Sumarútgáfa Airbnb 2023 fyrir gestgjafa
Sumarútgáfa

Við kynnum 25 uppfærslur fyrir gestgjafa, frá dagatali til útritunar

Athugasemdir ykkar voru innblástur alls konar nýrra eiginleika sem ná yfir allt sem viðkemur gestaumsjón. Með forsýn getur þú byrjað að nota þá strax í dag.

Endurhönnuð verðtól

Öll verðtólin má nú nálgast í dagatalinu til að einfalt sé að stilla og breyta verðinu frá einum stað. Með ítarlegri sundurliðun okkar á verði má nú einnig sjá heildarverð gests ásamt tekjuupphæð þinni.

Samanburður álíka eigna

Í fyrsta sinn getur þú borið verðið hjá þér saman við meðalverð á álíka eignum í nágrenninu til að tryggja samkeppnisfærni þína.

Val með einni stroku og árlegt yfirlit

Nú getur þú valið dagsetningar á tilteknu tímabili í dagatalinu með einni stroku á farsímanum í stað þess að pikka á hvern dag fyrir sig. Fljótlega verður einnig árlegt yfirlit í boði þar sem hægt verður að líta yfir 12 mánaða tímabil í fljótu bragði.

Innbyggðar útritunarleiðbeiningar

Bættu algengum útritunarleiðbeiningum við skráninguna ásamt sérsniðnum beiðnum á einfaldan hátt. Gestir fá áminningu um verk til að sinna fyrir brottför og geta látið þig vita þegar útritun er lokið með einu pikki.

Lestrarkvittanir í innhólfi

Þú og gestir þínir fáið að sjá lestrarkvittanir þannig að þið vitið þegar skilaboð ykkar hafa verið lesin. Einnig er hægt að nota hraðsvör til að senda útritunarleiðbeiningar með skilvirkari hætti.

Aðgangsheimildir samgestgjafa og útborganir

Það er einfalt að bjóða nýjum samgestgjöfum og stilla aðgangsheimildir með einu pikki. Hægt er að velja á milli fullrar aðgangsheimildar, dagatals- og innhólfsheimildar eða einungis dagatalsheimildar ásamt því að stilla og deila útborgunum með samgestgjafa.

Stutt yfirlit yfir alla nýju eiginleikana fyrir gestgjafa

Skoðaðu heildarverðið
Þú getur skoðað heildarverð á nótt í appinu þannig að þú vitir ávallt hvað gestir koma til með að greiða.
Veldu dagsetningar með einni stroku
Veldu eða breyttu dagsetningum á tilteknu tímabili í dagatalinu með einni stroku án þess að þurfa að pikka á hvern dag fyrir sig.
Innbyggðar útritunarleiðbeiningar
Settu saman útritunarleiðbeiningar á fljótlegri hátt með því að velja úr lista yfir algeng verk.
Lestrarkvittanir í innhólfi
Þú og gestir þínir fáið að sjá lestrarkvittanir þannig að þið vitið að skilaboð ykkar hafi verið lesin.
Flipi fyrir samgestgjafa
Nýr flipi gerir þér kleift að skoða alla samgestgjafa og hafa umsjón með aðgangsheimildum þeirra og útborgunum.
Forsýn
Prófaðu nýja eiginleika og hjálpaðu okkur að bæta þá með því að deila athugasemdum þínum.
Sundurliðun á verði
Ítarlegri sundurliðun á verði sýnir þér hvað gestir koma til með að greiða ásamt tekjuupphæð þinni.
Samanburður álíka eigna
Berðu verðið hjá þér saman við meðalverð álíkra eigna í nágrenninu til að tryggja samkeppnisfærni þína.
Verð- og framboðsstillingar
Tólin í dagatalinu hafa verið endurbætt til að veita samræmda upplifun í öllum tækjum.
Viku- og mánaðarafsláttur
Nýttu þér nýju rennistikuna til að stilla eða breyta afslætti og sjá verðið sem gestur kemur til með að greiða samhliða honum.
Árlegt dagatalsyfirlit á farsíma
Fljótlega verður hægt að nálgast árlegt yfirlit ásamt verði hvers mánaðar frá sömu valmyndinni.
Sérsniðnar útritunarupplýsingar
Bættu sérstökum beiðnum sem varða heimili þitt við útritunarleiðbeiningarnar.
Sjálfvirkar útritunarupplýsingar
Gestir fá sjálfkrafa áminningu um útritunarupplýsingar deginum fyrir brottför.
Útritunartilkynningar með einu pikki
Nú geta gestirnir látið þig vita þegar útritun er lokið með einu pikki.
Hraðsvör fyrir útritun
Notaðu hraðsvör og tímasett skilaboð til að deila útritunarleiðbeiningum á einfaldan hátt.
Áhersluatriði umsagna fyrir herbergi
Nú birtast aðalatriði úr umsögnum sem gestgjafar Airbnb Herbergja hafa fengið í notandalýsingu viðkomandi.
Persónulegri notandalýsing
Gerðu notandalýsinguna persónulega með skemmtilegum og nýjum upplýsingum eins og uppáhalds laginu þínu frá gagnfræðiskólaárunum.
Ferðasaga gestgjafa
Deildu ferðum sem þú hefur farið í á Airbnb til að gefa gestum innsýn á ferðasmekk þinn.
Áhugamál gestgjafa
Nú getur þú valið úr lista yfir áhugamál til að sjá hvaða áhugamál þú átt sameiginleg með gestum.
Ítarlegri notendalýsingar gesta
Gestir geta bætt nýjum upplýsingum við notandalýsingu sína þannig að þú vitir aðeins meira um þann sem bókar.
Einfaldara að bjóða samgestgjöfum
Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að bjóða samgestgjöfum að hjálpa þér við umsjón skráninga þinna.
Nýjar heimildir fyrir samgestgjafa
Veldu á milli nýrra aðgangsheimilda sem eru full aðgangsheimild, dagatals- og innhólfsheimild eða aðeins dagatalsheimild.
Nýjar útborganir til samgestgjafa
Þú getur nú deilt útborgunum með samgestgjafa sem prósentuhlutalli eða fastri upphæð.
Staðfesting á auðkenni gesta
Allir gestir í heiminum sem bóka fara í gegnum staðfestingu á auðkenni.
Bókunarskimun á heimsvísu
Tæknin sem hjálpar til við að draga úr líkum á samkvæmum og eignatjóni er nú í boði á heimsvísu.

Airbnb Herbergi ásamt nýju vegabréfi gestgjafa

Ný nálgun á sérherbergi ásamt leitartólum sem auka sýnileika skráningar þinnar og vegabréfi gestgjafa sem hjálpar gestum að kynnast þér áður en þeir bóka.

Vegabréf gestgjafa

Deildu upplýsingum um þig með gestum, eins og uppáhalds áhugamálum þínum, nafni gæludýrs þíns, skemmtilega staðreynd um þig og ástæðum til að gista hjá þér.

Endurhannaðar síur

Uppfærðu síurnar gera gestum auðveldara að skipta á milli tegunda gistingar og skoða meðalverð herbergja og heimila.

Flokkur fyrir Airbnb Herbergi

Það hefur aldrei verið einfaldara fyrir gesti að skoða herbergi á Airbnb með nýjum flokki sem birtist efst á heimasíðu okkar.