Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Einföldun innritunarferlisins

Gestirnir þínir ættu að hafa greiðan aðgang að eigninni.
Airbnb skrifaði þann 3. jan. 2020
2 mín. lestur
Síðast uppfært 8. nóv. 2023

Undirstaðan fyrir vel heppnaða dvöl er að tryggja að gestir eigi auðvelt með að finna og komast inn í eignina. Skýrar leiðbeiningar eru lykilþáttur þess að innritun gangi vel fyrir sig, hvort sem þú tekur á móti gestum í eigin persónu eða nýtir þér aðrar leiðir.

Innritun gerð einföld

Útbúðu einfalt og áreiðanlegt innritunarferli og prófaðu það til að tryggja að það virki fyrir alla gesti, í hvert skipti.

  • Veldu hvernig þú tekur á móti gestum. Margir gestir kjósa helst sjálfsinnritun þar sem notaður er búnaður eins og talnaborð og snjalllásar.

  • Bættu við leiðbeiningum fyrir hvert skref í skráningarflipanum. Við biðjum þig um að bæta við myndum af ferlinu ásamt stuttum leiðbeiningum fyrir gesti.

  • Sláðu inn rétt heimilisfang og staðsettu pinnann á kortinu. Ef eignin er utan alfaraleiðar eða engin símaþjónusta er á svæðinu skaltu láta nákvæma leiðarlýsingu fylgja með til að koma í veg fyrir misskilning.

  • Sendu leiðbeiningarnar þremur dögum áður en ferð hefst. Gakktu úr skugga um að gestir hafi fengið þær og athugaðu hvort viðkomandi hafi einhverjar spurningar.

  • Vertu til taks við innritun. Gættu þess að hægt sé að ná í þig eða samgestgjafa þinn til að leysa úr málunum þegar í stað.

  • Gakktu reglulega úr skugga um að öll kerfi virki og vertu með varaáætlun. Hvort sem þú reiðir þig á sjálfsinnritun eða tekur á móti gestum í eigin persónu er best að hafa lyklabox með varalykli.

Gestir geta nálgast leiðbeiningarnar sem þú hefur bætt við komuleiðbeiningarnar og ferðaflipann, tveimur sólarhringum fyrir áætlaða innritun eða sólarhring, ef þú ert með sveigjanlega afbókunarreglu.

Að bjóða fimm stjörnu gistingu

Stór þáttur í því að innritunin gangi vel fyrir sig er að upplifun gesta sé góð þegar fyrst er komið inn í eignina. Hreinlæti og samskipti skipta miklu máli þegar tekið er á móti gestum.

  • Gættu þess að eignin sé tandurhrein. Komdu þér upp ræstingarferli sem felur í sér að þrífa og/eða dusta ryk af öllum flötum, gólfum og lérefti ásamt því að tryggja að engir blettir, óhreinindi eða hár séu til staðar.

  • Tilgreindu allar lykilupplýsingar með skýrum hætti. Komdu upplýsingum um þráðlausa netið og prentuðu eintaki af húsleiðbeiningunum og ferðahandbókinni fyrir á augljósum stað til að gestir eigi auðvelt með að nálgast leiðbeiningar og ráðleggingar. Gættu þess að þær komi einnig fram á skráningarsíðunni þinni.

  • Skildu eftir komuglaðning. Hægt er að taka á móti gestum á ýmsa skapandi vegu. Það þarf ekki að vera flóknara en handskrifaður miði og lítill glaðningur frá staðnum.

  • Láttu gesti vita að þú sért til taks. Útbúðu tímasett skilaboð sem sendast eftir innritun til að láta gesti vita að þú eða samgestgjafi þinn séuð til taks ef eitthvað skyldi koma upp á.

Opnaðu skráningaflipann til að uppfæra innritunarleiðbeiningarnar.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
3. jan. 2020
Kom þetta að gagni?