkomandi er samgestgjafi mun ekki hafa áhrif á stöðu ofurgestgjafa.

Upplifunargestgjafar uppfylla að sama skapi ekki skilyrði fyrir stöðu ofurgestgjafa. Ef upplifunargestgjafi er einnig skráningarhafi fyrir skráningu á heimili getur viðkomandi uppfyllt skilyrði fyrir stöðu ofurgestgjafa miðað við frammistöðu þeirrar skráningar. Frammistaða allra skráninga á upplifun viðkomandi mun ekki hafa áhrif á stöðu ofurgestgjafa.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Fylgstu með stöðu þinni sem ofurgestgjafa

    Viltu sjá hvernig þér gengur að uppfylla hvert skilyrði til að vera ofurgestgjafi? Opnaðu stjórnborð gestgjafa.
  • Leiðbeiningar • Gestgjafi

    Viðhaltu stöðu ofurgestgjafa

    Til að viðhalda ströngum viðmiðum metum við stöðuna á nokkurra mánaða fresti til að tryggja að ofurgestgjafar uppfylli enn skilyrði þjónustunnar.
  • Samfélagsreglur

    Hættuleg dýr

    Reglur fyrir gestgjafa sem eru með hættuleg dýr.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning