Hvernig gestgjafar geta notið góðs af breytingum fyrir gesti í langdvöl

Ný leitartól og greiðslumöguleikar geta fengið fleiri gesti til að bóka lengri ferðir.
Airbnb skrifaði þann 30. maí 2023
Síðast uppfært 30. maí 2023

Ferðalangar um allan heim nota Airbnb til að fara í lengri ferðir. Næstum ein af hverjum fimm bókuðum gistinóttum er hluti af dvöl sem varir í 28 nætur eða lengur.* Nýjustu eiginleikarnir auðvelda gestum að finna og bóka langdvalir.

Leitar- og bókunareiginleikar

Meðal uppfærslna sem kynntar voru sem hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023 eru:

  • Skilvirkari mánaðarleg leit. Með mánaðarflipa er auðveldara að leita að eignum sem bjóða upp á möguleikann á lengri dvöl. Gestir geta breytt upphafsdegi sínum og svo valið lengd ferðarinnar á skífu, frá einum til 12 mánuðum.
  • Helstu upplýsingar um skráningu í leitarniðurstöðum. Helstu þægindin, svo sem hratt þráðlaust net, sérstök vinnuaðstaða, hleðslustöð fyrir rafbíl og barnvænir hlutir (ungbarnarúm, barnastólar, leikföng o.s.frv.) koma fram fyrir neðan skráningartitilinn í leitarniðurstöðum.
  • Lægri þjónustugjöld. Við erum að lækka þjónustugjöld gesta fyrir þá sem bóka lengri ferðir, frá og með fjórða mánuði dvalar.
  • Mánaðarlegar afborganir. Gestur greiðir fyrir fyrstu 30 nætur lengri dvalar þegar viðkomandi bókar og eftirstöðvarnar með mánaðarlegum afborgunum. Á greiðslusíðunni fær gesturinn áætlun sem sýnir gjalddaga afborgana og upphæð til greiðslu núna svo að hann geti skipulagt ferðakostnað sinn.
  • Afsláttur þegar greitt er með bankareikningi. Íbúar í Bandaríkjunum geta fengið afslátt af gistingu um allan heim sem varir í 28 nætur eða lengur þegar þeir greiða með tengdum bandarískum bankareikningi. Ganga verður frá bókuninni að minnsta kosti sjö dögum fyrir innritun.     

Nýju eiginleikarnir hafa hvorki áhrif á tekjur gestgjafa né breyta útborgunaráætlun fyrir lengri dvalir.

Skráningarsíður með sérstakri áherslu á helstu upplýsingarnar

Þú getur hvatt gesti til að bóka með því að bjóða mánaðarafslátt og uppfæra skráninguna þína þannig að hún innihaldi öll þægindin sem þú býður upp á eins og stendur. Þægindi sem eru vinsæl fyrir lengri dvalir eru sjálfkrafa tekin sérstaklega fram efst á skráningarsíðunni.

Gestur sem leitar til dæmis að þriggja mánaða dvöl í San Francisco Bay Area gæti fundið skráningu þar sem þessar upplýsingar eru áberandi:

  • Mánaðarlegar greiðslur. Þú greiðir með mánaðarlegum afborgunum.
  • Frábært fyrir fjarvinnu. Hratt þráðlaust net sem nær 350 Mbps auk sérstakrar vinnuaðstöðu.
  • Hversdagsleg þægindi. Gestgjafinn hefur útbúið eignina fyrir langtímadvöl og býður upp á eldhús, þvottavél, þurrkara og gjaldfrjáls bílastæði.

Smelltu hér ef þú ert nýr gestgjafi og vilt einstaklingsbundna aðstoð með langtímadvöl — Við komum þér í samband við tiltækan fulltrúa ofurgestgjafa. 

*Samkvæmt alþjóðlegum innanhússgögnum Airbnb, stóð gisting sem varði í 28 nætur eða lengur fyrir 21% bókaðra gistinátta á árinu 2022 og 18% bókaðra gistinátta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
30. maí 2023
Kom þetta að gagni?