Fáðu fleiri 5 stjörnu umsagnir

Fylgdu þessum skrefum til að halda áfram að bæta þjónustu þína og hvernig þú tekur á móti gestum.
Airbnb skrifaði þann 26. maí 2021
Síðast uppfært 15. ágú. 2024

Til hamingju með fimm stjörnu umsögnina! Gestir þínir kunna að meta það sem þú leggur á þig til að gera dvöl þeirra eftirminnilega. Svona heldur þú áfram á sömu braut.

Skráningin gerð sífellt betri

Jafnvel gestir sem gefa fimm stjörnur gætu lagt til hugmyndir að smávægilegum breytingum. Nýttu þér athugasemdir þeirra til leiðbeiningar og hugsaðu út í hvernig þú getur fært þjónustu þína á næsta stig.

  • Farðu aftur yfir skráningarmyndirnar. Fór gestur fögrum orðum um veröndina hjá þér í umsögn sinni? Sýndu hana á myndunum hjá þér. Skreytir þú fyrir hátíðirnar? Stokkaðu upp í myndunum eftir árstíðum.
  • Leggðu mat á þægindin hjá þér. Hugsaðu um hvaða vinsælu þægindum þú getur bætt við eða uppfært, eins og að skipta út lyklaboxi fyrir snjalllás. Vinsælustu þægindin sem gestir leita að eru meðal annars sjálfsinnritun, þráðlaust net, þvottavél, þurrkari, sjónvarp eða kapalrásir og grillaðstaða.*
  • Hafðu persónulegt ívaf á hlutunum. Gerðu komuglaðning þinn enn betri með handskrifuðum skilaboðum eða litlum minjagrip eins og korti af svæðinu sem gestirnir ætla að skoða.
  • Bættu skreytingarnar. Lífgaðu upp á eignina með þægindum eins og mjúkum púðum og notalegum krókum fyrir lestur og leiki.

Gættu þess að skráningarlýsingin, ljósmyndirnar og þægindin stemmi við það sem eignin þín býður upp á þegar þú gerir breytingar.

Tekið vel á móti öllum gestum

Sem gestgjafi á Airbnb opnar þú dyrnar hjá þér fyrir fólki alls staðar að úr heiminum. Með því að koma eins fram við alla og sýna samkennd stuðlar þú að því að öllum gestum finnist þeir velkomnir.

  • Spurðu spurninga. Sendu tímasett skilaboð nokkrum dögum fyrir innritun og spurðu gesti hvort það sé eitthvað sem þú getur gert til að gera dvöl þeirra þægilegri. Þegar þú leggur þig fram um að kynna þér þarfir gesta sýnir þú að þú takir vellíðan þeirra alvarlega.
  • Notaðu kynhlutlaust tungumál. Með því að bæta persónufornöfnum við notandalýsinguna þína á Airbnb veitir þú upplýsingar um hvernig þú vilt láta ávarpa þig og gefur til kynna að þú bjóðir gesti úr öllum áttum velkomna. Þegar þú sendir gestum skilaboð skaltu athuga forsendurnar sem þú gefur þér, svo sem kyn eða sambandsstöðu.
  • Leggðu áherslu á aðgengiseiginleika. Ertu með bílastæði fyrir hreyfihamlaða, þrepalausan inngang, dyragáttir eða sturtu eða önnur þægindi fyrir hreyfihamlaða? Lestu leiðbeiningar okkar um aðgengiseiginleika og settu inn skýrar myndir í aðgengishluta skráningarinnar til að hjálpa gestum að ákvarða hvort þeir geti gist í eigninni þinni.
  • Bjóddu hraðbókun. Ef þú leyfir gestum að bóka eignina þína án forsamþykkis sýnir það að þú sért til í að taka á móti öllum þeim sem uppfylla bókunarviðmið þín.
  • Virkjaðu sjálfsinnritun. Gestir hafa sagt frá því að möguleikinn á að hleypa sjálfum sér inn hjálpi til við að draga úr áhyggjum af því að vera samþykktur á grundvelli auðkennis.

Með gestaumsjón án aðgreiningar er átt við að nota sömu viðmið til að taka á móti öllum gestum, allt frá því að þeir bóka og þar til umsögn er skrifuð. Þú getur nálgast frekari upplýsingar um hvernig þú getur sinnt gestaumsjón af enn meiri samkennd í fræðsluefni okkar.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

*Samkvæmt niðurstöðum Airbnb um þægindin sem oftast var leitað að um allan heim frá 1. janúar til 30. júní 2024.

Airbnb
26. maí 2021
Kom þetta að gagni?